Fleiri og fleiri ungmenni sem koma og fá hjálp Bjarki Sigurðsson skrifar 22. september 2023 08:56 Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir er framkvæmdastjóri og stofnandi Bergsins Headspace. Vísir/Einar Afmælisveisla Bergsins Headspace fór fram í gær með pomp og prakt. Yfir þrjú hundruð ungmenni mættu til að fagna tímamótunum. Fagnar Bergið fimm ára afmæli. Veislan fór fram við húsnæði Bergsins að Suðurgötu. Þangað höfðu rúmlega þrjú hundruð ungmenni lagt leið sína til að taka þátt í hátíðarhöldunum en Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti á svæðið og flutti ræðu. „Því miður eru of mörg ungmenni sem líður aðeins of illa. Við verðum að gera eitthvað í því. Við verðum að finna leiðir til þess að sporna gegn vanlíðan, kvíða, þunglyndi og of miklu álagi,“ sagði Guðni í ræðu sinni. Klippa: Afmælisveisla Bergsins headspace Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Bergsins, segir árin fimm hafa liðið afar hratt. „Þau hafa verið mjög viðburðarík. En við höfum verið að byggja okkur upp og jafnt og þétt verið að auka við þjónustuna okkar. Fá inn fleiri og fleiri ungmenni. Nú erum við með mikla þjónustu í gangi. Við erum að hitta 60, 70 ungmenni í hverri einustu viku sem mörg frá mikla hjálp sem er dásamlegt,“ segir Sigurþóra. Anna Kristín Pálsdóttir og Íris Björk Ágústsdóttir eru meðal þeirra sem nýtt hafa sér Bergið. Þær segja þjónustuna vera ómetanlega. „Ég held það sé helst að koma á stað sem hlustar á þig, það er erfitt að fá tíma hjá sálfræðing eða fagaðila. Svo er það dýrt. Að hafa þetta úrræði sem er bæði ókeypis, stuttur fyrirvari, það er ómetanlegt,“ segir Íris. Anna Kristín Pálsdóttir og Íris Björk Ágústsdóttir nýta sér báðar Bergið Headspace.Vísir/Einar Anna tekur undir og segir þægilegt að Bergið taki á móti fólki hvenær sem það hentar því. „Þú getur bara mætt hvenær sem er og það kostar ekki neitt. Þegar þér hentar, talað um hvað sem er. Mjög þægilegt. Í staðinn fyrir að bóka tíma hjá sálfræðingi og borga slatta,“ segir Anna. Heilsa Börn og uppeldi Reykjavík Geðheilbrigði Tímamót Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Veislan fór fram við húsnæði Bergsins að Suðurgötu. Þangað höfðu rúmlega þrjú hundruð ungmenni lagt leið sína til að taka þátt í hátíðarhöldunum en Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti á svæðið og flutti ræðu. „Því miður eru of mörg ungmenni sem líður aðeins of illa. Við verðum að gera eitthvað í því. Við verðum að finna leiðir til þess að sporna gegn vanlíðan, kvíða, þunglyndi og of miklu álagi,“ sagði Guðni í ræðu sinni. Klippa: Afmælisveisla Bergsins headspace Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Bergsins, segir árin fimm hafa liðið afar hratt. „Þau hafa verið mjög viðburðarík. En við höfum verið að byggja okkur upp og jafnt og þétt verið að auka við þjónustuna okkar. Fá inn fleiri og fleiri ungmenni. Nú erum við með mikla þjónustu í gangi. Við erum að hitta 60, 70 ungmenni í hverri einustu viku sem mörg frá mikla hjálp sem er dásamlegt,“ segir Sigurþóra. Anna Kristín Pálsdóttir og Íris Björk Ágústsdóttir eru meðal þeirra sem nýtt hafa sér Bergið. Þær segja þjónustuna vera ómetanlega. „Ég held það sé helst að koma á stað sem hlustar á þig, það er erfitt að fá tíma hjá sálfræðing eða fagaðila. Svo er það dýrt. Að hafa þetta úrræði sem er bæði ókeypis, stuttur fyrirvari, það er ómetanlegt,“ segir Íris. Anna Kristín Pálsdóttir og Íris Björk Ágústsdóttir nýta sér báðar Bergið Headspace.Vísir/Einar Anna tekur undir og segir þægilegt að Bergið taki á móti fólki hvenær sem það hentar því. „Þú getur bara mætt hvenær sem er og það kostar ekki neitt. Þegar þér hentar, talað um hvað sem er. Mjög þægilegt. Í staðinn fyrir að bóka tíma hjá sálfræðingi og borga slatta,“ segir Anna.
Heilsa Börn og uppeldi Reykjavík Geðheilbrigði Tímamót Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira