Ríkisstjórnin svínaði á eftirlaunafólki fimm ár í röð Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 27. september 2023 17:01 Í 62. gr. almannatryggingalaga stendur skýrum stöfum að greiðslur almannatrygginga skuli „taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Hvernig hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur umgengist þessi lög? Örorkulífeyrir hefur dregist rækilega aftur úr launaþróun síðan 2017. Ellilífeyrir hækkaði minna en launavísitala árin 2018, 2019 og 2020 og meira að segja minna en verðlag árin 2021 og 2022. Þannig hefur ekki einu sinni lágmarkskrafa 62. gr. um að greiðslur „hækki aldrei minna en verðlag“ verið uppfyllt. Ég spurði félags- og vinnumarkaðsráðherra um þessa þróun á Alþingi: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafin yfir lög og reglur í landinu? Er það stefna ríkisstjórnarinnar að ellilífeyrir hækki minna en laun, og jafnvel minna en verðlag? Og ef það er ekki stefnan, hvers vegna er það þá látið viðgangast?“ Svör ráðherra voru sláandi. Hann sagðist einfaldlega „horfa til þess að passa að þetta fylgi verðlagi“, „að ekki verði um verðrýrnun að ræða“ – en útskýrði ekki hvers vegna ellilífeyrir hækkaði þá minna en verðlag árin 2021 og 2022 og skautaði algerlega fram hjá því að lögin gera líka kröfu um að greiðslur almannatrygginga taki mið af launaþróun. Fjármála- og efnahagsráðherra talaði með sama hætti á Alþingi í fyrra þegar hann furðaði sig á því að rætt væri um greiðslur almannatrygginga í samhengi við launahækkanir á vinnumarkaði en ekki aðeins verðlagsþróun. Það virðist með öðrum orðum vera einbeittur ásetningur ríkisstjórnarinnar að hunsa fyrirmæli 62. gr. almannatryggingalaga. Til að bíta höfuðið af skömminni hefur almennu frítekjumarki eftirlaunafólks, sem tekur til lífeyrissjóðstekna, verið ríghaldið í 25 þúsund kr. á mánuði frá 2017, og allar tekjur umfram það koma til skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar. Svona viljum við ekki hafa almannatryggingakerfið okkar og svona mega ráðherrar ekki umgangast það. Almannatryggingakerfið byggir á félagslegum réttindum og við eigum að geta verið stolt af því. Stolt af því að búa í velferðarþjóðfélagi þar sem borin er virðing fyrir fólki og framlagi þess til samfélagsins. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Aðeins 50.000 kr. í vasann af 150.000 kr. lífeyrissjóðstekjum Frítekjumark lífeyristekna er 25 þúsund krónur á mánuði. Allar tekjur úr lífeyrissjóði umfram það koma til frádráttar á greiðslum almannatrygginga. Hvað þýðir þetta? 25. apríl 2023 13:30 Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í 62. gr. almannatryggingalaga stendur skýrum stöfum að greiðslur almannatrygginga skuli „taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Hvernig hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur umgengist þessi lög? Örorkulífeyrir hefur dregist rækilega aftur úr launaþróun síðan 2017. Ellilífeyrir hækkaði minna en launavísitala árin 2018, 2019 og 2020 og meira að segja minna en verðlag árin 2021 og 2022. Þannig hefur ekki einu sinni lágmarkskrafa 62. gr. um að greiðslur „hækki aldrei minna en verðlag“ verið uppfyllt. Ég spurði félags- og vinnumarkaðsráðherra um þessa þróun á Alþingi: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafin yfir lög og reglur í landinu? Er það stefna ríkisstjórnarinnar að ellilífeyrir hækki minna en laun, og jafnvel minna en verðlag? Og ef það er ekki stefnan, hvers vegna er það þá látið viðgangast?“ Svör ráðherra voru sláandi. Hann sagðist einfaldlega „horfa til þess að passa að þetta fylgi verðlagi“, „að ekki verði um verðrýrnun að ræða“ – en útskýrði ekki hvers vegna ellilífeyrir hækkaði þá minna en verðlag árin 2021 og 2022 og skautaði algerlega fram hjá því að lögin gera líka kröfu um að greiðslur almannatrygginga taki mið af launaþróun. Fjármála- og efnahagsráðherra talaði með sama hætti á Alþingi í fyrra þegar hann furðaði sig á því að rætt væri um greiðslur almannatrygginga í samhengi við launahækkanir á vinnumarkaði en ekki aðeins verðlagsþróun. Það virðist með öðrum orðum vera einbeittur ásetningur ríkisstjórnarinnar að hunsa fyrirmæli 62. gr. almannatryggingalaga. Til að bíta höfuðið af skömminni hefur almennu frítekjumarki eftirlaunafólks, sem tekur til lífeyrissjóðstekna, verið ríghaldið í 25 þúsund kr. á mánuði frá 2017, og allar tekjur umfram það koma til skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar. Svona viljum við ekki hafa almannatryggingakerfið okkar og svona mega ráðherrar ekki umgangast það. Almannatryggingakerfið byggir á félagslegum réttindum og við eigum að geta verið stolt af því. Stolt af því að búa í velferðarþjóðfélagi þar sem borin er virðing fyrir fólki og framlagi þess til samfélagsins. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Aðeins 50.000 kr. í vasann af 150.000 kr. lífeyrissjóðstekjum Frítekjumark lífeyristekna er 25 þúsund krónur á mánuði. Allar tekjur úr lífeyrissjóði umfram það koma til frádráttar á greiðslum almannatrygginga. Hvað þýðir þetta? 25. apríl 2023 13:30
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar