Frjósemi stór partur af sjálfsmynd fólks og erfitt þegar hún bregst Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2023 14:09 Aldís Eva segir það afar dýrmætt að geta eignast börn. Það sé þó alls ekki sjálfgefið að geta það. Aðsend mynd Karlar og konur sem greinast með krabbamein eru líklegri til að glíma líka við ófrjósemi. Frjósemi er stór partur af sjálfsmynd fólks og margir sem taka henni sem sjálfsögðum hlut. Aldís Eva Friðriksdóttir er ein fimm fyrirlesara á málþingi um ófrjósemi og krabbamein síðar í dag. Aldís Eva Friðriksdóttir sálfræðingur hefur sérhæft sig í meðferð fyrir karla og konur sem glíma við frjósemisvanda. Hún segir það reyna afar mikið á fólk og þegar annað bætist við, eins og krabbamein, verði það enn erfiðara. „Við ófrjósemi eykst greiningartíðni geðraskana auk þess sem streita og álag eykst. Þetta reynir rosalega á andlega, þetta ferli, sama hvernig það birtist,“ segir Aldís Eva en hún er ein fyrirlesara á málþingi sem haldið er í dag á vegum Lífskrafts. Markmiðið með málþinginu er að styðja við vitundarvakningu Lífskrafts um ófrjósemi í tengslum við krabbameinsmeðferð. „Það er svo dýrmætt að eignast börn og sársaukinn sem fólk þarf að upplifa í tengslum við þetta er gífurlegur,“ segir Aldís Eva. Partur af sjálfsmyndinni Hún segir að fyrir flesta sé frjósemi partur af sjálfsmynd okkar. Flestir taki henni sem gefinni og spái ekki mikið í það að það gæti orðið vandamál að eignast barn. „Af því að við komum í þennan heim. Þú ert kannski hluti af fjölskyldueiningu, þar sem foreldrar eignuðust barn. Það er þess vegna eins og þetta sé auðveldur hlutur í sjálfsmyndinni okkar og það reynir extra mikið á, og er vont, þegar sjálfsmyndin verður viðkvæm og lág. Því það var kannski engin fræðsla og þetta er ekkert rætt. Það er enginn sem elst upp og talar um að það verði erfitt fyrir hann að eignast börn,“ segir Aldís. Stuðningur við eggheimtu og sálfræðimeðferð Nýverið hleypti Lífskraftur úr vör herferðinni, Leggangan, sem snýr að söfnun fyrir eggheimtuaðgerðum og sálfræðimeðferð fyrir fólk sem þarf að takast á við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð. Árlega greinast um 80 einstaklingar með krabbamein á barneignaraldri. Hjá meirihluta kvenna sem fara í gegnum krabbameinsmeðferð hætta mánaðarlegar blæðingar og margar konur verða ófrjóar eða eiga erfitt með að verða barnshafandi eftir krabbameinsmeðferð. Aldís Eva segir mikla þörf á vitundarvakningu og almennri umræðu um ófrjósemi en að þegar fólk glími svo líka við krabbamein reyni það afskaplega mikið á og geri lífsreynsluna jafnvel enn erfiðari. „Þetta er svo rosalega hamlandi fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild sinni,“ segir Aldís Eva og að eitt af því sem geri ferlið erfiðara sé mikill kostnaður. „Ekki nóg með það að sálfræðimeðferð sé dýr og eggheimtan, þá þarftu að greiða fyrir að geyma fósturvísa og meðferð ef þú nýtir þá. Þetta safnast upp,“ segir Aldís og að ofan á þetta bætist svo krabbameinsmeðferðin en flestir eru frá vinnu á meðan henni stendur. Sem dæmi kostar glasafrjóvgun hjá Livio 590 þúsund, frysting fósturvísa 490 þúsund, eggfrystingameðferð 470 þúsund og frjóvgunarmeðferð eftir slíka meðferð um 410 þúsund. Aldís segir þetta málefni ekki bara varða konur. Það geti allir greinst með ófrjósemi, sama hvort um ræðir karla eða konur, sérstaklega í kjölfar krabbameinsmeðferðar. „Í báðum tilfellum, ef það er farið í einhver frjósemisinngrip áður en krabbameinsmeðferð hefst, þá þarf að geyma það og borga geymslugjaldið auk meðferðarinnar sjálfrar.“ Umræðan opnari en ekki nógu Hún segir að umræðan hafi að einhverju leyti opnast um þessi mál síðustu ár. Það sé meira talað um endómítríósu og ófrjósemi en það megi gera betur. „Þetta er enn svo mikið tabú. Það er svo mikilvægt að fólk fræði sig og viti hvaða möguleikar eru í boði. Það er erfitt að ræða þetta og lítil þekking til staðar um ófrjósemi.“ Málþingið hefst klukkan 16.30 og stendur til 18.30. Góðgerðafélagið Lífskraftur í samstarfi við Líf styrktarfélag, Kraft, Krabbameinsfélagið og Tilveru stendur fyrir málþinginu. Það fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu v101. Málþingið er haldið til að styðja við vitundarvakningu Lífskrafts um ófrjósemi í tengslum við krabbameinsmeðferð. Nánar hér á vef Lífskrafts. Dagskrá: 16.30 - 16.45 G. Sigríður Ágústsdóttir upphafskona Lífskrafts opnar málþingið. 16.45 - 17.00 Reynslusaga 17.00 – 17.15 Vigdís Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Langvinnar og síðbúnar aukaverkanir eftir krabbameinsmeðferð hjá fólki á barneignaraldri. 17.15-17.30 Kolbrún Pálsdóttir, yfirlæknir á kvenlækningadeild Landspítala. Að greinast með krabbamein á barneignaraldri. 17.30-17.45. Kristbjörg Heiður Olsen, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir hjá Livio. Varðveisla frjósemi við krabbameinsgreiningu. 17.45-18.00 Aldís Eva Friðriksdóttir, sálfræðingur á Sálfræðistofunni Höfðabakka og starfar fyrir Tilveru. Andleg líðan og mikilvægi sálræns stuðnings við ófrjósemi. 18.00-18.30 Aldís Eva Friðriksdóttir, G. Sigríður Ágústsdóttir, Kolbrún Pálsdóttir, Kristbjörg Heiður Olsen og Vigdís Guðmundsdóttir taka þátt í pallborðsumræðum. Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eggheimta vegna krabbameinsmeðferðar verði niðurgreidd Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 14:04 Ein af hverjum fimm verður ólétt án aðstoðar eftir ófrjósemismeðferð Um það bil ein af hverjum fimm konum sem fær aðstoð við að verða þunguð verður ólétt „á gamla mátann“ eftir að hafa áður reynt meðferðir á borð við glasafrjóvgun. 21. júní 2023 12:17 Sprengja í tæknifrjóvgunum Tæknifrjóvgunum hér á landi hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum árum. Frá árinu 2019 til 2022 fjölgaði aðgerðum um 51 prósent. Þingmaður segir fjölgunina ekki koma sér á óvart. 18. apríl 2023 13:53 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Aldís Eva Friðriksdóttir sálfræðingur hefur sérhæft sig í meðferð fyrir karla og konur sem glíma við frjósemisvanda. Hún segir það reyna afar mikið á fólk og þegar annað bætist við, eins og krabbamein, verði það enn erfiðara. „Við ófrjósemi eykst greiningartíðni geðraskana auk þess sem streita og álag eykst. Þetta reynir rosalega á andlega, þetta ferli, sama hvernig það birtist,“ segir Aldís Eva en hún er ein fyrirlesara á málþingi sem haldið er í dag á vegum Lífskrafts. Markmiðið með málþinginu er að styðja við vitundarvakningu Lífskrafts um ófrjósemi í tengslum við krabbameinsmeðferð. „Það er svo dýrmætt að eignast börn og sársaukinn sem fólk þarf að upplifa í tengslum við þetta er gífurlegur,“ segir Aldís Eva. Partur af sjálfsmyndinni Hún segir að fyrir flesta sé frjósemi partur af sjálfsmynd okkar. Flestir taki henni sem gefinni og spái ekki mikið í það að það gæti orðið vandamál að eignast barn. „Af því að við komum í þennan heim. Þú ert kannski hluti af fjölskyldueiningu, þar sem foreldrar eignuðust barn. Það er þess vegna eins og þetta sé auðveldur hlutur í sjálfsmyndinni okkar og það reynir extra mikið á, og er vont, þegar sjálfsmyndin verður viðkvæm og lág. Því það var kannski engin fræðsla og þetta er ekkert rætt. Það er enginn sem elst upp og talar um að það verði erfitt fyrir hann að eignast börn,“ segir Aldís. Stuðningur við eggheimtu og sálfræðimeðferð Nýverið hleypti Lífskraftur úr vör herferðinni, Leggangan, sem snýr að söfnun fyrir eggheimtuaðgerðum og sálfræðimeðferð fyrir fólk sem þarf að takast á við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð. Árlega greinast um 80 einstaklingar með krabbamein á barneignaraldri. Hjá meirihluta kvenna sem fara í gegnum krabbameinsmeðferð hætta mánaðarlegar blæðingar og margar konur verða ófrjóar eða eiga erfitt með að verða barnshafandi eftir krabbameinsmeðferð. Aldís Eva segir mikla þörf á vitundarvakningu og almennri umræðu um ófrjósemi en að þegar fólk glími svo líka við krabbamein reyni það afskaplega mikið á og geri lífsreynsluna jafnvel enn erfiðari. „Þetta er svo rosalega hamlandi fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild sinni,“ segir Aldís Eva og að eitt af því sem geri ferlið erfiðara sé mikill kostnaður. „Ekki nóg með það að sálfræðimeðferð sé dýr og eggheimtan, þá þarftu að greiða fyrir að geyma fósturvísa og meðferð ef þú nýtir þá. Þetta safnast upp,“ segir Aldís og að ofan á þetta bætist svo krabbameinsmeðferðin en flestir eru frá vinnu á meðan henni stendur. Sem dæmi kostar glasafrjóvgun hjá Livio 590 þúsund, frysting fósturvísa 490 þúsund, eggfrystingameðferð 470 þúsund og frjóvgunarmeðferð eftir slíka meðferð um 410 þúsund. Aldís segir þetta málefni ekki bara varða konur. Það geti allir greinst með ófrjósemi, sama hvort um ræðir karla eða konur, sérstaklega í kjölfar krabbameinsmeðferðar. „Í báðum tilfellum, ef það er farið í einhver frjósemisinngrip áður en krabbameinsmeðferð hefst, þá þarf að geyma það og borga geymslugjaldið auk meðferðarinnar sjálfrar.“ Umræðan opnari en ekki nógu Hún segir að umræðan hafi að einhverju leyti opnast um þessi mál síðustu ár. Það sé meira talað um endómítríósu og ófrjósemi en það megi gera betur. „Þetta er enn svo mikið tabú. Það er svo mikilvægt að fólk fræði sig og viti hvaða möguleikar eru í boði. Það er erfitt að ræða þetta og lítil þekking til staðar um ófrjósemi.“ Málþingið hefst klukkan 16.30 og stendur til 18.30. Góðgerðafélagið Lífskraftur í samstarfi við Líf styrktarfélag, Kraft, Krabbameinsfélagið og Tilveru stendur fyrir málþinginu. Það fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu v101. Málþingið er haldið til að styðja við vitundarvakningu Lífskrafts um ófrjósemi í tengslum við krabbameinsmeðferð. Nánar hér á vef Lífskrafts. Dagskrá: 16.30 - 16.45 G. Sigríður Ágústsdóttir upphafskona Lífskrafts opnar málþingið. 16.45 - 17.00 Reynslusaga 17.00 – 17.15 Vigdís Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Langvinnar og síðbúnar aukaverkanir eftir krabbameinsmeðferð hjá fólki á barneignaraldri. 17.15-17.30 Kolbrún Pálsdóttir, yfirlæknir á kvenlækningadeild Landspítala. Að greinast með krabbamein á barneignaraldri. 17.30-17.45. Kristbjörg Heiður Olsen, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir hjá Livio. Varðveisla frjósemi við krabbameinsgreiningu. 17.45-18.00 Aldís Eva Friðriksdóttir, sálfræðingur á Sálfræðistofunni Höfðabakka og starfar fyrir Tilveru. Andleg líðan og mikilvægi sálræns stuðnings við ófrjósemi. 18.00-18.30 Aldís Eva Friðriksdóttir, G. Sigríður Ágústsdóttir, Kolbrún Pálsdóttir, Kristbjörg Heiður Olsen og Vigdís Guðmundsdóttir taka þátt í pallborðsumræðum.
Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eggheimta vegna krabbameinsmeðferðar verði niðurgreidd Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 14:04 Ein af hverjum fimm verður ólétt án aðstoðar eftir ófrjósemismeðferð Um það bil ein af hverjum fimm konum sem fær aðstoð við að verða þunguð verður ólétt „á gamla mátann“ eftir að hafa áður reynt meðferðir á borð við glasafrjóvgun. 21. júní 2023 12:17 Sprengja í tæknifrjóvgunum Tæknifrjóvgunum hér á landi hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum árum. Frá árinu 2019 til 2022 fjölgaði aðgerðum um 51 prósent. Þingmaður segir fjölgunina ekki koma sér á óvart. 18. apríl 2023 13:53 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Eggheimta vegna krabbameinsmeðferðar verði niðurgreidd Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 14:04
Ein af hverjum fimm verður ólétt án aðstoðar eftir ófrjósemismeðferð Um það bil ein af hverjum fimm konum sem fær aðstoð við að verða þunguð verður ólétt „á gamla mátann“ eftir að hafa áður reynt meðferðir á borð við glasafrjóvgun. 21. júní 2023 12:17
Sprengja í tæknifrjóvgunum Tæknifrjóvgunum hér á landi hefur fjölgað mjög mikið á undanförnum árum. Frá árinu 2019 til 2022 fjölgaði aðgerðum um 51 prósent. Þingmaður segir fjölgunina ekki koma sér á óvart. 18. apríl 2023 13:53