Gangandi bergmálshellar Erna Mist skrifar 15. september 2023 12:30 Við lifum í heimi þar sem flestir geta ekki rökstutt staðhæfingarnar sem þeir láta frá sér því þeir vita ekki hvaðan þær koma. Þannig virka bergmálshellar; þeir mata mann einhverjum upplýsingum og síðan staðfestingum á þeim upplýsingum og síðan staðfestingum á því að þessar staðfestingar séu nógu áreiðanlegar til að maður þurfi ekki að velta þeim fyrir sér. Þessir algóritmar eru beinlínis hannaðir til að útrýma gagnrýnni hugsun, og án gagnrýnnar hugsunar erum við ekki einstaklingar heldur skrúfur í vél sem við köllum lýðræðislegt samfélag af einskærri óskhyggju, þegar við búum í raun við tækniræði sem mun á endanum þróast í stafrænt alræði. Þess vegna á maður ekki að taka mark á fólki með óhaggandi skoðanir og fastmótuð viðhorf, því þeir sem bera svarthvíta heimsmynd í höfði sér eru ekki menn heldur gangandi bergmálshellar. Vinstrimenn sem halda að hægri menn séu vondir eru gangandi bergmálshellar. Hægrimenn sem halda að vinstrimenn séu vitlausir eru gangandi bergmálshellar. Eldri kynslóðir sem halda að yngri kynslóðir eigi sér enginn gildi eru gangandi bergmálshellar. Frjálslyndir vinstrimenn sem halda að kristilegir demókratar séu rasistar eru gangandi bergmálshellar. Góða fólkið sem heldur að aðrir séu vonda fólkið eru gangandi bergmálshellar. Því dýpra sem maður flytur inn í eigin bergmálshelli því ólíklegri er maður til að geta átt samræður við einhvern annan en sjálfan sig, og því sannfærðari sem maður er um eigin sjónarmið því líklegri er maður til að afgreiða skoðanir sem stangast á við manns eigin sem rangar skoðanir og fólkið sem leggur þær fram sem vont fólk. Því þegar gagnrýnin hugsun er horfin úr heilanum verður svo erfitt að ímynda sér að heimurinn sé flóknari og margvíðari en maður heldur að hann sé. Þess vegna verður maður að efast eigin um sjónarmið, efast um eigin sannfæringu. Án efans er maður fangi hugmyndafræðinnar, fastmótaður eftir stafrænni uppskrift að fyrirsjáanlegum persónuleika. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við lifum í heimi þar sem flestir geta ekki rökstutt staðhæfingarnar sem þeir láta frá sér því þeir vita ekki hvaðan þær koma. Þannig virka bergmálshellar; þeir mata mann einhverjum upplýsingum og síðan staðfestingum á þeim upplýsingum og síðan staðfestingum á því að þessar staðfestingar séu nógu áreiðanlegar til að maður þurfi ekki að velta þeim fyrir sér. Þessir algóritmar eru beinlínis hannaðir til að útrýma gagnrýnni hugsun, og án gagnrýnnar hugsunar erum við ekki einstaklingar heldur skrúfur í vél sem við köllum lýðræðislegt samfélag af einskærri óskhyggju, þegar við búum í raun við tækniræði sem mun á endanum þróast í stafrænt alræði. Þess vegna á maður ekki að taka mark á fólki með óhaggandi skoðanir og fastmótuð viðhorf, því þeir sem bera svarthvíta heimsmynd í höfði sér eru ekki menn heldur gangandi bergmálshellar. Vinstrimenn sem halda að hægri menn séu vondir eru gangandi bergmálshellar. Hægrimenn sem halda að vinstrimenn séu vitlausir eru gangandi bergmálshellar. Eldri kynslóðir sem halda að yngri kynslóðir eigi sér enginn gildi eru gangandi bergmálshellar. Frjálslyndir vinstrimenn sem halda að kristilegir demókratar séu rasistar eru gangandi bergmálshellar. Góða fólkið sem heldur að aðrir séu vonda fólkið eru gangandi bergmálshellar. Því dýpra sem maður flytur inn í eigin bergmálshelli því ólíklegri er maður til að geta átt samræður við einhvern annan en sjálfan sig, og því sannfærðari sem maður er um eigin sjónarmið því líklegri er maður til að afgreiða skoðanir sem stangast á við manns eigin sem rangar skoðanir og fólkið sem leggur þær fram sem vont fólk. Því þegar gagnrýnin hugsun er horfin úr heilanum verður svo erfitt að ímynda sér að heimurinn sé flóknari og margvíðari en maður heldur að hann sé. Þess vegna verður maður að efast eigin um sjónarmið, efast um eigin sannfæringu. Án efans er maður fangi hugmyndafræðinnar, fastmótaður eftir stafrænni uppskrift að fyrirsjáanlegum persónuleika. Höfundur er listmálari.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar