Galatasaray sækir leikmenn sem Tottenham hefur ekki not fyrir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2023 19:01 Davinson Sánchez Mina er á leið til Tyrklands. EPA-EFE/Vince Mignott Þó félagaskiptaglugginn á Englandi sé lokaður þá er hann enn opinn í Tyrklandi og það hefur tyrkneska knattspyrnuliðið Galatasaray nýtt sér til hins ítrasta. Í dag sótti liðið tvo leikmenn sem eiga ekki upp á pallborðið hjá Ange Postecoglou, þjálfara Tottenham Hotspur. Það er þekkt stærð að stærstu lið Tyrklands sæki leikmenn sem eru úti í kuldanum hjá stærstu liðum Englands eða þá komnir rétt yfir hæðina. Í sumar hefur Galatasaray fengið tvo leikmenn frá Lundúnum, Wilf Zaha kom frá Crystal Palace á frjálsri sölu og Hakim Ziyech kom á láni frá Chelsea. Bráðum hefur Galatasaray sótt fjóra leikmenn frá Lundúnum en tveir leikmenn Tottenham Hotspur eru nú á leið þangað. Tyrkneska félagið er að kaupa miðvörðinn Davinson Sánchez Mina fyrir tíu til fimmtán milljónir evra ef kaupaukar eru taldir með. Hann skrifar undir samning til ársins 2027. Þessi 27 ára gamli varnarmaður hefur á mála hjá Tottenham frá árinu 2017 en hefur nú ákveðið að færa sig um set. Hann á að baki 54 A-landsleiki fyrir Kólumbíu. BREAKING: Tottenham's Tanguy Ndombele is to join Galatasaray on loan, with the Turkish side also in talks to sign Davinson Sanchez on a permanent deal pic.twitter.com/tVI0KrgsqJ— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 4, 2023 Franski miðjumaðurinn Tanguy Ndombélé mun fylgja Davinson Sánchez til Galatasaray en hann kemur á láni út tímabilið. Ekki er vitað hversu mikið Galatasaray borgar fyrir að fá Ndombélé á láni. Hinn 26 ára gamli miðjumaður gekk í raðir Tottenham árið 2019 en hefur áður verið lánaður til Lyon í heimalandinu og Napoli á Ítalíu. Hann á að baki 7 A-landsleiki fyrir Frakkland. Tanguy Ndombele to Galatasaray, here we go! Agreement with Tottenham in place over loan deal Ndombele has already completed first part of medical tests and he ll fly to Istanbul later today.Buy option clause also included. pic.twitter.com/NjC1jO1KhE— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 4, 2023 Þá hefur verið opinberað að Nicolas Pépé, vængmaður Arsenal, sé á leiðinni til Beşiktaş sem er einnig Tyrklandi. Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Sjá meira
Það er þekkt stærð að stærstu lið Tyrklands sæki leikmenn sem eru úti í kuldanum hjá stærstu liðum Englands eða þá komnir rétt yfir hæðina. Í sumar hefur Galatasaray fengið tvo leikmenn frá Lundúnum, Wilf Zaha kom frá Crystal Palace á frjálsri sölu og Hakim Ziyech kom á láni frá Chelsea. Bráðum hefur Galatasaray sótt fjóra leikmenn frá Lundúnum en tveir leikmenn Tottenham Hotspur eru nú á leið þangað. Tyrkneska félagið er að kaupa miðvörðinn Davinson Sánchez Mina fyrir tíu til fimmtán milljónir evra ef kaupaukar eru taldir með. Hann skrifar undir samning til ársins 2027. Þessi 27 ára gamli varnarmaður hefur á mála hjá Tottenham frá árinu 2017 en hefur nú ákveðið að færa sig um set. Hann á að baki 54 A-landsleiki fyrir Kólumbíu. BREAKING: Tottenham's Tanguy Ndombele is to join Galatasaray on loan, with the Turkish side also in talks to sign Davinson Sanchez on a permanent deal pic.twitter.com/tVI0KrgsqJ— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 4, 2023 Franski miðjumaðurinn Tanguy Ndombélé mun fylgja Davinson Sánchez til Galatasaray en hann kemur á láni út tímabilið. Ekki er vitað hversu mikið Galatasaray borgar fyrir að fá Ndombélé á láni. Hinn 26 ára gamli miðjumaður gekk í raðir Tottenham árið 2019 en hefur áður verið lánaður til Lyon í heimalandinu og Napoli á Ítalíu. Hann á að baki 7 A-landsleiki fyrir Frakkland. Tanguy Ndombele to Galatasaray, here we go! Agreement with Tottenham in place over loan deal Ndombele has already completed first part of medical tests and he ll fly to Istanbul later today.Buy option clause also included. pic.twitter.com/NjC1jO1KhE— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 4, 2023 Þá hefur verið opinberað að Nicolas Pépé, vængmaður Arsenal, sé á leiðinni til Beşiktaş sem er einnig Tyrklandi.
Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Sjá meira