„Þetta á ekki heima á fótboltavellinum eða neins staðar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2023 14:01 Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum. vísir/jóhann Knattspyrnudeild ÍBV harmar framkomu stuðningsmanna liðsins í leiknum gegn Val í Bestu deild kvenna í lok síðasta mánaðar. ÍBV fékk hundrað þúsund króna sekt vegna ókvæðisorða sem nokkrir stuðningsmenn liðsins létu rigna yfir annan aðstoðardómara leiksins. Eyjamenn ætla að endurskoða verkferla hjá sér og vonast til að svona lagað komi ekki fyrir aftur. Í skýrslu dómara leiksins kemur fram að stuðningsmenn ÍBV hafi komið sér fyrir aftan við aðstoðardómara eitt, Ásgeir Viktorsson, utan áhorfendasvæðis, og ausið yfir hann fúkyrðum. „Ummælin sem fram komu voru af þeim toga að þau gátu vakið óhug og vanlíðan hjá AD1 og áttu ekkert skylt við knattspyrnu,“ segir í skýrslu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Meðal ummæla sem Ásgeir þurfti að sitja undir voru: „Þú ert andskotans hálfviti“, „helvítis aumingi“, „þú ert fótboltanum til skammar“, „það er KSÍ til skammar að senda svona hálfvita eins og þig“, „þú ættir að hengja þig“, „það þyrfti að hengja þig“, „það ætti að skjóta þig í hausinn“. Þetta var ekki allt en í frásögn Ásgeirs kom fram að fleiri ummæli hefðu fallið sem hann gat ekki rifjað nákvæmlega upp. Ásgeir óskaði eftir því við gæsluna á vellinum að stuðningsmennirnir orðljótu yrðu fjarlægðir eða beint upp í stúku. Við því var ekki orðið. Stuðningsmennirnir héldu því áfram að úthúða Ásgeiri. Samkvæmt úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ átti ÍBV upphaflega að fá tvö hundruð þúsund króna sekt en hún var lækkuð um hundrað þúsund krónur vegna greinargerðar sem ÍBV sendi frá sér og viðbragða félagsins. Úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um málið með því að smella hér. „Við svöruðum KSÍ að við hefðum brugðist við með því að gæslan hafi talað við þessa aðila. Hún brást rétt við, allavega við því sem dómaratríóið bað um. Við töldum okkur gera það sem þeir báðu okkur um að aðhafast í þessu máli,“ sagði Óskar Snær Vignisson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV, í samtali við Vísi í dag. Eyjamenn ætla að kanna hvað þeir geta gert betur eftir uppákomuna í leiknum gegn Valskonum. „Við ætlum að endurfara verkferla og sjá hvað við getum gert til að svona hlutir komi ekki aftur fyrir. Það er leiðinlegt að þetta hafi komið fyrir og að sjálfsögðu hörmum við þetta. Þetta á ekki heima á fótboltavellinum eða neins staðar. Að sjálfsögðu endurskoðum við þessa hluti hjá okkur,“ sagði Óskar. „Við höfum tekið spjallið innan félagsins og nafngreinum enga aðila,“ bætti Óskar við, aðspurður hvort knattspyrnudeild ÍBV vissi hverjir hinir seku væru. En kemur til greina að setja sóðakjaftana í heimaleikjabann? „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun með það. Við erum bara að endurskoða þessa hluti og tökum ákvörðun um þetta innan félagsins,“ svaraði Óskar. Besta deild kvenna ÍBV KSÍ Vestmannaeyjar Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Í skýrslu dómara leiksins kemur fram að stuðningsmenn ÍBV hafi komið sér fyrir aftan við aðstoðardómara eitt, Ásgeir Viktorsson, utan áhorfendasvæðis, og ausið yfir hann fúkyrðum. „Ummælin sem fram komu voru af þeim toga að þau gátu vakið óhug og vanlíðan hjá AD1 og áttu ekkert skylt við knattspyrnu,“ segir í skýrslu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Meðal ummæla sem Ásgeir þurfti að sitja undir voru: „Þú ert andskotans hálfviti“, „helvítis aumingi“, „þú ert fótboltanum til skammar“, „það er KSÍ til skammar að senda svona hálfvita eins og þig“, „þú ættir að hengja þig“, „það þyrfti að hengja þig“, „það ætti að skjóta þig í hausinn“. Þetta var ekki allt en í frásögn Ásgeirs kom fram að fleiri ummæli hefðu fallið sem hann gat ekki rifjað nákvæmlega upp. Ásgeir óskaði eftir því við gæsluna á vellinum að stuðningsmennirnir orðljótu yrðu fjarlægðir eða beint upp í stúku. Við því var ekki orðið. Stuðningsmennirnir héldu því áfram að úthúða Ásgeiri. Samkvæmt úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ átti ÍBV upphaflega að fá tvö hundruð þúsund króna sekt en hún var lækkuð um hundrað þúsund krónur vegna greinargerðar sem ÍBV sendi frá sér og viðbragða félagsins. Úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um málið með því að smella hér. „Við svöruðum KSÍ að við hefðum brugðist við með því að gæslan hafi talað við þessa aðila. Hún brást rétt við, allavega við því sem dómaratríóið bað um. Við töldum okkur gera það sem þeir báðu okkur um að aðhafast í þessu máli,“ sagði Óskar Snær Vignisson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV, í samtali við Vísi í dag. Eyjamenn ætla að kanna hvað þeir geta gert betur eftir uppákomuna í leiknum gegn Valskonum. „Við ætlum að endurfara verkferla og sjá hvað við getum gert til að svona hlutir komi ekki aftur fyrir. Það er leiðinlegt að þetta hafi komið fyrir og að sjálfsögðu hörmum við þetta. Þetta á ekki heima á fótboltavellinum eða neins staðar. Að sjálfsögðu endurskoðum við þessa hluti hjá okkur,“ sagði Óskar. „Við höfum tekið spjallið innan félagsins og nafngreinum enga aðila,“ bætti Óskar við, aðspurður hvort knattspyrnudeild ÍBV vissi hverjir hinir seku væru. En kemur til greina að setja sóðakjaftana í heimaleikjabann? „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun með það. Við erum bara að endurskoða þessa hluti og tökum ákvörðun um þetta innan félagsins,“ svaraði Óskar.
Besta deild kvenna ÍBV KSÍ Vestmannaeyjar Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira