FOKK! Hvað þetta eru mikilvæg skilaboð! 27. október 2023 13:31 Við vorum þrjár vinnuvinkonur sem vorum ítrekað stoppaðar þegar við gengum burt af baráttufundinum á Arnarhóli í vikunni og spurðar: „Megum við taka mynd af ykkur og spjöldunum með þessum flottu skilaboðum?“ Skilaboðin sem við höfðum sett á spjöldin voru þessi: Hlustið á og metið eldri konur og kvár Metum eldri konur og kvár FOKK Af hverju skrifuðum við þessi skilaboð á spjöldin okkar og skunduðum með þau niður á Arnarhól? Jú, tvær okkar eru komnar á hinn svokallaða „haustaldur“ þ.e. höfum þegar náð að ferðast rúmlega 60 hringi umhverfis sólina. Við höfum átt farsælan feril bæði persónulega og í atvinnulífinu. Við höfum gert okkur gildandi á vinnustöðunum okkar. Auk þess höfum við ásamt fleiri konum og kvárum, á okkar aldri, borið uppi samfélagið með því að bera ábyrgð á umönnun aldraðra forelda, borið ábyrgð á að koma börnum okkar á legg, tekið vel í að passa barnabörn og höfum einnig stutt börnin okkar fjárhagslega, auðvitað allt með glöðu geði. Á sama tíma höfum við komist í gegnum breytingaskeiðið án þess að geta talað um það og nýtt okkur bjargráð, lifað af hundruðir hrútskýringa, að það sé hlegið að því sem við höfum fram að færa o.s.frv. Köllum við þetta jafnrétti! Aðsend Sú þriðja af okkur vinkonunum er yngri en við hinar og fannst vera fullt tilefni til og tímabært að styðja okkur og aðrar konur og kvár með því að bera spjald með ljótasta orðinu sem við þekkjum. Kannanir sýna að eftir því sem konur og kvár eldast er ekki gert ráð fyrir þeim í æðstu stjórnunarstöðum í okkar samfélagi, sbr. stöðu forstjóra, stjórnarformanns, sæti í stjórnum o.fl. Þessu viðhorfi þarf að breyta strax. Einnig þurfum við eldri konur og kvár að líta í eigin barm og vera tilbúin til að breyta okkar viðhorfi þegar við á. Við þurfum einnig að hlusta á sjónarmið yngra fólks. Við ætlumst auðvitað til að hið sama eigi við um okkur. Það er jafnrétti!! Höfundur er kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Jafnréttismál Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við vorum þrjár vinnuvinkonur sem vorum ítrekað stoppaðar þegar við gengum burt af baráttufundinum á Arnarhóli í vikunni og spurðar: „Megum við taka mynd af ykkur og spjöldunum með þessum flottu skilaboðum?“ Skilaboðin sem við höfðum sett á spjöldin voru þessi: Hlustið á og metið eldri konur og kvár Metum eldri konur og kvár FOKK Af hverju skrifuðum við þessi skilaboð á spjöldin okkar og skunduðum með þau niður á Arnarhól? Jú, tvær okkar eru komnar á hinn svokallaða „haustaldur“ þ.e. höfum þegar náð að ferðast rúmlega 60 hringi umhverfis sólina. Við höfum átt farsælan feril bæði persónulega og í atvinnulífinu. Við höfum gert okkur gildandi á vinnustöðunum okkar. Auk þess höfum við ásamt fleiri konum og kvárum, á okkar aldri, borið uppi samfélagið með því að bera ábyrgð á umönnun aldraðra forelda, borið ábyrgð á að koma börnum okkar á legg, tekið vel í að passa barnabörn og höfum einnig stutt börnin okkar fjárhagslega, auðvitað allt með glöðu geði. Á sama tíma höfum við komist í gegnum breytingaskeiðið án þess að geta talað um það og nýtt okkur bjargráð, lifað af hundruðir hrútskýringa, að það sé hlegið að því sem við höfum fram að færa o.s.frv. Köllum við þetta jafnrétti! Aðsend Sú þriðja af okkur vinkonunum er yngri en við hinar og fannst vera fullt tilefni til og tímabært að styðja okkur og aðrar konur og kvár með því að bera spjald með ljótasta orðinu sem við þekkjum. Kannanir sýna að eftir því sem konur og kvár eldast er ekki gert ráð fyrir þeim í æðstu stjórnunarstöðum í okkar samfélagi, sbr. stöðu forstjóra, stjórnarformanns, sæti í stjórnum o.fl. Þessu viðhorfi þarf að breyta strax. Einnig þurfum við eldri konur og kvár að líta í eigin barm og vera tilbúin til að breyta okkar viðhorfi þegar við á. Við þurfum einnig að hlusta á sjónarmið yngra fólks. Við ætlumst auðvitað til að hið sama eigi við um okkur. Það er jafnrétti!! Höfundur er kona.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun