„Þetta á ekki heima á fótboltavellinum eða neins staðar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2023 14:01 Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum. vísir/jóhann Knattspyrnudeild ÍBV harmar framkomu stuðningsmanna liðsins í leiknum gegn Val í Bestu deild kvenna í lok síðasta mánaðar. ÍBV fékk hundrað þúsund króna sekt vegna ókvæðisorða sem nokkrir stuðningsmenn liðsins létu rigna yfir annan aðstoðardómara leiksins. Eyjamenn ætla að endurskoða verkferla hjá sér og vonast til að svona lagað komi ekki fyrir aftur. Í skýrslu dómara leiksins kemur fram að stuðningsmenn ÍBV hafi komið sér fyrir aftan við aðstoðardómara eitt, Ásgeir Viktorsson, utan áhorfendasvæðis, og ausið yfir hann fúkyrðum. „Ummælin sem fram komu voru af þeim toga að þau gátu vakið óhug og vanlíðan hjá AD1 og áttu ekkert skylt við knattspyrnu,“ segir í skýrslu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Meðal ummæla sem Ásgeir þurfti að sitja undir voru: „Þú ert andskotans hálfviti“, „helvítis aumingi“, „þú ert fótboltanum til skammar“, „það er KSÍ til skammar að senda svona hálfvita eins og þig“, „þú ættir að hengja þig“, „það þyrfti að hengja þig“, „það ætti að skjóta þig í hausinn“. Þetta var ekki allt en í frásögn Ásgeirs kom fram að fleiri ummæli hefðu fallið sem hann gat ekki rifjað nákvæmlega upp. Ásgeir óskaði eftir því við gæsluna á vellinum að stuðningsmennirnir orðljótu yrðu fjarlægðir eða beint upp í stúku. Við því var ekki orðið. Stuðningsmennirnir héldu því áfram að úthúða Ásgeiri. Samkvæmt úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ átti ÍBV upphaflega að fá tvö hundruð þúsund króna sekt en hún var lækkuð um hundrað þúsund krónur vegna greinargerðar sem ÍBV sendi frá sér og viðbragða félagsins. Úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um málið með því að smella hér. „Við svöruðum KSÍ að við hefðum brugðist við með því að gæslan hafi talað við þessa aðila. Hún brást rétt við, allavega við því sem dómaratríóið bað um. Við töldum okkur gera það sem þeir báðu okkur um að aðhafast í þessu máli,“ sagði Óskar Snær Vignisson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV, í samtali við Vísi í dag. Eyjamenn ætla að kanna hvað þeir geta gert betur eftir uppákomuna í leiknum gegn Valskonum. „Við ætlum að endurfara verkferla og sjá hvað við getum gert til að svona hlutir komi ekki aftur fyrir. Það er leiðinlegt að þetta hafi komið fyrir og að sjálfsögðu hörmum við þetta. Þetta á ekki heima á fótboltavellinum eða neins staðar. Að sjálfsögðu endurskoðum við þessa hluti hjá okkur,“ sagði Óskar. „Við höfum tekið spjallið innan félagsins og nafngreinum enga aðila,“ bætti Óskar við, aðspurður hvort knattspyrnudeild ÍBV vissi hverjir hinir seku væru. En kemur til greina að setja sóðakjaftana í heimaleikjabann? „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun með það. Við erum bara að endurskoða þessa hluti og tökum ákvörðun um þetta innan félagsins,“ svaraði Óskar. Besta deild kvenna ÍBV KSÍ Vestmannaeyjar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Í skýrslu dómara leiksins kemur fram að stuðningsmenn ÍBV hafi komið sér fyrir aftan við aðstoðardómara eitt, Ásgeir Viktorsson, utan áhorfendasvæðis, og ausið yfir hann fúkyrðum. „Ummælin sem fram komu voru af þeim toga að þau gátu vakið óhug og vanlíðan hjá AD1 og áttu ekkert skylt við knattspyrnu,“ segir í skýrslu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Meðal ummæla sem Ásgeir þurfti að sitja undir voru: „Þú ert andskotans hálfviti“, „helvítis aumingi“, „þú ert fótboltanum til skammar“, „það er KSÍ til skammar að senda svona hálfvita eins og þig“, „þú ættir að hengja þig“, „það þyrfti að hengja þig“, „það ætti að skjóta þig í hausinn“. Þetta var ekki allt en í frásögn Ásgeirs kom fram að fleiri ummæli hefðu fallið sem hann gat ekki rifjað nákvæmlega upp. Ásgeir óskaði eftir því við gæsluna á vellinum að stuðningsmennirnir orðljótu yrðu fjarlægðir eða beint upp í stúku. Við því var ekki orðið. Stuðningsmennirnir héldu því áfram að úthúða Ásgeiri. Samkvæmt úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ átti ÍBV upphaflega að fá tvö hundruð þúsund króna sekt en hún var lækkuð um hundrað þúsund krónur vegna greinargerðar sem ÍBV sendi frá sér og viðbragða félagsins. Úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ um málið með því að smella hér. „Við svöruðum KSÍ að við hefðum brugðist við með því að gæslan hafi talað við þessa aðila. Hún brást rétt við, allavega við því sem dómaratríóið bað um. Við töldum okkur gera það sem þeir báðu okkur um að aðhafast í þessu máli,“ sagði Óskar Snær Vignisson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV, í samtali við Vísi í dag. Eyjamenn ætla að kanna hvað þeir geta gert betur eftir uppákomuna í leiknum gegn Valskonum. „Við ætlum að endurfara verkferla og sjá hvað við getum gert til að svona hlutir komi ekki aftur fyrir. Það er leiðinlegt að þetta hafi komið fyrir og að sjálfsögðu hörmum við þetta. Þetta á ekki heima á fótboltavellinum eða neins staðar. Að sjálfsögðu endurskoðum við þessa hluti hjá okkur,“ sagði Óskar. „Við höfum tekið spjallið innan félagsins og nafngreinum enga aðila,“ bætti Óskar við, aðspurður hvort knattspyrnudeild ÍBV vissi hverjir hinir seku væru. En kemur til greina að setja sóðakjaftana í heimaleikjabann? „Við höfum ekki tekið neina ákvörðun með það. Við erum bara að endurskoða þessa hluti og tökum ákvörðun um þetta innan félagsins,“ svaraði Óskar.
Besta deild kvenna ÍBV KSÍ Vestmannaeyjar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira