Kísildalir norðursins Halla Hrund Logadóttir skrifar 1. október 2023 07:31 Við erum stödd í norður Kaliforníu, nánar tiltekið í útjaðri San Fransisco. Sólin skín hátt á himni og um leið og bíllinn silast um borgina glampar á merki þeirra fjölda fyrirtækja sem hafa skotið rótum, vaxið og dafnað á staðnum sem er hvað þekktastur fyrir nýsköpun í heiminum: Kísildalurinn sjálfur. Mekka hátækniþróunar sem virkar eins og segull fyrir hugvit og hefur leitt af sér þekkingarsamfélag sem er engu líkt. Heimili LinkedIn, Apple og Facebook – hugbúnaðarfyrirtækja sem skapað hafa hafa nýjar víddir í samskiptum þvert á ríki. Eftir fjölda funda með fjárfestingasjóðum, tæknifyrirtækjum og stjórnmálamönnum yfirgaf ég dalinn og hélt til þáverandi starfa í Boston, með aukna þekkingu og tengsl í farteskinu. Hugsunin sem dvaldi í huga mér var þó þessi staður í Kaliforníu. Hvernig gat hann þróast með þeim hætti að hvert einasta mannsbarn tengir hann við tækniþróun og framsýni? Hollywood-tæknigeirans. Staðurinn þar sem hlutirnir gerast. Örútgáfur Kísildalsins á Íslandi Nokkru síðar var ég í heimsókn á Íslandi og átti leið um Reykjanesið með fjölskyldunni. Sólin var heldur lægra á lofti en í Kaliforníu, en eftir því sem við siluðumst áfram í vetrarsólinni glampaði á fyrirtækin í hrauninu. Fyrst, við hlið jarðhitavirkjunarinnar í Svartsengi, birtist Bláa lónið - sem við þekkjum flest fyrir að hafa þróað meðferð við psoriasis og unnið snyrtivörur fyrir alþjóðamarkað. Þar á eftir sáum við Carbon Recycling, sem framleiðir grænt eldsneyti fyrir orkuskiptin. Þá birtist ORF líftækni, sem þróað hefur vaxtaþætti meðal annars fyrir læknisfræðirannsóknir, og Haustak, sem þurrkar og flytur út margs konar fiskafurðir. Svona hélt ferðalagið áfram og aðdáun mín jókst því allt eru þettaverkefni sem auka verðmæti gulls okkar Íslendinga; jarðhitans. Við þessa heildarmynd rann upp fyrir mér að Kísildalurinn er ekki bara í norður Kaliforníu – heldur eru svokallaðar örútgáfur af honum hér í norðri á Íslandinu góða. Ekki nóg með það að Reykjanesið sé eingöngu undir heldur eru dalirnir tveir: Auðlindagarðurinn HS Orku á Reykjanesi sem er meðal annarsheimili ofangreindra fyrirtækja, og auðlindagarður ON, þar sem tæknifyrirtækin Carbfix og Climeworks hafa þegar vakið athygli á heimsvísu, og geta orðið mikilvægar tæknilausnir fyrir loftslagsbreytingar. Sýn sem sem skapar tækifæri Á sama hátt og Kísildalurinn eini sanni dregur saman fyrirtæki í hugbúnaðargerð, þá draga auðlindagarðarnir hér á landi að sér fyrirtæki og frumkvöðla sem auka verðmæti jarðhitaauðlindarinnar og skapa þekkingu um leið. Hliðstæð sóknarfæri, sem styttra eru komin, eru verkefni Landsvirkjunar við Kröflu þar sem tækniþróun og háskólasamvinna á mikið inni. Þessir mögnuðu garðar – sem ættu í raun að vera á allra vörum en allt of fáir utan geirans þekkja – eiga þó langt í land að verða raunverulegir „kísildalir“. En með því því að hugsa um möguleikana og stefna í slíka átt saman gæti Ísland orðið heilt yfir, að slíkum segli. Slík stefnumótunmótaði einmitt árangur Kísildals Kaliforníu. Á árunum eftir seinna stríð tapaði svæðið hæfileikafólki á brott eftir háskólanám. Stóran hluta í að breyta þessu átti prófessor Frederick Terman við Stanford. Sýn hans leiddi til þess að stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki var aukinn og sérstakur iðngarður stofnaður á háskólasvæðinu. Dæmi um aðila sem settust að í garðinum voru stofnendur Hewlett Packard, og síðar Intel sem framleiðir örgjörva - en kísilnotkun í tölvutækni er einmitt ástæða nafngiftar dalsins. Á sama tíma og auðlindagarðarnir hér heima auka smám saman vægi sitt með leiðtogum ólíkra verkefna er einnig aðdáunarvert að sjá áherslu á hringrás, nýtni og nýsköpun í orkugeiranum aukast, meðal annars vegna stefnumótandi áherslu og stuðningi frá aðilum líkt og Icelandic Startups, Bláma og Rannís. Nýjasta og áhugaverðasta dæmið er þó áform þess efnis að breyta skuli draugahúsi Helguvíkur í fjölbreyttan grænan iðngarð með áherslu á nýsköpun og sjálfbærni. Þannig sýn virkar sem áburður á íslensku auðlindagarðana og dregur að sér hugvit og fjármagn. Þannig sýn eflir unga fólkið okkar og tækifæri þess. Þannig sýn styður einnig að Ísland verði staðurinn fyrir lausnir sem skipta máli; ekki bara hér í norðri heldur þvert á ríki, líkt og þær sem fæðast í Kísildal norður Kaliforníu. Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Orkumál Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum stödd í norður Kaliforníu, nánar tiltekið í útjaðri San Fransisco. Sólin skín hátt á himni og um leið og bíllinn silast um borgina glampar á merki þeirra fjölda fyrirtækja sem hafa skotið rótum, vaxið og dafnað á staðnum sem er hvað þekktastur fyrir nýsköpun í heiminum: Kísildalurinn sjálfur. Mekka hátækniþróunar sem virkar eins og segull fyrir hugvit og hefur leitt af sér þekkingarsamfélag sem er engu líkt. Heimili LinkedIn, Apple og Facebook – hugbúnaðarfyrirtækja sem skapað hafa hafa nýjar víddir í samskiptum þvert á ríki. Eftir fjölda funda með fjárfestingasjóðum, tæknifyrirtækjum og stjórnmálamönnum yfirgaf ég dalinn og hélt til þáverandi starfa í Boston, með aukna þekkingu og tengsl í farteskinu. Hugsunin sem dvaldi í huga mér var þó þessi staður í Kaliforníu. Hvernig gat hann þróast með þeim hætti að hvert einasta mannsbarn tengir hann við tækniþróun og framsýni? Hollywood-tæknigeirans. Staðurinn þar sem hlutirnir gerast. Örútgáfur Kísildalsins á Íslandi Nokkru síðar var ég í heimsókn á Íslandi og átti leið um Reykjanesið með fjölskyldunni. Sólin var heldur lægra á lofti en í Kaliforníu, en eftir því sem við siluðumst áfram í vetrarsólinni glampaði á fyrirtækin í hrauninu. Fyrst, við hlið jarðhitavirkjunarinnar í Svartsengi, birtist Bláa lónið - sem við þekkjum flest fyrir að hafa þróað meðferð við psoriasis og unnið snyrtivörur fyrir alþjóðamarkað. Þar á eftir sáum við Carbon Recycling, sem framleiðir grænt eldsneyti fyrir orkuskiptin. Þá birtist ORF líftækni, sem þróað hefur vaxtaþætti meðal annars fyrir læknisfræðirannsóknir, og Haustak, sem þurrkar og flytur út margs konar fiskafurðir. Svona hélt ferðalagið áfram og aðdáun mín jókst því allt eru þettaverkefni sem auka verðmæti gulls okkar Íslendinga; jarðhitans. Við þessa heildarmynd rann upp fyrir mér að Kísildalurinn er ekki bara í norður Kaliforníu – heldur eru svokallaðar örútgáfur af honum hér í norðri á Íslandinu góða. Ekki nóg með það að Reykjanesið sé eingöngu undir heldur eru dalirnir tveir: Auðlindagarðurinn HS Orku á Reykjanesi sem er meðal annarsheimili ofangreindra fyrirtækja, og auðlindagarður ON, þar sem tæknifyrirtækin Carbfix og Climeworks hafa þegar vakið athygli á heimsvísu, og geta orðið mikilvægar tæknilausnir fyrir loftslagsbreytingar. Sýn sem sem skapar tækifæri Á sama hátt og Kísildalurinn eini sanni dregur saman fyrirtæki í hugbúnaðargerð, þá draga auðlindagarðarnir hér á landi að sér fyrirtæki og frumkvöðla sem auka verðmæti jarðhitaauðlindarinnar og skapa þekkingu um leið. Hliðstæð sóknarfæri, sem styttra eru komin, eru verkefni Landsvirkjunar við Kröflu þar sem tækniþróun og háskólasamvinna á mikið inni. Þessir mögnuðu garðar – sem ættu í raun að vera á allra vörum en allt of fáir utan geirans þekkja – eiga þó langt í land að verða raunverulegir „kísildalir“. En með því því að hugsa um möguleikana og stefna í slíka átt saman gæti Ísland orðið heilt yfir, að slíkum segli. Slík stefnumótunmótaði einmitt árangur Kísildals Kaliforníu. Á árunum eftir seinna stríð tapaði svæðið hæfileikafólki á brott eftir háskólanám. Stóran hluta í að breyta þessu átti prófessor Frederick Terman við Stanford. Sýn hans leiddi til þess að stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki var aukinn og sérstakur iðngarður stofnaður á háskólasvæðinu. Dæmi um aðila sem settust að í garðinum voru stofnendur Hewlett Packard, og síðar Intel sem framleiðir örgjörva - en kísilnotkun í tölvutækni er einmitt ástæða nafngiftar dalsins. Á sama tíma og auðlindagarðarnir hér heima auka smám saman vægi sitt með leiðtogum ólíkra verkefna er einnig aðdáunarvert að sjá áherslu á hringrás, nýtni og nýsköpun í orkugeiranum aukast, meðal annars vegna stefnumótandi áherslu og stuðningi frá aðilum líkt og Icelandic Startups, Bláma og Rannís. Nýjasta og áhugaverðasta dæmið er þó áform þess efnis að breyta skuli draugahúsi Helguvíkur í fjölbreyttan grænan iðngarð með áherslu á nýsköpun og sjálfbærni. Þannig sýn virkar sem áburður á íslensku auðlindagarðana og dregur að sér hugvit og fjármagn. Þannig sýn eflir unga fólkið okkar og tækifæri þess. Þannig sýn styður einnig að Ísland verði staðurinn fyrir lausnir sem skipta máli; ekki bara hér í norðri heldur þvert á ríki, líkt og þær sem fæðast í Kísildal norður Kaliforníu. Höfundur er orkumálastjóri.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun