Við erum að bregðast bændum! Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar 23. ágúst 2023 08:00 Verði nýjar gjaldskrárbreytingar Matvælastofnunar (MAST) innleiddar mun það vera byrjunin að endalokum landbúnaðar á Íslandi eins og við þekkjum hann í dag. Við tekur iðnaðarlandbúnaður eins og þekkist í nágrannalöndum okkar með tilheyrandi vanlíðan dýra og rýrari gæði afurða og er ekki til þess fallinn til að lækka afurðaverð vegna gríðarlegrar hækkun á þjónustu til bænda. Ég heyri í fjarska íslenska innflytjendur matvæla fagna þessari ákvörðun enda er ljóst að þetta er vatn á myllu þeirra. Nýjar gjaldskrárbreytingar mun leiða til gríðarlegrar hækkunar á íslenskum matvælum. Það mun bitna verulega á samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar sérstaklega á bændum sem skilgreina sig sem smáframleiðendur. Afleiðingarnar eru augljósar. Nýsköpun dregst verulega saman og möguleikinn til að kaupa afurðir beint frá býli þurrkast út. Gjaldskrárbreytingarnar eru afleiðing innleiðingar evrópulöggjafar nr. 2017/625 um opinbert eftirlit. Líkt og margt annað sem við höfum innleitt vegna aðildar okkar að EES, þá eru þessi lög ekki samin með smæðar íslenska markaðarins í huga. MAST tekur fram að löggjöfin veiti þeim heimild til að innheimta kostnað til að standa straum af ýmsum kostnaðarþáttum m.a. launakostnaði þeirra sem sinna eftirliti, kostnaði vegna rekstrarvara, kostnaði vegna þjónustu os.frv. Því velti ég fyrir mér hvort þessi ákvörðun sé eingöngu tekin til að rétta af rekstur MAST við þetta eftirlit og færa aukinn kostnað alfarið á bændur? En þar með er MAST búið að loka fyrir ákveðna gátt í styrktarkerfi okkar til landbúnaðarins. Ég myndi halda að slík ákvörðun eigi ekki að vera í höndum MAST heldur ætti hún að koma fram sem skýr pólitískur vilji ríkisstjórnarinnar, en ég efast hreinlega að sá vilji er fyrir hendi hjá þingfólki Framsóknar. Ljóst er að fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir munu gjörbreyta landslagi á íslenskum landbúnaði. Þegar hefur verið tilkynnt um fyrirhugaðar lokanir ef þessar breytingar ná fram að ganga. Það þarf því að hætta við þessar hækkanir og hvet ég þingfólk Framsóknar til að standa þétt við bakið á okkar öflugu bændastétt. Höfundur er Framsóknarmaður og borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Aðalsteinn Haukur Sverrisson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Verði nýjar gjaldskrárbreytingar Matvælastofnunar (MAST) innleiddar mun það vera byrjunin að endalokum landbúnaðar á Íslandi eins og við þekkjum hann í dag. Við tekur iðnaðarlandbúnaður eins og þekkist í nágrannalöndum okkar með tilheyrandi vanlíðan dýra og rýrari gæði afurða og er ekki til þess fallinn til að lækka afurðaverð vegna gríðarlegrar hækkun á þjónustu til bænda. Ég heyri í fjarska íslenska innflytjendur matvæla fagna þessari ákvörðun enda er ljóst að þetta er vatn á myllu þeirra. Nýjar gjaldskrárbreytingar mun leiða til gríðarlegrar hækkunar á íslenskum matvælum. Það mun bitna verulega á samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar sérstaklega á bændum sem skilgreina sig sem smáframleiðendur. Afleiðingarnar eru augljósar. Nýsköpun dregst verulega saman og möguleikinn til að kaupa afurðir beint frá býli þurrkast út. Gjaldskrárbreytingarnar eru afleiðing innleiðingar evrópulöggjafar nr. 2017/625 um opinbert eftirlit. Líkt og margt annað sem við höfum innleitt vegna aðildar okkar að EES, þá eru þessi lög ekki samin með smæðar íslenska markaðarins í huga. MAST tekur fram að löggjöfin veiti þeim heimild til að innheimta kostnað til að standa straum af ýmsum kostnaðarþáttum m.a. launakostnaði þeirra sem sinna eftirliti, kostnaði vegna rekstrarvara, kostnaði vegna þjónustu os.frv. Því velti ég fyrir mér hvort þessi ákvörðun sé eingöngu tekin til að rétta af rekstur MAST við þetta eftirlit og færa aukinn kostnað alfarið á bændur? En þar með er MAST búið að loka fyrir ákveðna gátt í styrktarkerfi okkar til landbúnaðarins. Ég myndi halda að slík ákvörðun eigi ekki að vera í höndum MAST heldur ætti hún að koma fram sem skýr pólitískur vilji ríkisstjórnarinnar, en ég efast hreinlega að sá vilji er fyrir hendi hjá þingfólki Framsóknar. Ljóst er að fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir munu gjörbreyta landslagi á íslenskum landbúnaði. Þegar hefur verið tilkynnt um fyrirhugaðar lokanir ef þessar breytingar ná fram að ganga. Það þarf því að hætta við þessar hækkanir og hvet ég þingfólk Framsóknar til að standa þétt við bakið á okkar öflugu bændastétt. Höfundur er Framsóknarmaður og borgarfulltrúi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar