Erdogan afboðar heimsókn til Ísrael og segir Hamas „frelsishreyfingu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. október 2023 12:47 Tyrkir hafa beitt sér að því að koma viðræðum á milli aðila frá því að átökin brutust út. epa/Necati Savas Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur afboðað fyrirhugaða heimsókn sína til Ísrael og kallað eftir tafarlausu vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas. Forsetinn sagði Tyrkland myndu freista þess að leita allra leiða til að koma á friði en að Ísraelsmenn hefðu misnotað góðan vilja Tyrkja og að þeir þyrftu að hlýða á áköll um frið og láta af árásum sínum á Gasa. Erdogan sagði Hamas ekki hryðjuverkasamtök heldur „frelsishreyfingu“ sem væri að heyja baráttu til að verja landið sitt. Hann hefði ekkert á móti Ísrael, heldur stefnu þarlendra stjórnvalda. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Erdogan kemur Hamas til varna: Reminder to Netanyahu:Hamas is not a terrorist organization and Palestinians are not terrorists.It is a resistance movement that defends the Palestinian homeland against an occupying power.The world stands in solidarity with the people of Palestine against their oppressors.— Recep Tayyip Erdo an (@RTErdogan) May 15, 2018 „Við eigum ekkert sökótt við Ísraelsríki en höfum aldrei og munum aldrei leggja blessun okkar yfir þau hroðaverk sem Ísrael hefur framið né þá staðreynd að það hegðar sér eins og samtök frekar en ríki,“ sagði forsetinn. Vesturlönd stæðu í þakkarskuld við Ísrael en það gilti ekki um Tyrkland. Þá sagði hann að utanaðkomandi ríki ættu að hætta að hella olíu á eldinn með stuðningi við Ísrael og að múslimaríkin ættu að vinna saman að varanlegum friði. Ummælin lét forsetinn falla þegar hann ávarpaði þingmenn í morgun en hann sagði einnig að það væri mikilvægt að ljúka fangaskiptum sem fyrst og að halda Rafah-landamærunum opnum fyrir neyðaraðstoð. Framganga forsetans hefur þegar verið gagnrýnd harðlega, meðal annars af Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, sem lýsti orðum Erdogan sem „ógeðslegum“. Ísraelsmenn hafa neitað að gefa út vegabréfsáritanir til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna í dag vegna ummæla sem framkvæmdastjórinn António Guterres viðhafði í gær um skýr mannréttindabrot Ísraelsmanna. Kallað var eftir tafarlausri afsögn Guterres. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tyrkland Hernaður Tengdar fréttir Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. 25. október 2023 07:05 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Fleiri fréttir „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Sjá meira
Forsetinn sagði Tyrkland myndu freista þess að leita allra leiða til að koma á friði en að Ísraelsmenn hefðu misnotað góðan vilja Tyrkja og að þeir þyrftu að hlýða á áköll um frið og láta af árásum sínum á Gasa. Erdogan sagði Hamas ekki hryðjuverkasamtök heldur „frelsishreyfingu“ sem væri að heyja baráttu til að verja landið sitt. Hann hefði ekkert á móti Ísrael, heldur stefnu þarlendra stjórnvalda. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Erdogan kemur Hamas til varna: Reminder to Netanyahu:Hamas is not a terrorist organization and Palestinians are not terrorists.It is a resistance movement that defends the Palestinian homeland against an occupying power.The world stands in solidarity with the people of Palestine against their oppressors.— Recep Tayyip Erdo an (@RTErdogan) May 15, 2018 „Við eigum ekkert sökótt við Ísraelsríki en höfum aldrei og munum aldrei leggja blessun okkar yfir þau hroðaverk sem Ísrael hefur framið né þá staðreynd að það hegðar sér eins og samtök frekar en ríki,“ sagði forsetinn. Vesturlönd stæðu í þakkarskuld við Ísrael en það gilti ekki um Tyrkland. Þá sagði hann að utanaðkomandi ríki ættu að hætta að hella olíu á eldinn með stuðningi við Ísrael og að múslimaríkin ættu að vinna saman að varanlegum friði. Ummælin lét forsetinn falla þegar hann ávarpaði þingmenn í morgun en hann sagði einnig að það væri mikilvægt að ljúka fangaskiptum sem fyrst og að halda Rafah-landamærunum opnum fyrir neyðaraðstoð. Framganga forsetans hefur þegar verið gagnrýnd harðlega, meðal annars af Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, sem lýsti orðum Erdogan sem „ógeðslegum“. Ísraelsmenn hafa neitað að gefa út vegabréfsáritanir til starfsmanna Sameinuðu þjóðanna í dag vegna ummæla sem framkvæmdastjórinn António Guterres viðhafði í gær um skýr mannréttindabrot Ísraelsmanna. Kallað var eftir tafarlausri afsögn Guterres.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tyrkland Hernaður Tengdar fréttir Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. 25. október 2023 07:05 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Fleiri fréttir „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Sjá meira
Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. 25. október 2023 07:05