„Nú er tíminn fyrir stríð“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. október 2023 06:33 Vígreifur Netanyahu hafnaði alfarið áköllum um vopnahlé. AP/Abir Sultan Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir vopnahléi á Gasa og segir frelsun eins af gíslunum sem Hamas tóku 7. október síðastliðinn sem sönnun þess að hægt sé að uppræta Hamas og endurheimta þá sem voru teknir. Forsætisráðherrann óskaði hernum og öryggisstofnuninni Shin Bet til hamingju í gær með að hafa tekist að frelsa hermanninn Ori Megidish. Tíðindunum var fagnað í Ísrael en á sama tíma birtu Hamas-liðar myndskeið sem sýndi þrjá gísla sem enn eru í haldi. Netanyahu sagði sókn Ísraelsher inn á Gasa opna á þann möguleika að frelsa gísla, sem eru taldir vera um 220 talsins. Hamas muni aðeins láta þá lausa undir þrýstingi en samtökin hafa sagst myndu frelsa gíslana gegn því að um 5.000 palestínskum föngum í fangelsum í Ísrael yrði sleppt. Hvað varðaði vopnahlé, sem fjöldi ríkja hefur nú kallað eftir, sagði Netanyahu að það þýddi aðeins uppgjöf gagnvart hryðjuverkum og villimennsku. „Það er ekki að fara að gerast. Biblían segir að það sé tími fyrir frið og tími fyrir stríð. Nú er tíminn fyrir stríð,“ sagði forsætisráðherrann. Hann kallaði Hamas-liða „skrímsli“ og sagði Ísraelsher myndu halda áfram að elta þá uppi. Á myndskeiðinu sem Hamas birti af gíslunum þremur ávarpa þeir meðal annars Netanyahu og segja að verið sé að refsa þeim fyrir hans pólitísku mistök. „Enginn kom, enginn heyrði í okkur,“ segir einn þeirra um daginn sem Hamas-liðar gerðu árásir á byggðir í Ísrael. Þá kölluðu gíslarnir eftir friði en gera má ráð fyrir að orð þeirra hafi sætt ritskoðun fangara þeirra. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Forsætisráðherrann óskaði hernum og öryggisstofnuninni Shin Bet til hamingju í gær með að hafa tekist að frelsa hermanninn Ori Megidish. Tíðindunum var fagnað í Ísrael en á sama tíma birtu Hamas-liðar myndskeið sem sýndi þrjá gísla sem enn eru í haldi. Netanyahu sagði sókn Ísraelsher inn á Gasa opna á þann möguleika að frelsa gísla, sem eru taldir vera um 220 talsins. Hamas muni aðeins láta þá lausa undir þrýstingi en samtökin hafa sagst myndu frelsa gíslana gegn því að um 5.000 palestínskum föngum í fangelsum í Ísrael yrði sleppt. Hvað varðaði vopnahlé, sem fjöldi ríkja hefur nú kallað eftir, sagði Netanyahu að það þýddi aðeins uppgjöf gagnvart hryðjuverkum og villimennsku. „Það er ekki að fara að gerast. Biblían segir að það sé tími fyrir frið og tími fyrir stríð. Nú er tíminn fyrir stríð,“ sagði forsætisráðherrann. Hann kallaði Hamas-liða „skrímsli“ og sagði Ísraelsher myndu halda áfram að elta þá uppi. Á myndskeiðinu sem Hamas birti af gíslunum þremur ávarpa þeir meðal annars Netanyahu og segja að verið sé að refsa þeim fyrir hans pólitísku mistök. „Enginn kom, enginn heyrði í okkur,“ segir einn þeirra um daginn sem Hamas-liðar gerðu árásir á byggðir í Ísrael. Þá kölluðu gíslarnir eftir friði en gera má ráð fyrir að orð þeirra hafi sætt ritskoðun fangara þeirra.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira