Ísrael, Hamas og Gaza Ólafur Sveinsson skrifar 17. október 2023 09:30 Benjamin Netanjahu og fleiri núverandi og fyrrverandi ráðherrar í Ísrael hafa lýst því yfir að það eigi að jafna Gazaborg við jörðu - sumir bætt við að henni verði bókstaflega breytt í tjaldborg. Þeir hafa líka lýst því yfir að eitt af markmiðunum með því að þvinga íbúa Gazaborgar til suðurhluta Gazastrandarinnar sé að neyða Egypta til að opna landamærin yfir á Sínaíeyðimörkina því „þar sé nóg plass fyrir flóttamannabúðir og tjaldborg“. Þeir eru ekki tilbúnir að gefa loforð um að íbúarnir geti snúið aftur. Á Vesturbakkanum gera ísraelskir landtökumenn og herinn sífellt fleiri árásir á Palestínumenn og markmiðið er augljóslega að hrekja þá líka í burtu frá hernumdu svæðunum. Öll helstu sjúkrahúsin á Gazaströndinni eru í Gazaborg og hjálparsamtök sem taka þátt í að reka þau hafa lýst því yfir að ef ekki komi eldsneyti fyrir rafalana þar innan eins til tveggja sólarhringa, matur, vatn og lyf, muni mörg þúsund manns deyja. Ísrael hefur að hluta til opnað fyrir vatn í suðurhluta Gazastrandarinnar, þó sú staðreynd að þar er ekkert rafmagn til að knýja vatnspumpur valdi því að aðgangur almennings að vatni er mjög takmarkaður. Þar er engin aðstaða er til að taka á móti þeim hundruðum þúsunda flóttamanna sem þangað eru komnir, enginn matur, ekkert húsnæði fyrir allan þennan fjölda, svo mjög margir eru bókstaflega á götunni og verða að sofa þar. Ísraelar neita að hleypa vörubílum sem standa í löngum röðum við landamærin inn á Gaza með mat, vatn, tjöld, lyf og aðrar nauðþurftir. Gamli síonistadraumurinn um að gyðingar ráði einir yfir landinu helga eins og því er lýst í Gamla testamentinu og þeir telja sig eiga rétt á vegna þess að Guð hafi gefið þeim það, virðist innan seilingar. Til að það takist er nauðsynlegt að hrekja Palestínumenn á brott og ef nauðsyn krefur, drepa þá. Hamassamtökin frömdu ófyrirgefanlegt ódæði - það er ekki spurning - og ættu að sleppa öllum gíslum sínum lausum þegar í stað. Og auðvitað vissu foringjar Hamas hvað þeir væru að kalla yfir sig og palestínsku þjóðina - þó viðbrögðin séu hugsanlega heiftarlegri en þeir gerðu ráð fyrir. Hamas hefur undirbúið þetta stríð lengi og stjórnendurnir eru sannfærðir um að hermenn þeirra geti sigrað ísrelska herinn í götubardögum eða í það minnsta sýnt umheiminum og arabaríkjunum fram á hverskonar skepnur Ísraelar eru með því að víla ekki fyrir sér að drepa óbreytta borgara í tugþúsunda tali, þar sem mikill meirihluti eru börn og konur. Margir fullyrða að þetta sé úthugsuð gildra sem að Ísraelar séu að ganga í með því að ráðast inní Gazaborg, í stríð sem þeir séu dæmdir til að tapa, hvernig sem bardagarnir enda. Og ég held það sé heilmikið til í því. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ólafur Sveinsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Benjamin Netanjahu og fleiri núverandi og fyrrverandi ráðherrar í Ísrael hafa lýst því yfir að það eigi að jafna Gazaborg við jörðu - sumir bætt við að henni verði bókstaflega breytt í tjaldborg. Þeir hafa líka lýst því yfir að eitt af markmiðunum með því að þvinga íbúa Gazaborgar til suðurhluta Gazastrandarinnar sé að neyða Egypta til að opna landamærin yfir á Sínaíeyðimörkina því „þar sé nóg plass fyrir flóttamannabúðir og tjaldborg“. Þeir eru ekki tilbúnir að gefa loforð um að íbúarnir geti snúið aftur. Á Vesturbakkanum gera ísraelskir landtökumenn og herinn sífellt fleiri árásir á Palestínumenn og markmiðið er augljóslega að hrekja þá líka í burtu frá hernumdu svæðunum. Öll helstu sjúkrahúsin á Gazaströndinni eru í Gazaborg og hjálparsamtök sem taka þátt í að reka þau hafa lýst því yfir að ef ekki komi eldsneyti fyrir rafalana þar innan eins til tveggja sólarhringa, matur, vatn og lyf, muni mörg þúsund manns deyja. Ísrael hefur að hluta til opnað fyrir vatn í suðurhluta Gazastrandarinnar, þó sú staðreynd að þar er ekkert rafmagn til að knýja vatnspumpur valdi því að aðgangur almennings að vatni er mjög takmarkaður. Þar er engin aðstaða er til að taka á móti þeim hundruðum þúsunda flóttamanna sem þangað eru komnir, enginn matur, ekkert húsnæði fyrir allan þennan fjölda, svo mjög margir eru bókstaflega á götunni og verða að sofa þar. Ísraelar neita að hleypa vörubílum sem standa í löngum röðum við landamærin inn á Gaza með mat, vatn, tjöld, lyf og aðrar nauðþurftir. Gamli síonistadraumurinn um að gyðingar ráði einir yfir landinu helga eins og því er lýst í Gamla testamentinu og þeir telja sig eiga rétt á vegna þess að Guð hafi gefið þeim það, virðist innan seilingar. Til að það takist er nauðsynlegt að hrekja Palestínumenn á brott og ef nauðsyn krefur, drepa þá. Hamassamtökin frömdu ófyrirgefanlegt ódæði - það er ekki spurning - og ættu að sleppa öllum gíslum sínum lausum þegar í stað. Og auðvitað vissu foringjar Hamas hvað þeir væru að kalla yfir sig og palestínsku þjóðina - þó viðbrögðin séu hugsanlega heiftarlegri en þeir gerðu ráð fyrir. Hamas hefur undirbúið þetta stríð lengi og stjórnendurnir eru sannfærðir um að hermenn þeirra geti sigrað ísrelska herinn í götubardögum eða í það minnsta sýnt umheiminum og arabaríkjunum fram á hverskonar skepnur Ísraelar eru með því að víla ekki fyrir sér að drepa óbreytta borgara í tugþúsunda tali, þar sem mikill meirihluti eru börn og konur. Margir fullyrða að þetta sé úthugsuð gildra sem að Ísraelar séu að ganga í með því að ráðast inní Gazaborg, í stríð sem þeir séu dæmdir til að tapa, hvernig sem bardagarnir enda. Og ég held það sé heilmikið til í því. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar