Fólk með ADHD í lausu lofti Sigrún Heimisdóttir skrifar 16. október 2023 08:31 Sálfræðingar, geðlæknar og heimilislæknar hafa lengi átt góða samvinnu við greiningu á ADHD og leggja sig fram ásamt fleiri fagstéttum um að sinna mikilvægri meðferð. Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna innan Heilsugæslunnar telur sér ekki lengur fært að taka við greinargerðum sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna. Ein af ástæðum þess er að erfitt er fyrir teymið að meta hvort klínískum leiðbeiningum við greiningar sé fylgt nægjanlega vel og aukin eftirspurn. Þar reisir opinber heilbrigðisþjónusta veggi og fagfólk þar virðist vera að kikna undan álagi og hlutverki sínu. Afleiðingin er að þeir einstaklingar sem eiga erfitt með daglegt líf vegna ADHD einkenna eru í lausu lofti! Sálfræðingar vinna flókna greiningarvinnu sem felur í sér mat á mögulegum einkennum ADHD eða því hvort annar vandi skýri frekar vandann. Greina hvað hamlar, setja niðurstöður fram í skýrslu ásamt meðferðaráætlun og veita í framhaldi viðeigandi viðtalsmeðferð. Fjöldi fólks bíður eftir að komast í slíka þjónustu, - fá hlustun, mat á vanda og plan. Einstaklingur á fullorðinsaldri sem fer í gegnum slíkt ferli þarf að leggja á sig heilmikla sjálfsskoðun og fæstir fara í þá vinnu að ástæðulausu. Uppskeran er oft ríkuleg, aukin sjálfsþekking og sjálfstraust sem og eru meiri líkur á að gagnlegar leiðir til sjálfshjálpar séu nýttar. Geðlæknar sinna einnig greiningum á ADHD, oft í samvinnu við sálfræðinga. Þeir veita meðferð í formi lyfja og biðlistar til þeirra eru enn lengri en til sálfræðinga. Lyfjanotkun hefur aukist og lyfin eru uppseld! Samkvæmt lyfjaútskriftum virðast fleiri vera að greinast en áður. Sálfræðingar sinna ekki lyfjameðferð og sálfræðimeðferð er ekki enn niðurgreidd þrátt fyrir að klínískar leiðbeiningar Landlæknisembættis mæli með þeirri meðferð. Klínískum leiðbeiningum um meðferð fólks með ADHD er ekki fylgt nema að huta til hérlendis. Fólk hefur ekki tök á niðurgreiðslu á viðtalsmeðferð s.s. Hugrænni atferlismeðferð, hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum og aðgengi í opinberu heilbrigðiskerfi er takmarkaður fyrir þennan hóp. Í umræddum leiðbeiningum kemur fram: „Mikilvægt er að meðferðaráætlun við ADHD sé heildræn, þar sem einnig er tekið á sálrænum þáttum auk atferlistruflana og áhrifa á nám og störf. Þeir sem greinast með ADHD eiga að fá fræðslu og ráðgjöf um ADHD, áhrif einkenna á færni í daglegu lífi og samskipti við aðra. Hefja má lyfjameðferð ef ADHD einkenni eru enn hamlandi eftir að daglegt líf og umhverfi hefur verið aðlagað eins og við á“. „Hugræna atferlismeðferð með áherslu á ADHD (t.d. í hóp) ætti að bjóða öllum, sem val við lyfjameðferð eða samhliða lyfjameðferð“ Rannsóknir sýna að ADHD er arfgengt, getur verið samhliða öðrum vanda og fylgiraskanir s.s. tilfinningavandi koma fram hjá stórum hópi. Sálfræðimeðferð kemur þar einnig að gagni. Margir með ADHD búa yfir styrkleikum og sjálfsbjargarviðleitni til að fást við daglegt líf þrátt fyrir einkennin. Flestir vilja leggja sig fram til sjálfshjálpar, en þegar það er of erfitt og daglegt líf gengur ekki upp er þörf á aðkomu fagaðila. Úrræðaleysi og útilokun frá heilbrigðisþjónustu getur haft alvarleg áhrif á einstaklinginn sem er leitandi að svörum og viðeigandi meðferð, valdið ótta, örvæntingu, reiði, örmögnun og ýtt undir fordóma. Aukin hætta er á að annar vandi aukist og afleiðingar geta verið víðtækar. Samtal, greining, áætlun og meðferð er kjarnin í starfi sálfræðinga. Lausnaleit sem við getum hæglega beitt í þessu samhengi! Að reisa veggi og útiloka ákveðna sjúklingahópa frá greiningu og meðferð, er ekki heillavænlegt og samræmist ekki klínískum leiðbeiningum eða fagmennsku. Okkar ábyrgð sem fagaðila er að vanda okkur, vinna af fagmennsku og fylgja fyrirmælum um verklag. Hlusta, meðtaka og sýna því virðingu og skilning sem við heyrum hjá skjólstæðingum okkar. Það er fjöldi fólks með hamlandi vanda að leita svara og fjöldi fagfólks að reyna sitt besta en skerðing og skortur á þjónustu á einum stað ýtir undir álag á öðrum stað. Skoða þarf málið í stærra samhengi og fara í einu og öllu eftir klínskum leiðbeiningum. Mikilvægt er að við hlustum á fólk, vinnum áfram saman og að stjórnvöld skoði raunverulegar lausnir á vandanum! Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og framkvæmdastjóri. Sinnir greiningum og meðferð í þverfaglegu teymi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sálfræðingar, geðlæknar og heimilislæknar hafa lengi átt góða samvinnu við greiningu á ADHD og leggja sig fram ásamt fleiri fagstéttum um að sinna mikilvægri meðferð. Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna innan Heilsugæslunnar telur sér ekki lengur fært að taka við greinargerðum sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna. Ein af ástæðum þess er að erfitt er fyrir teymið að meta hvort klínískum leiðbeiningum við greiningar sé fylgt nægjanlega vel og aukin eftirspurn. Þar reisir opinber heilbrigðisþjónusta veggi og fagfólk þar virðist vera að kikna undan álagi og hlutverki sínu. Afleiðingin er að þeir einstaklingar sem eiga erfitt með daglegt líf vegna ADHD einkenna eru í lausu lofti! Sálfræðingar vinna flókna greiningarvinnu sem felur í sér mat á mögulegum einkennum ADHD eða því hvort annar vandi skýri frekar vandann. Greina hvað hamlar, setja niðurstöður fram í skýrslu ásamt meðferðaráætlun og veita í framhaldi viðeigandi viðtalsmeðferð. Fjöldi fólks bíður eftir að komast í slíka þjónustu, - fá hlustun, mat á vanda og plan. Einstaklingur á fullorðinsaldri sem fer í gegnum slíkt ferli þarf að leggja á sig heilmikla sjálfsskoðun og fæstir fara í þá vinnu að ástæðulausu. Uppskeran er oft ríkuleg, aukin sjálfsþekking og sjálfstraust sem og eru meiri líkur á að gagnlegar leiðir til sjálfshjálpar séu nýttar. Geðlæknar sinna einnig greiningum á ADHD, oft í samvinnu við sálfræðinga. Þeir veita meðferð í formi lyfja og biðlistar til þeirra eru enn lengri en til sálfræðinga. Lyfjanotkun hefur aukist og lyfin eru uppseld! Samkvæmt lyfjaútskriftum virðast fleiri vera að greinast en áður. Sálfræðingar sinna ekki lyfjameðferð og sálfræðimeðferð er ekki enn niðurgreidd þrátt fyrir að klínískar leiðbeiningar Landlæknisembættis mæli með þeirri meðferð. Klínískum leiðbeiningum um meðferð fólks með ADHD er ekki fylgt nema að huta til hérlendis. Fólk hefur ekki tök á niðurgreiðslu á viðtalsmeðferð s.s. Hugrænni atferlismeðferð, hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum og aðgengi í opinberu heilbrigðiskerfi er takmarkaður fyrir þennan hóp. Í umræddum leiðbeiningum kemur fram: „Mikilvægt er að meðferðaráætlun við ADHD sé heildræn, þar sem einnig er tekið á sálrænum þáttum auk atferlistruflana og áhrifa á nám og störf. Þeir sem greinast með ADHD eiga að fá fræðslu og ráðgjöf um ADHD, áhrif einkenna á færni í daglegu lífi og samskipti við aðra. Hefja má lyfjameðferð ef ADHD einkenni eru enn hamlandi eftir að daglegt líf og umhverfi hefur verið aðlagað eins og við á“. „Hugræna atferlismeðferð með áherslu á ADHD (t.d. í hóp) ætti að bjóða öllum, sem val við lyfjameðferð eða samhliða lyfjameðferð“ Rannsóknir sýna að ADHD er arfgengt, getur verið samhliða öðrum vanda og fylgiraskanir s.s. tilfinningavandi koma fram hjá stórum hópi. Sálfræðimeðferð kemur þar einnig að gagni. Margir með ADHD búa yfir styrkleikum og sjálfsbjargarviðleitni til að fást við daglegt líf þrátt fyrir einkennin. Flestir vilja leggja sig fram til sjálfshjálpar, en þegar það er of erfitt og daglegt líf gengur ekki upp er þörf á aðkomu fagaðila. Úrræðaleysi og útilokun frá heilbrigðisþjónustu getur haft alvarleg áhrif á einstaklinginn sem er leitandi að svörum og viðeigandi meðferð, valdið ótta, örvæntingu, reiði, örmögnun og ýtt undir fordóma. Aukin hætta er á að annar vandi aukist og afleiðingar geta verið víðtækar. Samtal, greining, áætlun og meðferð er kjarnin í starfi sálfræðinga. Lausnaleit sem við getum hæglega beitt í þessu samhengi! Að reisa veggi og útiloka ákveðna sjúklingahópa frá greiningu og meðferð, er ekki heillavænlegt og samræmist ekki klínískum leiðbeiningum eða fagmennsku. Okkar ábyrgð sem fagaðila er að vanda okkur, vinna af fagmennsku og fylgja fyrirmælum um verklag. Hlusta, meðtaka og sýna því virðingu og skilning sem við heyrum hjá skjólstæðingum okkar. Það er fjöldi fólks með hamlandi vanda að leita svara og fjöldi fagfólks að reyna sitt besta en skerðing og skortur á þjónustu á einum stað ýtir undir álag á öðrum stað. Skoða þarf málið í stærra samhengi og fara í einu og öllu eftir klínskum leiðbeiningum. Mikilvægt er að við hlustum á fólk, vinnum áfram saman og að stjórnvöld skoði raunverulegar lausnir á vandanum! Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og framkvæmdastjóri. Sinnir greiningum og meðferð í þverfaglegu teymi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar