Ver fúlgum fjár í lögmenn Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2023 08:14 Donald Trump og lögmenn hans í dómsal í New York. AP/Seth Wenig Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, halar inn peningum frá stuðningsmönnum sínum en ver stórum hluta peninganna í lögfræðingakostnað. Á sama tíma aflar hann fjár á grundvelli dómsmála gegn honum. Í lok síðasta mánaðar sat Trump, samkvæmt opinberum gögnum, á 37,5 milljónum dala í kosningasjóðum sínum. Það var næstum því jafnmikið og aðrir sem sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári áttu samtals. Tim Scott átti 13,3 milljónir. Ron DeSantis átti 12,3 milljónir og Nikki Haley átti 11,6 milljónir. Aðrir áttu mun minna. Joe Biden, forseti, átti 32,2 milljónir. Samkvæmt frétt New York Times sýna þessi opinberu gögn ekki heildarmyndina af stöðu framboða, þar sem svokallaðar pólitískar aðgerðanefndir, eða PAC, þurfa ekki að gefa upp upplýsingar um fjármál fyrr en í upphafi næsta árs. Ólöglegt er að greiða lögmönnum úr kosningasjóðum vegna mála sem tengjast framboðinu ekki beinum hætti en þetta á ekki við pólitískar aðgerðanefndir. Gífurlegur lögfræðiskostnaður Pólitísk aðgerðanefnd Trumps, sem kallast Save America, hefur eytt nærri því 37 milljónum dala til rúmlega sextíu lögfræðistofa frá janúar í fyrra. Það samsvarar meira en helmingi allra fjárútláta aðgerðanefndarinnar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Á fyrri hluta þessa árs eyddi Save America rúmum tuttugu milljónum í lögfræðikostnað, sem var meira landsnefndir bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins eyddu samanlagt á sama tímabili. Að mestu fóru umræddar greiðslur til lögmanna sem hafa verið Trump í þeim mörgu dómsmálum sem hann stendur frammi fyrir. Save America hefur einnig greitt lögfræðiskostnað fyrir fyrirtæki hans, börn og fyrrverandi ráðgjafa og starfsmenn. Þetta hefur vakið upp spurningar um það hvort umræddir lögmenn hafi hag skjólstæðinga sinna í huga eða hag Trumps. Einn fyrrverandi starfsmaður Trumps fékk í sumar nýjan lögmann og það fyrsta sem hann gerði í kjölfarið var að draga vitnisburð sinn í máli Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meðhöndlun Trumps og leynilegum og opinberum gögnum, til baka. Starfsmaðurinn, sem heitir Yuscil Taveras, hafði áður haldið því fram að hann hafi ekki vitað til þess að einhver hafi reynt að eyða upptökum öryggismyndavéla í Mar-a-Lago. Þegar hann komst að því að hann væri til rannsóknar og væri grunaður um að hafa sagt ósatt skipti hann um lögmann og í júlí breytti hann framburði sínum og veitti upplýsingar sem gáfu til kynn að Trump og aðstoðarmenn hans, sem heita Waltine Nauta og Carlos De Oliveira, hefðu reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að eiga við sönnunargögn. Safnar út á ákærur Trump varð fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til að verða ákærður en er aftur í forsetaframboði. Það að hann hafi verið ákærður virðist hafa reynst honum vel í fjáröfluninni og gerir hann út á það í fjáröflunarskilaboðum til stuðningsmanna sinna. Þar stillir hann sér upp í baráttu við spillt dómskerfi og hefur hann notað dómshús sem svið í kosningabaráttu sinni. Á það sérstaklega við í New York, þar sem verið er að rétt yfir honum vegna fjársvika sem hann hefur verið dæmdur fyrir. Sjá einnig: Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Hann gerði það sama þegar hann var handtekinn í Georgíu og hefur hann selt um 47 þúsund, boli, kaffibolla og veggspjöld af mynd sem tekin var honum í fangelsi í Georgíu í ágúst. Í greiningu AP segir að fjármálagögn framboðs Trumps sýni aukningu í fjáröflun, sem samsvari við vendingar í dómsmálunum gegn honum. Donald Trump stendur frammi fyrir fjórum ákærum. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum á undanförnum mánuðum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020, nema á landsvísu. Réttarhöldin eiga að hefjast 4. mars. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. 6. október 2023 09:11 Dómari bannar Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins Dómari í New York hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að tjá sig ekki um starfsmenn dómstólsins eftir að Trump birti færslu á Truth Social þar sem hann gerði lítið úr einum þeirra. 4. október 2023 07:11 Staðfestir niðrandi ummæli Trumps um hermenn John Kelly, fyrrverandi starfsmanna stjóri Hvíta húss Donalds Trump, gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega í ummælum sem opinberuð voru í gær. Kelly staðfesti nokkur af umdeildum ummælum Trumps um særða og handsamaða hermenn. 3. október 2023 11:47 Biden segir Trump og stuðningsmenn hans beina ógn við lýðræðið Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin standa á krossgötum og að MAGA-hreyfing Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sé bein ógn við lýðræði landsins. 29. september 2023 08:06 Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Sjá meira
Í lok síðasta mánaðar sat Trump, samkvæmt opinberum gögnum, á 37,5 milljónum dala í kosningasjóðum sínum. Það var næstum því jafnmikið og aðrir sem sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári áttu samtals. Tim Scott átti 13,3 milljónir. Ron DeSantis átti 12,3 milljónir og Nikki Haley átti 11,6 milljónir. Aðrir áttu mun minna. Joe Biden, forseti, átti 32,2 milljónir. Samkvæmt frétt New York Times sýna þessi opinberu gögn ekki heildarmyndina af stöðu framboða, þar sem svokallaðar pólitískar aðgerðanefndir, eða PAC, þurfa ekki að gefa upp upplýsingar um fjármál fyrr en í upphafi næsta árs. Ólöglegt er að greiða lögmönnum úr kosningasjóðum vegna mála sem tengjast framboðinu ekki beinum hætti en þetta á ekki við pólitískar aðgerðanefndir. Gífurlegur lögfræðiskostnaður Pólitísk aðgerðanefnd Trumps, sem kallast Save America, hefur eytt nærri því 37 milljónum dala til rúmlega sextíu lögfræðistofa frá janúar í fyrra. Það samsvarar meira en helmingi allra fjárútláta aðgerðanefndarinnar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Á fyrri hluta þessa árs eyddi Save America rúmum tuttugu milljónum í lögfræðikostnað, sem var meira landsnefndir bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins eyddu samanlagt á sama tímabili. Að mestu fóru umræddar greiðslur til lögmanna sem hafa verið Trump í þeim mörgu dómsmálum sem hann stendur frammi fyrir. Save America hefur einnig greitt lögfræðiskostnað fyrir fyrirtæki hans, börn og fyrrverandi ráðgjafa og starfsmenn. Þetta hefur vakið upp spurningar um það hvort umræddir lögmenn hafi hag skjólstæðinga sinna í huga eða hag Trumps. Einn fyrrverandi starfsmaður Trumps fékk í sumar nýjan lögmann og það fyrsta sem hann gerði í kjölfarið var að draga vitnisburð sinn í máli Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meðhöndlun Trumps og leynilegum og opinberum gögnum, til baka. Starfsmaðurinn, sem heitir Yuscil Taveras, hafði áður haldið því fram að hann hafi ekki vitað til þess að einhver hafi reynt að eyða upptökum öryggismyndavéla í Mar-a-Lago. Þegar hann komst að því að hann væri til rannsóknar og væri grunaður um að hafa sagt ósatt skipti hann um lögmann og í júlí breytti hann framburði sínum og veitti upplýsingar sem gáfu til kynn að Trump og aðstoðarmenn hans, sem heita Waltine Nauta og Carlos De Oliveira, hefðu reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að eiga við sönnunargögn. Safnar út á ákærur Trump varð fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til að verða ákærður en er aftur í forsetaframboði. Það að hann hafi verið ákærður virðist hafa reynst honum vel í fjáröfluninni og gerir hann út á það í fjáröflunarskilaboðum til stuðningsmanna sinna. Þar stillir hann sér upp í baráttu við spillt dómskerfi og hefur hann notað dómshús sem svið í kosningabaráttu sinni. Á það sérstaklega við í New York, þar sem verið er að rétt yfir honum vegna fjársvika sem hann hefur verið dæmdur fyrir. Sjá einnig: Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Hann gerði það sama þegar hann var handtekinn í Georgíu og hefur hann selt um 47 þúsund, boli, kaffibolla og veggspjöld af mynd sem tekin var honum í fangelsi í Georgíu í ágúst. Í greiningu AP segir að fjármálagögn framboðs Trumps sýni aukningu í fjáröflun, sem samsvari við vendingar í dómsmálunum gegn honum. Donald Trump stendur frammi fyrir fjórum ákærum. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum á undanförnum mánuðum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020, nema á landsvísu. Réttarhöldin eiga að hefjast 4. mars. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum á undanförnum mánuðum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020, nema á landsvísu. Réttarhöldin eiga að hefjast 4. mars. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. 6. október 2023 09:11 Dómari bannar Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins Dómari í New York hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að tjá sig ekki um starfsmenn dómstólsins eftir að Trump birti færslu á Truth Social þar sem hann gerði lítið úr einum þeirra. 4. október 2023 07:11 Staðfestir niðrandi ummæli Trumps um hermenn John Kelly, fyrrverandi starfsmanna stjóri Hvíta húss Donalds Trump, gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega í ummælum sem opinberuð voru í gær. Kelly staðfesti nokkur af umdeildum ummælum Trumps um særða og handsamaða hermenn. 3. október 2023 11:47 Biden segir Trump og stuðningsmenn hans beina ógn við lýðræðið Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin standa á krossgötum og að MAGA-hreyfing Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sé bein ógn við lýðræði landsins. 29. september 2023 08:06 Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Sjá meira
Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. 6. október 2023 09:11
Dómari bannar Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins Dómari í New York hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að tjá sig ekki um starfsmenn dómstólsins eftir að Trump birti færslu á Truth Social þar sem hann gerði lítið úr einum þeirra. 4. október 2023 07:11
Staðfestir niðrandi ummæli Trumps um hermenn John Kelly, fyrrverandi starfsmanna stjóri Hvíta húss Donalds Trump, gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega í ummælum sem opinberuð voru í gær. Kelly staðfesti nokkur af umdeildum ummælum Trumps um særða og handsamaða hermenn. 3. október 2023 11:47
Biden segir Trump og stuðningsmenn hans beina ógn við lýðræðið Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin standa á krossgötum og að MAGA-hreyfing Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sé bein ógn við lýðræði landsins. 29. september 2023 08:06