Ísrael, Hamas og Gaza Ólafur Sveinsson skrifar 17. október 2023 09:30 Benjamin Netanjahu og fleiri núverandi og fyrrverandi ráðherrar í Ísrael hafa lýst því yfir að það eigi að jafna Gazaborg við jörðu - sumir bætt við að henni verði bókstaflega breytt í tjaldborg. Þeir hafa líka lýst því yfir að eitt af markmiðunum með því að þvinga íbúa Gazaborgar til suðurhluta Gazastrandarinnar sé að neyða Egypta til að opna landamærin yfir á Sínaíeyðimörkina því „þar sé nóg plass fyrir flóttamannabúðir og tjaldborg“. Þeir eru ekki tilbúnir að gefa loforð um að íbúarnir geti snúið aftur. Á Vesturbakkanum gera ísraelskir landtökumenn og herinn sífellt fleiri árásir á Palestínumenn og markmiðið er augljóslega að hrekja þá líka í burtu frá hernumdu svæðunum. Öll helstu sjúkrahúsin á Gazaströndinni eru í Gazaborg og hjálparsamtök sem taka þátt í að reka þau hafa lýst því yfir að ef ekki komi eldsneyti fyrir rafalana þar innan eins til tveggja sólarhringa, matur, vatn og lyf, muni mörg þúsund manns deyja. Ísrael hefur að hluta til opnað fyrir vatn í suðurhluta Gazastrandarinnar, þó sú staðreynd að þar er ekkert rafmagn til að knýja vatnspumpur valdi því að aðgangur almennings að vatni er mjög takmarkaður. Þar er engin aðstaða er til að taka á móti þeim hundruðum þúsunda flóttamanna sem þangað eru komnir, enginn matur, ekkert húsnæði fyrir allan þennan fjölda, svo mjög margir eru bókstaflega á götunni og verða að sofa þar. Ísraelar neita að hleypa vörubílum sem standa í löngum röðum við landamærin inn á Gaza með mat, vatn, tjöld, lyf og aðrar nauðþurftir. Gamli síonistadraumurinn um að gyðingar ráði einir yfir landinu helga eins og því er lýst í Gamla testamentinu og þeir telja sig eiga rétt á vegna þess að Guð hafi gefið þeim það, virðist innan seilingar. Til að það takist er nauðsynlegt að hrekja Palestínumenn á brott og ef nauðsyn krefur, drepa þá. Hamassamtökin frömdu ófyrirgefanlegt ódæði - það er ekki spurning - og ættu að sleppa öllum gíslum sínum lausum þegar í stað. Og auðvitað vissu foringjar Hamas hvað þeir væru að kalla yfir sig og palestínsku þjóðina - þó viðbrögðin séu hugsanlega heiftarlegri en þeir gerðu ráð fyrir. Hamas hefur undirbúið þetta stríð lengi og stjórnendurnir eru sannfærðir um að hermenn þeirra geti sigrað ísrelska herinn í götubardögum eða í það minnsta sýnt umheiminum og arabaríkjunum fram á hverskonar skepnur Ísraelar eru með því að víla ekki fyrir sér að drepa óbreytta borgara í tugþúsunda tali, þar sem mikill meirihluti eru börn og konur. Margir fullyrða að þetta sé úthugsuð gildra sem að Ísraelar séu að ganga í með því að ráðast inní Gazaborg, í stríð sem þeir séu dæmdir til að tapa, hvernig sem bardagarnir enda. Og ég held það sé heilmikið til í því. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ólafur Sveinsson Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Sjá meira
Benjamin Netanjahu og fleiri núverandi og fyrrverandi ráðherrar í Ísrael hafa lýst því yfir að það eigi að jafna Gazaborg við jörðu - sumir bætt við að henni verði bókstaflega breytt í tjaldborg. Þeir hafa líka lýst því yfir að eitt af markmiðunum með því að þvinga íbúa Gazaborgar til suðurhluta Gazastrandarinnar sé að neyða Egypta til að opna landamærin yfir á Sínaíeyðimörkina því „þar sé nóg plass fyrir flóttamannabúðir og tjaldborg“. Þeir eru ekki tilbúnir að gefa loforð um að íbúarnir geti snúið aftur. Á Vesturbakkanum gera ísraelskir landtökumenn og herinn sífellt fleiri árásir á Palestínumenn og markmiðið er augljóslega að hrekja þá líka í burtu frá hernumdu svæðunum. Öll helstu sjúkrahúsin á Gazaströndinni eru í Gazaborg og hjálparsamtök sem taka þátt í að reka þau hafa lýst því yfir að ef ekki komi eldsneyti fyrir rafalana þar innan eins til tveggja sólarhringa, matur, vatn og lyf, muni mörg þúsund manns deyja. Ísrael hefur að hluta til opnað fyrir vatn í suðurhluta Gazastrandarinnar, þó sú staðreynd að þar er ekkert rafmagn til að knýja vatnspumpur valdi því að aðgangur almennings að vatni er mjög takmarkaður. Þar er engin aðstaða er til að taka á móti þeim hundruðum þúsunda flóttamanna sem þangað eru komnir, enginn matur, ekkert húsnæði fyrir allan þennan fjölda, svo mjög margir eru bókstaflega á götunni og verða að sofa þar. Ísraelar neita að hleypa vörubílum sem standa í löngum röðum við landamærin inn á Gaza með mat, vatn, tjöld, lyf og aðrar nauðþurftir. Gamli síonistadraumurinn um að gyðingar ráði einir yfir landinu helga eins og því er lýst í Gamla testamentinu og þeir telja sig eiga rétt á vegna þess að Guð hafi gefið þeim það, virðist innan seilingar. Til að það takist er nauðsynlegt að hrekja Palestínumenn á brott og ef nauðsyn krefur, drepa þá. Hamassamtökin frömdu ófyrirgefanlegt ódæði - það er ekki spurning - og ættu að sleppa öllum gíslum sínum lausum þegar í stað. Og auðvitað vissu foringjar Hamas hvað þeir væru að kalla yfir sig og palestínsku þjóðina - þó viðbrögðin séu hugsanlega heiftarlegri en þeir gerðu ráð fyrir. Hamas hefur undirbúið þetta stríð lengi og stjórnendurnir eru sannfærðir um að hermenn þeirra geti sigrað ísrelska herinn í götubardögum eða í það minnsta sýnt umheiminum og arabaríkjunum fram á hverskonar skepnur Ísraelar eru með því að víla ekki fyrir sér að drepa óbreytta borgara í tugþúsunda tali, þar sem mikill meirihluti eru börn og konur. Margir fullyrða að þetta sé úthugsuð gildra sem að Ísraelar séu að ganga í með því að ráðast inní Gazaborg, í stríð sem þeir séu dæmdir til að tapa, hvernig sem bardagarnir enda. Og ég held það sé heilmikið til í því. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun