Jöfnum leikinn Oddný G. Harðardóttir skrifar 24. ágúst 2023 11:01 Vaxandi ójöfnuður á Íslandi er staðreynd. Pólitískar ákvarðanir ýta undir þá þróun. Það er hægt að snúa þessari þróun við ef pólitískur vilji leyfir. Ástæðurnar blasa við fólki sem skilur hvernig gott og öruggt samfélag virkar best fyrir flesta og sér á hvaða sviðum er brýnt að grípa til aðgerða. Þeirra aðgerða er ekki að vænta á vakt ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur enda gætir sú ríkisstjórn vel að sérhagsmunum fárra og vill ekki jafna leikinn. Embætti landlæknis birti skýrslu í maí 2021 sem ber yfirskriftina Ójöfnuður í heilsu á Íslandi – Ástæður og árangursríkar aðgerðir til úrbóta. Þar segir m.a. að breytingum megi ná fram með stjórnvaldsaðgerðum sem eru utan heilbrigðiskerfisins. Skortur á fjárhagslegu öryggi og félagslegri vernd auk skorts á öruggu húsnæði og fullnægjandi búsetuskilyrðum hafi mest áhrif á heilsufarslegan ójöfnuð. Aðgerðir sem tryggja almenna menntun og fjárhagslegt öryggi ráði miklu. Aðgerðir innan heilbrigðiskerfisins einar og sér dugi ekki til að ná fram afgerandi breytingum á ójöfnuði í heilsu. Að jafna stöðu barna ætti alltaf að vera forgangsmál. Framlög til menntunar allt frá leikskóla jafnar upphafið fyrir hvert barn og vinnur gegn því að ójöfnuður flytjist á milli kynslóða. „Ungt fólk, sem ekki er fastráðið, þeir sem þurfa að annast aðra, fólk af erlendum uppruna og aldraðir eru líklegri til þess að búa við lélega heilsu sökum fátæktar. Fátækt í bernsku getur haft skaðleg áhrif á heilsu allt lífið. Útgjöld til félagslegrar verndar sem auka fjárhagslegt öryggi viðkvæmra hópa vegna örorku, fötlunar, atvinnuleysis ofl. auka heilsufarslegan jöfnuð“ segir í skýrslunni. Þar segir enn fremur: „Bágborin búsetuskilyrði eru nátengd vanheilsu enda eru þeir sem eru húsnæðislausir, búa í lélegu eða óöruggu húsnæði eða húsnæði sem þeir hafa ekki efni á, líklegri til þess að vera við lélega heilsu“ Nýlegar upplýsingar frá forsætisráðuneytinu um fátækt á Íslandi sýna að tæplega 48 þúsund einstaklingar lifa hér á tekjum undir lágtekjumörkum. Um níu þúsund börn búa við fátækt. Heildarkostnaður samfélagsins vegna fátæktar er áætlaður 31 til 92 milljarðar króna. Barnabætur og húsnæðisstuðningur eru mjög öflug jöfnunartæki. Beita þarf þeim tækjum strax af styrk til að vinna gegn ójöfnuði. Ekki síst nú um stundir þegar stýrivextir eru orðnir helmingi hærri hér á landi en í þeim ríkjum sem við viljum bera okkur saman við. Svo háir vextir bitna harkalega á ungum fjölskyldum sem nýlega hafa keypt sína fyrstu íbúð. Aukið framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði þarf augljóslega að vera til staðar til að vinna á húsnæðisvanda til framtíðar. Síðast en ekki síst verður að beita skattkerfinu með skilvirkum hætti til að afla tekna en einnig til að vinna gegn ójöfnuði. Ávinningurinn fyrir samfélagið allt er fólginn í betri andlegri og líkamlegri heilsu almennings. Það er þess virði að jafna leikinn. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Vaxandi ójöfnuður á Íslandi er staðreynd. Pólitískar ákvarðanir ýta undir þá þróun. Það er hægt að snúa þessari þróun við ef pólitískur vilji leyfir. Ástæðurnar blasa við fólki sem skilur hvernig gott og öruggt samfélag virkar best fyrir flesta og sér á hvaða sviðum er brýnt að grípa til aðgerða. Þeirra aðgerða er ekki að vænta á vakt ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur enda gætir sú ríkisstjórn vel að sérhagsmunum fárra og vill ekki jafna leikinn. Embætti landlæknis birti skýrslu í maí 2021 sem ber yfirskriftina Ójöfnuður í heilsu á Íslandi – Ástæður og árangursríkar aðgerðir til úrbóta. Þar segir m.a. að breytingum megi ná fram með stjórnvaldsaðgerðum sem eru utan heilbrigðiskerfisins. Skortur á fjárhagslegu öryggi og félagslegri vernd auk skorts á öruggu húsnæði og fullnægjandi búsetuskilyrðum hafi mest áhrif á heilsufarslegan ójöfnuð. Aðgerðir sem tryggja almenna menntun og fjárhagslegt öryggi ráði miklu. Aðgerðir innan heilbrigðiskerfisins einar og sér dugi ekki til að ná fram afgerandi breytingum á ójöfnuði í heilsu. Að jafna stöðu barna ætti alltaf að vera forgangsmál. Framlög til menntunar allt frá leikskóla jafnar upphafið fyrir hvert barn og vinnur gegn því að ójöfnuður flytjist á milli kynslóða. „Ungt fólk, sem ekki er fastráðið, þeir sem þurfa að annast aðra, fólk af erlendum uppruna og aldraðir eru líklegri til þess að búa við lélega heilsu sökum fátæktar. Fátækt í bernsku getur haft skaðleg áhrif á heilsu allt lífið. Útgjöld til félagslegrar verndar sem auka fjárhagslegt öryggi viðkvæmra hópa vegna örorku, fötlunar, atvinnuleysis ofl. auka heilsufarslegan jöfnuð“ segir í skýrslunni. Þar segir enn fremur: „Bágborin búsetuskilyrði eru nátengd vanheilsu enda eru þeir sem eru húsnæðislausir, búa í lélegu eða óöruggu húsnæði eða húsnæði sem þeir hafa ekki efni á, líklegri til þess að vera við lélega heilsu“ Nýlegar upplýsingar frá forsætisráðuneytinu um fátækt á Íslandi sýna að tæplega 48 þúsund einstaklingar lifa hér á tekjum undir lágtekjumörkum. Um níu þúsund börn búa við fátækt. Heildarkostnaður samfélagsins vegna fátæktar er áætlaður 31 til 92 milljarðar króna. Barnabætur og húsnæðisstuðningur eru mjög öflug jöfnunartæki. Beita þarf þeim tækjum strax af styrk til að vinna gegn ójöfnuði. Ekki síst nú um stundir þegar stýrivextir eru orðnir helmingi hærri hér á landi en í þeim ríkjum sem við viljum bera okkur saman við. Svo háir vextir bitna harkalega á ungum fjölskyldum sem nýlega hafa keypt sína fyrstu íbúð. Aukið framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði þarf augljóslega að vera til staðar til að vinna á húsnæðisvanda til framtíðar. Síðast en ekki síst verður að beita skattkerfinu með skilvirkum hætti til að afla tekna en einnig til að vinna gegn ójöfnuði. Ávinningurinn fyrir samfélagið allt er fólginn í betri andlegri og líkamlegri heilsu almennings. Það er þess virði að jafna leikinn. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun