Dagleg rútína að hefjast Bragi Bjarnason skrifar 30. ágúst 2023 10:31 Það hefur sannarlega verið líf og fjör í Sveitarfélaginu Árborg í sumar þar sem bæjarhátíðir, íþróttamót og aðrir viðburðir hafa verið um nánast hverja helgi fyrir okkur íbúa og gesti að njóta. Hin daglega rútína brestur síðan á nú þegar skólarnir hefjast með tilheyrandi viðbótartraffík á morgnana þegar allir þurfa að komast á sína staði. Það er einhver sjarmi við þennan tíma sem erfitt er að festa fingur á, kannski er það bara að við mannfólkið viljum flest í raun hafa ákveðna rútínu á hlutunum. Ég minni líka ökumenn á að gæta sín og taka tillit til gangandi vegfarenda, ekki síst okkar yngstu samborgara sem nú ganga til mennta. Umhverfið okkar í sumar Það má með sanni segja að þetta sumar hafi verið tvískipt. Eftir blauta og kalda mánuði kom sumarið með hvelli í júlí og varla sér fyrir endann á blíðunni sem hefur haft veruleg áhrif á allan gróður. Færri umsóknir um sumarstörf, verkföll, mikið viðhald á tækjum og skerðing vinnuskóla gerði vinnu umhverfisdeildar sveitarfélagsins erfitt fyrir í sumar en engu að síður hafa starfsmenn umhverfisdeildar unnið frábært starf við að halda flestum svæðum í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins vel hirtum, komið niður sumarblómum og skreytingum svo eftir er tekið. Það viðurkennist þó, án þess að á nokkurn sé hallað, að ekki tókst að halda áætlun um snyrtingu á öllum götum og svæðum eins og vonir stóðu til. Vil ég því þakka öllum þeim íbúum sem hafa af mikilli ósérhlífni tekið sig til og snyrt sitt nánasta umhverfi í sumar. Það er bæði gleðilegt og þakkarvert að sjá og heyra af því hvernig íbúar taka til hendinni og leggja fram aðstoð sína við að halda umhverfinu snyrtilegu. Breyttur opnunartími sundlauga Árborgar Sveitarfélagið hefur undanfarna mánuði staðið í erfiðum aðgerðum til hagræðingar í rekstri. Það hefur m.a. falið í sér skerðingu á þjónustu, frestun framkvæmda og því miður, uppsögnum starfsmanna. Markmið þeirra aðgerða sem ráðist hefur verið í er m.a. að lækka rekstrarkostnaðinn sem hefur vaxið of mikið undanfarin ár í hlutfalli við tekjur. Meðal þeirra þjónustuþátta sem verður fyrir skerðingu eru sundlaugarnar okkar og þrátt fyrir að rekstur þeirra sé ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga, telja flestir þær mikilvægan hluta af daglegu lífi samfélagsins. Undirritaður er í þeim hópi. Það er ekki sjálfsögð eða einföld aðgerð að skerða opnunartíma stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins en nauðsynleg við núverandi aðstæður. Þannig mun breyting á opnunartíma sundlauganna skila sparnaði upp á um 50 milljónir króna á ári, þar af um 20 milljónum vegna sundlaugarinnar á Stokkseyri og 30 milljónum í heildina í Sundhöll Selfoss. Það er langt því frá stefna okkar í bæjarstjórn að skerða framboð til heilsueflingar fólks og helst vildi undirritaður geta bætt í fremur en dregið úr. Aðstæður á þessum tímapunkti knýja okkur því miður til þeirra aðgerða. Það er mín einlæga trú og markmið að hægt verði að auka opnunartímann aftur í báðum sundlaugum fyrr en seinna enda tel ég að við séum öll sammála um að gott aðgengi að sundlaugum landsins sé til hagsbóta fyrir samfélagið. Að lokum hvet ég okkur öll til að líta björtum augum til haustsins og njóta útivistar sem kostur er í okkar fallega umhverfi. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Það hefur sannarlega verið líf og fjör í Sveitarfélaginu Árborg í sumar þar sem bæjarhátíðir, íþróttamót og aðrir viðburðir hafa verið um nánast hverja helgi fyrir okkur íbúa og gesti að njóta. Hin daglega rútína brestur síðan á nú þegar skólarnir hefjast með tilheyrandi viðbótartraffík á morgnana þegar allir þurfa að komast á sína staði. Það er einhver sjarmi við þennan tíma sem erfitt er að festa fingur á, kannski er það bara að við mannfólkið viljum flest í raun hafa ákveðna rútínu á hlutunum. Ég minni líka ökumenn á að gæta sín og taka tillit til gangandi vegfarenda, ekki síst okkar yngstu samborgara sem nú ganga til mennta. Umhverfið okkar í sumar Það má með sanni segja að þetta sumar hafi verið tvískipt. Eftir blauta og kalda mánuði kom sumarið með hvelli í júlí og varla sér fyrir endann á blíðunni sem hefur haft veruleg áhrif á allan gróður. Færri umsóknir um sumarstörf, verkföll, mikið viðhald á tækjum og skerðing vinnuskóla gerði vinnu umhverfisdeildar sveitarfélagsins erfitt fyrir í sumar en engu að síður hafa starfsmenn umhverfisdeildar unnið frábært starf við að halda flestum svæðum í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins vel hirtum, komið niður sumarblómum og skreytingum svo eftir er tekið. Það viðurkennist þó, án þess að á nokkurn sé hallað, að ekki tókst að halda áætlun um snyrtingu á öllum götum og svæðum eins og vonir stóðu til. Vil ég því þakka öllum þeim íbúum sem hafa af mikilli ósérhlífni tekið sig til og snyrt sitt nánasta umhverfi í sumar. Það er bæði gleðilegt og þakkarvert að sjá og heyra af því hvernig íbúar taka til hendinni og leggja fram aðstoð sína við að halda umhverfinu snyrtilegu. Breyttur opnunartími sundlauga Árborgar Sveitarfélagið hefur undanfarna mánuði staðið í erfiðum aðgerðum til hagræðingar í rekstri. Það hefur m.a. falið í sér skerðingu á þjónustu, frestun framkvæmda og því miður, uppsögnum starfsmanna. Markmið þeirra aðgerða sem ráðist hefur verið í er m.a. að lækka rekstrarkostnaðinn sem hefur vaxið of mikið undanfarin ár í hlutfalli við tekjur. Meðal þeirra þjónustuþátta sem verður fyrir skerðingu eru sundlaugarnar okkar og þrátt fyrir að rekstur þeirra sé ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga, telja flestir þær mikilvægan hluta af daglegu lífi samfélagsins. Undirritaður er í þeim hópi. Það er ekki sjálfsögð eða einföld aðgerð að skerða opnunartíma stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins en nauðsynleg við núverandi aðstæður. Þannig mun breyting á opnunartíma sundlauganna skila sparnaði upp á um 50 milljónir króna á ári, þar af um 20 milljónum vegna sundlaugarinnar á Stokkseyri og 30 milljónum í heildina í Sundhöll Selfoss. Það er langt því frá stefna okkar í bæjarstjórn að skerða framboð til heilsueflingar fólks og helst vildi undirritaður geta bætt í fremur en dregið úr. Aðstæður á þessum tímapunkti knýja okkur því miður til þeirra aðgerða. Það er mín einlæga trú og markmið að hægt verði að auka opnunartímann aftur í báðum sundlaugum fyrr en seinna enda tel ég að við séum öll sammála um að gott aðgengi að sundlaugum landsins sé til hagsbóta fyrir samfélagið. Að lokum hvet ég okkur öll til að líta björtum augum til haustsins og njóta útivistar sem kostur er í okkar fallega umhverfi. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar