„Nú er tíminn fyrir stríð“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. október 2023 06:33 Vígreifur Netanyahu hafnaði alfarið áköllum um vopnahlé. AP/Abir Sultan Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir vopnahléi á Gasa og segir frelsun eins af gíslunum sem Hamas tóku 7. október síðastliðinn sem sönnun þess að hægt sé að uppræta Hamas og endurheimta þá sem voru teknir. Forsætisráðherrann óskaði hernum og öryggisstofnuninni Shin Bet til hamingju í gær með að hafa tekist að frelsa hermanninn Ori Megidish. Tíðindunum var fagnað í Ísrael en á sama tíma birtu Hamas-liðar myndskeið sem sýndi þrjá gísla sem enn eru í haldi. Netanyahu sagði sókn Ísraelsher inn á Gasa opna á þann möguleika að frelsa gísla, sem eru taldir vera um 220 talsins. Hamas muni aðeins láta þá lausa undir þrýstingi en samtökin hafa sagst myndu frelsa gíslana gegn því að um 5.000 palestínskum föngum í fangelsum í Ísrael yrði sleppt. Hvað varðaði vopnahlé, sem fjöldi ríkja hefur nú kallað eftir, sagði Netanyahu að það þýddi aðeins uppgjöf gagnvart hryðjuverkum og villimennsku. „Það er ekki að fara að gerast. Biblían segir að það sé tími fyrir frið og tími fyrir stríð. Nú er tíminn fyrir stríð,“ sagði forsætisráðherrann. Hann kallaði Hamas-liða „skrímsli“ og sagði Ísraelsher myndu halda áfram að elta þá uppi. Á myndskeiðinu sem Hamas birti af gíslunum þremur ávarpa þeir meðal annars Netanyahu og segja að verið sé að refsa þeim fyrir hans pólitísku mistök. „Enginn kom, enginn heyrði í okkur,“ segir einn þeirra um daginn sem Hamas-liðar gerðu árásir á byggðir í Ísrael. Þá kölluðu gíslarnir eftir friði en gera má ráð fyrir að orð þeirra hafi sætt ritskoðun fangara þeirra. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Forsætisráðherrann óskaði hernum og öryggisstofnuninni Shin Bet til hamingju í gær með að hafa tekist að frelsa hermanninn Ori Megidish. Tíðindunum var fagnað í Ísrael en á sama tíma birtu Hamas-liðar myndskeið sem sýndi þrjá gísla sem enn eru í haldi. Netanyahu sagði sókn Ísraelsher inn á Gasa opna á þann möguleika að frelsa gísla, sem eru taldir vera um 220 talsins. Hamas muni aðeins láta þá lausa undir þrýstingi en samtökin hafa sagst myndu frelsa gíslana gegn því að um 5.000 palestínskum föngum í fangelsum í Ísrael yrði sleppt. Hvað varðaði vopnahlé, sem fjöldi ríkja hefur nú kallað eftir, sagði Netanyahu að það þýddi aðeins uppgjöf gagnvart hryðjuverkum og villimennsku. „Það er ekki að fara að gerast. Biblían segir að það sé tími fyrir frið og tími fyrir stríð. Nú er tíminn fyrir stríð,“ sagði forsætisráðherrann. Hann kallaði Hamas-liða „skrímsli“ og sagði Ísraelsher myndu halda áfram að elta þá uppi. Á myndskeiðinu sem Hamas birti af gíslunum þremur ávarpa þeir meðal annars Netanyahu og segja að verið sé að refsa þeim fyrir hans pólitísku mistök. „Enginn kom, enginn heyrði í okkur,“ segir einn þeirra um daginn sem Hamas-liðar gerðu árásir á byggðir í Ísrael. Þá kölluðu gíslarnir eftir friði en gera má ráð fyrir að orð þeirra hafi sætt ritskoðun fangara þeirra.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira