Kynjahalli í Íslensku orðaneti Helga Hilmisdóttir, Steinþór Steingrímsson og Trausti Dagsson skrifa 15. september 2023 11:31 Á visir.is þann 14. september birtist viðtal við formann Félags ungra athafnakvenna (UAK) þar sem hún gagnrýnir framsetningu orðanna athafnakona og athafnamaður í Íslensku orðaneti. Í viðtalinu bendir hún á að karlkynsorðið tengist fjölmörgum orðum en að netið sýni aðeins örfá tengd orð þegar flett er upp á kvenkynsorðinu. Í viðtalinu skorar formaðurinn á Árnastofnun að „bæta um betur þannig að hægt sé að kynjajafna íslenskuna þar sem það er mögulegt.“ Mikilvægt er að notendur Orðanetsins geri sér grein fyrir eðli og tilgangi gagnasafnsins. Ritstjóri og hugmyndasmiður þess er Jón Hilmar Jónsson. Orðanetið hefur verið á vefnum í um áratug og samkvæmt mælingum fær það að meðaltali um 1000 heimsóknir á dag. Gagnasafnið nýtist aðallega þeim sem vinna með íslenskt mál eins og t.d. textasmiðum, rithöfundum, blaðamönnum og kennurum. Tilgangur Orðanetsins er fyrst og fremst að varpa ljósi á tengsl orða. Orðalistarnir og myndræn framsetning sem þar birtast byggjast á gögnum úr fórum Árnastofnunar og af dæmum sem finna má á Tímarit.is, þ.e. efni úr íslensku ritmáli sem teygir sig u.þ.b. hálfa öld aftur í tímann. Orðanetið endurspeglar því ekki viðhorf ritstjóra eða starfsmanna Árnastofnunar. Orðanetið er lýsandi fremur en vísandi og niðurstöðum ber að taka með fyrirvara. Það er á ábyrgð málnotenda að velja og hafna einstökum orðum og orðasamböndum og að túlka tengingar á milli ákveðinna orða. En af hverju stafar þessi munur á orðunum athafnakona og athafnamaður? Á Tímarit.is sést að mikill munur er á fjölda tilvika. Á árunum 1970 til 1979 má finna 461 tilvik um orðið athafnamaður en athafnakona kemur aðeins fyrir tvisvar sinnum. Á árunum 2010 til 2019 er munurinn enn mikill eða 896 dæmi um athafnamann á móti 304 dæmum um athafnakonu. Þarna er því umtalsverður munur sem endurspeglast í myndrænni framsetningu Orðanetsins. Fleiri dæmi þýða fleiri tengingar og því má segja að Orðanetið staðfesti tilfinningu stjórnar UAK um ákveðinn kynjahalla í íslensku. Til að laga þetta þarf þó að breyta opinberri umræðu og málnotkun í íslenskum fjölmiðlum. Íslenskt orðanet endurspeglar aðeins raunverulega málnotkun eins og hún birtist í rituðum heimildum. Til upplýsingar má benda á að orðin athafnamaður og athafnakona koma bæði fyrir í Íslenskri nútímamálsorðabók. Þar eru skilgreiningarnar keimlíkar, annars vegar ‘kona sem er umsvifamikil í atvinnulífi og viðskiptum’ og hins vegar ‘umsvifamikill maður í atvinnulífi og viðskiptum´. Höfundar sitja í ritnefnd Íslensks orðanets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Jafnréttismál Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Á visir.is þann 14. september birtist viðtal við formann Félags ungra athafnakvenna (UAK) þar sem hún gagnrýnir framsetningu orðanna athafnakona og athafnamaður í Íslensku orðaneti. Í viðtalinu bendir hún á að karlkynsorðið tengist fjölmörgum orðum en að netið sýni aðeins örfá tengd orð þegar flett er upp á kvenkynsorðinu. Í viðtalinu skorar formaðurinn á Árnastofnun að „bæta um betur þannig að hægt sé að kynjajafna íslenskuna þar sem það er mögulegt.“ Mikilvægt er að notendur Orðanetsins geri sér grein fyrir eðli og tilgangi gagnasafnsins. Ritstjóri og hugmyndasmiður þess er Jón Hilmar Jónsson. Orðanetið hefur verið á vefnum í um áratug og samkvæmt mælingum fær það að meðaltali um 1000 heimsóknir á dag. Gagnasafnið nýtist aðallega þeim sem vinna með íslenskt mál eins og t.d. textasmiðum, rithöfundum, blaðamönnum og kennurum. Tilgangur Orðanetsins er fyrst og fremst að varpa ljósi á tengsl orða. Orðalistarnir og myndræn framsetning sem þar birtast byggjast á gögnum úr fórum Árnastofnunar og af dæmum sem finna má á Tímarit.is, þ.e. efni úr íslensku ritmáli sem teygir sig u.þ.b. hálfa öld aftur í tímann. Orðanetið endurspeglar því ekki viðhorf ritstjóra eða starfsmanna Árnastofnunar. Orðanetið er lýsandi fremur en vísandi og niðurstöðum ber að taka með fyrirvara. Það er á ábyrgð málnotenda að velja og hafna einstökum orðum og orðasamböndum og að túlka tengingar á milli ákveðinna orða. En af hverju stafar þessi munur á orðunum athafnakona og athafnamaður? Á Tímarit.is sést að mikill munur er á fjölda tilvika. Á árunum 1970 til 1979 má finna 461 tilvik um orðið athafnamaður en athafnakona kemur aðeins fyrir tvisvar sinnum. Á árunum 2010 til 2019 er munurinn enn mikill eða 896 dæmi um athafnamann á móti 304 dæmum um athafnakonu. Þarna er því umtalsverður munur sem endurspeglast í myndrænni framsetningu Orðanetsins. Fleiri dæmi þýða fleiri tengingar og því má segja að Orðanetið staðfesti tilfinningu stjórnar UAK um ákveðinn kynjahalla í íslensku. Til að laga þetta þarf þó að breyta opinberri umræðu og málnotkun í íslenskum fjölmiðlum. Íslenskt orðanet endurspeglar aðeins raunverulega málnotkun eins og hún birtist í rituðum heimildum. Til upplýsingar má benda á að orðin athafnamaður og athafnakona koma bæði fyrir í Íslenskri nútímamálsorðabók. Þar eru skilgreiningarnar keimlíkar, annars vegar ‘kona sem er umsvifamikil í atvinnulífi og viðskiptum’ og hins vegar ‘umsvifamikill maður í atvinnulífi og viðskiptum´. Höfundar sitja í ritnefnd Íslensks orðanets.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun