Fótbolti

Ratcliffe nálgast kaup á fjórðung í Man.Utd

Hjörvar Ólafsson skrifar
Sir Jim Ratcliffe ætlar að auka völd sín í Manchester United hægt og bítandi. 
Sir Jim Ratcliffe ætlar að auka völd sín í Manchester United hægt og bítandi.  Vísir/Getty

Sir Jim Ratcliffe er að nálgast samkomulag við Glazer-fjölskylduna um kaup á fjórðungshlut í enska fótboltafélaginu Manchester United.

Eins og greint var frá á Vísi fyrr í kvöld hafa samningaviðræður Glazer-fjölskyldunnar við katarska fjárfestinn Sheikh Jassim bin Hamad al Thani strandað og runnið út í sandinn.

Talið er að Sheikh Jassim hafi verið sá eini sem bauð í öll hlutabréf í félaginu en fimm milljarða punda boði hans var hafnað.  

Glazer-fjölskyldan, sem hefur átt meirihluta í Manchester United árið 2005, taldi það ekki nógu hátt og hafnaði því af þeim sökum.

 

Ratcliffe sem kveðst hafa stutt Manchester United frá barnæsku er því einn eftir í baráttunni um kaup á hlutum í félaginu. 

Samkvæmt því sem fram kemur í enskum fjölmiðlum hyggst Ratcliffe auka hlut sinn í Manchester United og þar af leiðandi vægi í félaginu næstu mánuðina. Þá fer Ratcliffe fram á að taka þátt í fótboltalegum ákvörðunum félagsins um leið og kaupin á fjórðungslutnum ganga í gegn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×