Dagurinn í myndum: Syrgjandi ættingjar og börn í húsarústum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2023 17:05 Maður heldur utan um lík ástvinar síns og grætur. Myndin var tekin rétt áður en útför nokkurra, sem voru drepnir í loftárásum á Gasaströndina í dag, fór fram. Getty/Abed Zagout Mikið hefur gengið á í Ísrael og Palestínu í dag. Átökin hafa haldið áfram og magnast með hverjum deginum. Ísraelsmenn hafa haldið úti loftárásum á Gasaströndina í allan dag og Hamas svarað í sömu mynt. Fjöldi fólks hefur verið drepinn í dag. Hér er dagurinn í myndum. Rétt er að vara við myndum sem birtast hér að neðan. Ísraelskur hermaður heldur um nef sitt á meðan hann gengur fram hjá líkum Hamas-liða og ísraelskra fórnarlamba þeirra.Getty/Alexi J. Rosenfeld Maður færir lík palestínsks barns inn í líkhúsið á Al-Shifa sjúkrahúsinu á Gasaströndinni.Getty/Ahmad Hasaballah Eldur og reykur á Gasaströndinni snemma í morgun.Getty/Ahmed Zakot Palestínumenn bera lík úr húsarústum í Jebiliya búðunum á Gasa.AP Photo/Ramez Mahmoud Ísraelskir hermenn bera lík manns sem var drepinn af Hamas-liðum í Kfar Azza á laugardag. AP Photo/Ohad Zwigenberg Blóð og göt eftir byssukúlur í útidyrahurð í Kfar Azza.Getty/Alexi J. Rosenfeld Maður heldur á hvítvoðungi og gengur í gegnum húsarústir á Gasaströndinni. Getty/Ashraf Amra Palestínskar konur syrgja ættingja sína sem fórust í loftárásum í morgun. AP Photo/Fatima Shbair Palestínumenn skoða húsarústir. AP Photo/Fatima Shbair Reykur rís upp eftir loftárás Ísraelsmanna á landamæarin milli Egyptalands og Gasastrandarinnar. AP Photo/Hatem Ali Vígamenn Hezbollah í Líbanon halda á fánum og kalla einkunnarorð við útför félaga sinna. Hezbollah hefur blandað sér inn í stríðið með því að skjóta eldflaugum á Ísrael úr norðri. AP Photo/Hussein Malla Ættingi Amirs Ganan heldur á líki hans við útförina. AP Photo/Hatem Ali Ættingjar Amirs Ganan biðja við lík hans. Amir var drepinn í loftárás Ísraelsmanna á Khan Younis á Gasaströndinni. AP Photo/Hatem Ali Loftmynd sem sýnir eyðilegginguna á Gasa. AP Photo/Hatem Moussa Menn syrgja ísraelska hermanninn Benjamin Loeb í Jerúsalem. Loeb var drepinn í árásum Hamas á laugardag. AP Photo/Francisco Seco Eldflaugum skotið frá Gasaströndinni í átt að Ísrael. AP Photo/Hatem Moussa Ísraelskir hermenn skoða hús í kibbutz Kfar Azza. AP Photo/Ohad Zwigenberg Íbúar í Khan Yunis, borgar á suðurhluta Gasastrandarinnar, fylla á vatnsbrúsa í vatnsbrunni Sameinuðu þjóðanna í borginni. Ísraelsmenn hafa séð íbúum Gasa fyrir vatni. Meira en 97 prósent allra vatnsbrunna á Gasaströndinni uppfylla ekki skilyrði um drykkjarhæfni fyrir mannfólk. Það má að miklu rekja til endalausra loftárása á svæðið. Þá hafa Ísraelar í árásum sínum beint spjótum að brunnum og vatnsuppsprettum.Getty/Abed Rahim Khatib Fiskveiðibátar við Gasaströndina standa í ljósum logum eftir loftárásir Ísraelsmanna.AP Photo/Adel Hana Líbönsk kona hreinsar upp brak í eyðilögðu húsi sínu, sem varð fyrir flugskeyti Ísraelsmanna. Landamærabærinn Dahaira er einn þeirra sem varð fyrir árás Ísraelsmanna í átökum þeirra og samtakanna Hezbollah.AP Photo/Hussein Malla Ísraelskir hermenn hvíla sig í kibbutz Kfar Azza. AP Photo/Ohad Zwigenberg Flugskeytum skotið frá Gasaströndinni í átt til Ísrael.Getty/Majdi Fathi Stuðningsmenn Hezbollah bera líkkistur tveggja vígamanna samtakanna sem voru drepnir í loftárásum Ísraelsmanna í gær. Hezbollah og Ísrael hafa skipst á skotum síðan á sunnudag. Þrír Hezbollah-liðar voru drepnir í landamærabæjum í gær.AP Photo/Hussein Malla Kona leiðir þrjár ungar stúlkur á öruggara svæði á Gazaströndinni. Sjá má ummerki loftárása Ísraelsmanna allt um kring.Getty/Ashraf Amra Blaðamenn safnast saman við lík palestínsku blaðamannanna Mohammed Soboh og Said al-Tawil sem fórust í loftárás Ísraelsmanna á Gasa í dag.AP Photo/Fatima Shbair Ættingjar palestínskai blaðamannsins Muhammad Sobh gráta við lík hans. Hann var drepinn ásamt blaðamanninum Saeed Al-Taweel í loftárásum Ísraelsmanna á Gasaströndina þegar þeir voru við störf. Getty/Ahmad Hasaballah Stuðningsmenn samtakanna Pasban-e-Hurriyat Jammu & Kashmir í Pakistan, sem vilja sjálfstætt Kashmir, marsera til stuðnings Palestínumönnum.AP Photo/M.D. Mughal Stuðningsfundur í Bellevue Washington í Bandaríkjunum. Fólk veifar Ísraelska fánanum. AP Photo/Lindsey Wasson Lík Hamasliða í Kibbutz Kfar Azza. Margir Ísraelsmenn búsettir í bænum voru drepnir eða teknir föngnum af Hamas. AP Photo/Erik Marmor Ísraelskur hermaður heldur á hundi í kibbutz Kfar Azza, sem Ísraelsmenn náður aftur á sitt vald í dag. AP Photo/Erik Marmor Lík Hamasliða í vegkannti nærri Re'im.LOS ANGELES TIMES/MARCUS YAM Lík Hamas-liða inni á heimili í Kibbutz Kfar Azza. Hamas-liðar réðust inn í bæinn, sem er minna en hálfum kílómeter frá landamærum Gasa, á laugardag. Þeir drápu fjölda íbúa á hrottafenginn hátt. Blaðamenn sem voru í Kfar Azza í dag lýstu því að hafa séð afhoggin höfuð hvítvoðunga og lík konu, sem búið var að skera fóstur úr. Naflastrengurinn var enn áfastur við fóstrið. AP Photo/Ohad Zwigenberg Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Hér er dagurinn í myndum. Rétt er að vara við myndum sem birtast hér að neðan. Ísraelskur hermaður heldur um nef sitt á meðan hann gengur fram hjá líkum Hamas-liða og ísraelskra fórnarlamba þeirra.Getty/Alexi J. Rosenfeld Maður færir lík palestínsks barns inn í líkhúsið á Al-Shifa sjúkrahúsinu á Gasaströndinni.Getty/Ahmad Hasaballah Eldur og reykur á Gasaströndinni snemma í morgun.Getty/Ahmed Zakot Palestínumenn bera lík úr húsarústum í Jebiliya búðunum á Gasa.AP Photo/Ramez Mahmoud Ísraelskir hermenn bera lík manns sem var drepinn af Hamas-liðum í Kfar Azza á laugardag. AP Photo/Ohad Zwigenberg Blóð og göt eftir byssukúlur í útidyrahurð í Kfar Azza.Getty/Alexi J. Rosenfeld Maður heldur á hvítvoðungi og gengur í gegnum húsarústir á Gasaströndinni. Getty/Ashraf Amra Palestínskar konur syrgja ættingja sína sem fórust í loftárásum í morgun. AP Photo/Fatima Shbair Palestínumenn skoða húsarústir. AP Photo/Fatima Shbair Reykur rís upp eftir loftárás Ísraelsmanna á landamæarin milli Egyptalands og Gasastrandarinnar. AP Photo/Hatem Ali Vígamenn Hezbollah í Líbanon halda á fánum og kalla einkunnarorð við útför félaga sinna. Hezbollah hefur blandað sér inn í stríðið með því að skjóta eldflaugum á Ísrael úr norðri. AP Photo/Hussein Malla Ættingi Amirs Ganan heldur á líki hans við útförina. AP Photo/Hatem Ali Ættingjar Amirs Ganan biðja við lík hans. Amir var drepinn í loftárás Ísraelsmanna á Khan Younis á Gasaströndinni. AP Photo/Hatem Ali Loftmynd sem sýnir eyðilegginguna á Gasa. AP Photo/Hatem Moussa Menn syrgja ísraelska hermanninn Benjamin Loeb í Jerúsalem. Loeb var drepinn í árásum Hamas á laugardag. AP Photo/Francisco Seco Eldflaugum skotið frá Gasaströndinni í átt að Ísrael. AP Photo/Hatem Moussa Ísraelskir hermenn skoða hús í kibbutz Kfar Azza. AP Photo/Ohad Zwigenberg Íbúar í Khan Yunis, borgar á suðurhluta Gasastrandarinnar, fylla á vatnsbrúsa í vatnsbrunni Sameinuðu þjóðanna í borginni. Ísraelsmenn hafa séð íbúum Gasa fyrir vatni. Meira en 97 prósent allra vatnsbrunna á Gasaströndinni uppfylla ekki skilyrði um drykkjarhæfni fyrir mannfólk. Það má að miklu rekja til endalausra loftárása á svæðið. Þá hafa Ísraelar í árásum sínum beint spjótum að brunnum og vatnsuppsprettum.Getty/Abed Rahim Khatib Fiskveiðibátar við Gasaströndina standa í ljósum logum eftir loftárásir Ísraelsmanna.AP Photo/Adel Hana Líbönsk kona hreinsar upp brak í eyðilögðu húsi sínu, sem varð fyrir flugskeyti Ísraelsmanna. Landamærabærinn Dahaira er einn þeirra sem varð fyrir árás Ísraelsmanna í átökum þeirra og samtakanna Hezbollah.AP Photo/Hussein Malla Ísraelskir hermenn hvíla sig í kibbutz Kfar Azza. AP Photo/Ohad Zwigenberg Flugskeytum skotið frá Gasaströndinni í átt til Ísrael.Getty/Majdi Fathi Stuðningsmenn Hezbollah bera líkkistur tveggja vígamanna samtakanna sem voru drepnir í loftárásum Ísraelsmanna í gær. Hezbollah og Ísrael hafa skipst á skotum síðan á sunnudag. Þrír Hezbollah-liðar voru drepnir í landamærabæjum í gær.AP Photo/Hussein Malla Kona leiðir þrjár ungar stúlkur á öruggara svæði á Gazaströndinni. Sjá má ummerki loftárása Ísraelsmanna allt um kring.Getty/Ashraf Amra Blaðamenn safnast saman við lík palestínsku blaðamannanna Mohammed Soboh og Said al-Tawil sem fórust í loftárás Ísraelsmanna á Gasa í dag.AP Photo/Fatima Shbair Ættingjar palestínskai blaðamannsins Muhammad Sobh gráta við lík hans. Hann var drepinn ásamt blaðamanninum Saeed Al-Taweel í loftárásum Ísraelsmanna á Gasaströndina þegar þeir voru við störf. Getty/Ahmad Hasaballah Stuðningsmenn samtakanna Pasban-e-Hurriyat Jammu & Kashmir í Pakistan, sem vilja sjálfstætt Kashmir, marsera til stuðnings Palestínumönnum.AP Photo/M.D. Mughal Stuðningsfundur í Bellevue Washington í Bandaríkjunum. Fólk veifar Ísraelska fánanum. AP Photo/Lindsey Wasson Lík Hamasliða í Kibbutz Kfar Azza. Margir Ísraelsmenn búsettir í bænum voru drepnir eða teknir föngnum af Hamas. AP Photo/Erik Marmor Ísraelskur hermaður heldur á hundi í kibbutz Kfar Azza, sem Ísraelsmenn náður aftur á sitt vald í dag. AP Photo/Erik Marmor Lík Hamasliða í vegkannti nærri Re'im.LOS ANGELES TIMES/MARCUS YAM Lík Hamas-liða inni á heimili í Kibbutz Kfar Azza. Hamas-liðar réðust inn í bæinn, sem er minna en hálfum kílómeter frá landamærum Gasa, á laugardag. Þeir drápu fjölda íbúa á hrottafenginn hátt. Blaðamenn sem voru í Kfar Azza í dag lýstu því að hafa séð afhoggin höfuð hvítvoðunga og lík konu, sem búið var að skera fóstur úr. Naflastrengurinn var enn áfastur við fóstrið. AP Photo/Ohad Zwigenberg
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira