Dagurinn í myndum: Syrgjandi ættingjar og börn í húsarústum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2023 17:05 Maður heldur utan um lík ástvinar síns og grætur. Myndin var tekin rétt áður en útför nokkurra, sem voru drepnir í loftárásum á Gasaströndina í dag, fór fram. Getty/Abed Zagout Mikið hefur gengið á í Ísrael og Palestínu í dag. Átökin hafa haldið áfram og magnast með hverjum deginum. Ísraelsmenn hafa haldið úti loftárásum á Gasaströndina í allan dag og Hamas svarað í sömu mynt. Fjöldi fólks hefur verið drepinn í dag. Hér er dagurinn í myndum. Rétt er að vara við myndum sem birtast hér að neðan. Ísraelskur hermaður heldur um nef sitt á meðan hann gengur fram hjá líkum Hamas-liða og ísraelskra fórnarlamba þeirra.Getty/Alexi J. Rosenfeld Maður færir lík palestínsks barns inn í líkhúsið á Al-Shifa sjúkrahúsinu á Gasaströndinni.Getty/Ahmad Hasaballah Eldur og reykur á Gasaströndinni snemma í morgun.Getty/Ahmed Zakot Palestínumenn bera lík úr húsarústum í Jebiliya búðunum á Gasa.AP Photo/Ramez Mahmoud Ísraelskir hermenn bera lík manns sem var drepinn af Hamas-liðum í Kfar Azza á laugardag. AP Photo/Ohad Zwigenberg Blóð og göt eftir byssukúlur í útidyrahurð í Kfar Azza.Getty/Alexi J. Rosenfeld Maður heldur á hvítvoðungi og gengur í gegnum húsarústir á Gasaströndinni. Getty/Ashraf Amra Palestínskar konur syrgja ættingja sína sem fórust í loftárásum í morgun. AP Photo/Fatima Shbair Palestínumenn skoða húsarústir. AP Photo/Fatima Shbair Reykur rís upp eftir loftárás Ísraelsmanna á landamæarin milli Egyptalands og Gasastrandarinnar. AP Photo/Hatem Ali Vígamenn Hezbollah í Líbanon halda á fánum og kalla einkunnarorð við útför félaga sinna. Hezbollah hefur blandað sér inn í stríðið með því að skjóta eldflaugum á Ísrael úr norðri. AP Photo/Hussein Malla Ættingi Amirs Ganan heldur á líki hans við útförina. AP Photo/Hatem Ali Ættingjar Amirs Ganan biðja við lík hans. Amir var drepinn í loftárás Ísraelsmanna á Khan Younis á Gasaströndinni. AP Photo/Hatem Ali Loftmynd sem sýnir eyðilegginguna á Gasa. AP Photo/Hatem Moussa Menn syrgja ísraelska hermanninn Benjamin Loeb í Jerúsalem. Loeb var drepinn í árásum Hamas á laugardag. AP Photo/Francisco Seco Eldflaugum skotið frá Gasaströndinni í átt að Ísrael. AP Photo/Hatem Moussa Ísraelskir hermenn skoða hús í kibbutz Kfar Azza. AP Photo/Ohad Zwigenberg Íbúar í Khan Yunis, borgar á suðurhluta Gasastrandarinnar, fylla á vatnsbrúsa í vatnsbrunni Sameinuðu þjóðanna í borginni. Ísraelsmenn hafa séð íbúum Gasa fyrir vatni. Meira en 97 prósent allra vatnsbrunna á Gasaströndinni uppfylla ekki skilyrði um drykkjarhæfni fyrir mannfólk. Það má að miklu rekja til endalausra loftárása á svæðið. Þá hafa Ísraelar í árásum sínum beint spjótum að brunnum og vatnsuppsprettum.Getty/Abed Rahim Khatib Fiskveiðibátar við Gasaströndina standa í ljósum logum eftir loftárásir Ísraelsmanna.AP Photo/Adel Hana Líbönsk kona hreinsar upp brak í eyðilögðu húsi sínu, sem varð fyrir flugskeyti Ísraelsmanna. Landamærabærinn Dahaira er einn þeirra sem varð fyrir árás Ísraelsmanna í átökum þeirra og samtakanna Hezbollah.AP Photo/Hussein Malla Ísraelskir hermenn hvíla sig í kibbutz Kfar Azza. AP Photo/Ohad Zwigenberg Flugskeytum skotið frá Gasaströndinni í átt til Ísrael.Getty/Majdi Fathi Stuðningsmenn Hezbollah bera líkkistur tveggja vígamanna samtakanna sem voru drepnir í loftárásum Ísraelsmanna í gær. Hezbollah og Ísrael hafa skipst á skotum síðan á sunnudag. Þrír Hezbollah-liðar voru drepnir í landamærabæjum í gær.AP Photo/Hussein Malla Kona leiðir þrjár ungar stúlkur á öruggara svæði á Gazaströndinni. Sjá má ummerki loftárása Ísraelsmanna allt um kring.Getty/Ashraf Amra Blaðamenn safnast saman við lík palestínsku blaðamannanna Mohammed Soboh og Said al-Tawil sem fórust í loftárás Ísraelsmanna á Gasa í dag.AP Photo/Fatima Shbair Ættingjar palestínskai blaðamannsins Muhammad Sobh gráta við lík hans. Hann var drepinn ásamt blaðamanninum Saeed Al-Taweel í loftárásum Ísraelsmanna á Gasaströndina þegar þeir voru við störf. Getty/Ahmad Hasaballah Stuðningsmenn samtakanna Pasban-e-Hurriyat Jammu & Kashmir í Pakistan, sem vilja sjálfstætt Kashmir, marsera til stuðnings Palestínumönnum.AP Photo/M.D. Mughal Stuðningsfundur í Bellevue Washington í Bandaríkjunum. Fólk veifar Ísraelska fánanum. AP Photo/Lindsey Wasson Lík Hamasliða í Kibbutz Kfar Azza. Margir Ísraelsmenn búsettir í bænum voru drepnir eða teknir föngnum af Hamas. AP Photo/Erik Marmor Ísraelskur hermaður heldur á hundi í kibbutz Kfar Azza, sem Ísraelsmenn náður aftur á sitt vald í dag. AP Photo/Erik Marmor Lík Hamasliða í vegkannti nærri Re'im.LOS ANGELES TIMES/MARCUS YAM Lík Hamas-liða inni á heimili í Kibbutz Kfar Azza. Hamas-liðar réðust inn í bæinn, sem er minna en hálfum kílómeter frá landamærum Gasa, á laugardag. Þeir drápu fjölda íbúa á hrottafenginn hátt. Blaðamenn sem voru í Kfar Azza í dag lýstu því að hafa séð afhoggin höfuð hvítvoðunga og lík konu, sem búið var að skera fóstur úr. Naflastrengurinn var enn áfastur við fóstrið. AP Photo/Ohad Zwigenberg Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Hér er dagurinn í myndum. Rétt er að vara við myndum sem birtast hér að neðan. Ísraelskur hermaður heldur um nef sitt á meðan hann gengur fram hjá líkum Hamas-liða og ísraelskra fórnarlamba þeirra.Getty/Alexi J. Rosenfeld Maður færir lík palestínsks barns inn í líkhúsið á Al-Shifa sjúkrahúsinu á Gasaströndinni.Getty/Ahmad Hasaballah Eldur og reykur á Gasaströndinni snemma í morgun.Getty/Ahmed Zakot Palestínumenn bera lík úr húsarústum í Jebiliya búðunum á Gasa.AP Photo/Ramez Mahmoud Ísraelskir hermenn bera lík manns sem var drepinn af Hamas-liðum í Kfar Azza á laugardag. AP Photo/Ohad Zwigenberg Blóð og göt eftir byssukúlur í útidyrahurð í Kfar Azza.Getty/Alexi J. Rosenfeld Maður heldur á hvítvoðungi og gengur í gegnum húsarústir á Gasaströndinni. Getty/Ashraf Amra Palestínskar konur syrgja ættingja sína sem fórust í loftárásum í morgun. AP Photo/Fatima Shbair Palestínumenn skoða húsarústir. AP Photo/Fatima Shbair Reykur rís upp eftir loftárás Ísraelsmanna á landamæarin milli Egyptalands og Gasastrandarinnar. AP Photo/Hatem Ali Vígamenn Hezbollah í Líbanon halda á fánum og kalla einkunnarorð við útför félaga sinna. Hezbollah hefur blandað sér inn í stríðið með því að skjóta eldflaugum á Ísrael úr norðri. AP Photo/Hussein Malla Ættingi Amirs Ganan heldur á líki hans við útförina. AP Photo/Hatem Ali Ættingjar Amirs Ganan biðja við lík hans. Amir var drepinn í loftárás Ísraelsmanna á Khan Younis á Gasaströndinni. AP Photo/Hatem Ali Loftmynd sem sýnir eyðilegginguna á Gasa. AP Photo/Hatem Moussa Menn syrgja ísraelska hermanninn Benjamin Loeb í Jerúsalem. Loeb var drepinn í árásum Hamas á laugardag. AP Photo/Francisco Seco Eldflaugum skotið frá Gasaströndinni í átt að Ísrael. AP Photo/Hatem Moussa Ísraelskir hermenn skoða hús í kibbutz Kfar Azza. AP Photo/Ohad Zwigenberg Íbúar í Khan Yunis, borgar á suðurhluta Gasastrandarinnar, fylla á vatnsbrúsa í vatnsbrunni Sameinuðu þjóðanna í borginni. Ísraelsmenn hafa séð íbúum Gasa fyrir vatni. Meira en 97 prósent allra vatnsbrunna á Gasaströndinni uppfylla ekki skilyrði um drykkjarhæfni fyrir mannfólk. Það má að miklu rekja til endalausra loftárása á svæðið. Þá hafa Ísraelar í árásum sínum beint spjótum að brunnum og vatnsuppsprettum.Getty/Abed Rahim Khatib Fiskveiðibátar við Gasaströndina standa í ljósum logum eftir loftárásir Ísraelsmanna.AP Photo/Adel Hana Líbönsk kona hreinsar upp brak í eyðilögðu húsi sínu, sem varð fyrir flugskeyti Ísraelsmanna. Landamærabærinn Dahaira er einn þeirra sem varð fyrir árás Ísraelsmanna í átökum þeirra og samtakanna Hezbollah.AP Photo/Hussein Malla Ísraelskir hermenn hvíla sig í kibbutz Kfar Azza. AP Photo/Ohad Zwigenberg Flugskeytum skotið frá Gasaströndinni í átt til Ísrael.Getty/Majdi Fathi Stuðningsmenn Hezbollah bera líkkistur tveggja vígamanna samtakanna sem voru drepnir í loftárásum Ísraelsmanna í gær. Hezbollah og Ísrael hafa skipst á skotum síðan á sunnudag. Þrír Hezbollah-liðar voru drepnir í landamærabæjum í gær.AP Photo/Hussein Malla Kona leiðir þrjár ungar stúlkur á öruggara svæði á Gazaströndinni. Sjá má ummerki loftárása Ísraelsmanna allt um kring.Getty/Ashraf Amra Blaðamenn safnast saman við lík palestínsku blaðamannanna Mohammed Soboh og Said al-Tawil sem fórust í loftárás Ísraelsmanna á Gasa í dag.AP Photo/Fatima Shbair Ættingjar palestínskai blaðamannsins Muhammad Sobh gráta við lík hans. Hann var drepinn ásamt blaðamanninum Saeed Al-Taweel í loftárásum Ísraelsmanna á Gasaströndina þegar þeir voru við störf. Getty/Ahmad Hasaballah Stuðningsmenn samtakanna Pasban-e-Hurriyat Jammu & Kashmir í Pakistan, sem vilja sjálfstætt Kashmir, marsera til stuðnings Palestínumönnum.AP Photo/M.D. Mughal Stuðningsfundur í Bellevue Washington í Bandaríkjunum. Fólk veifar Ísraelska fánanum. AP Photo/Lindsey Wasson Lík Hamasliða í Kibbutz Kfar Azza. Margir Ísraelsmenn búsettir í bænum voru drepnir eða teknir föngnum af Hamas. AP Photo/Erik Marmor Ísraelskur hermaður heldur á hundi í kibbutz Kfar Azza, sem Ísraelsmenn náður aftur á sitt vald í dag. AP Photo/Erik Marmor Lík Hamasliða í vegkannti nærri Re'im.LOS ANGELES TIMES/MARCUS YAM Lík Hamas-liða inni á heimili í Kibbutz Kfar Azza. Hamas-liðar réðust inn í bæinn, sem er minna en hálfum kílómeter frá landamærum Gasa, á laugardag. Þeir drápu fjölda íbúa á hrottafenginn hátt. Blaðamenn sem voru í Kfar Azza í dag lýstu því að hafa séð afhoggin höfuð hvítvoðunga og lík konu, sem búið var að skera fóstur úr. Naflastrengurinn var enn áfastur við fóstrið. AP Photo/Ohad Zwigenberg
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira