EncroChat Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 14. ágúst 2023 08:01 Eftir því sem næst verður komist lagði franska lögreglan í samstarfi við hollensku lögregluna til atlögu við fjarskiptafyrirtækið EncroChat árið 2019 með því brjótast inn í fjarskiptakerfi fyrirtækisins og koma fyrir hugbúnaði sem gerði frönsku lögreglunni kleift að hlaða niður skilaboðum og myndum um 60 þúsunda viðskiptavina EncroChat. Í lok apríl 2020 var franska lögreglan búin að hlaða niður milljónum skilaboða og hundruðum þúsunda mynda frá viðskiptavinum EncroChat óháð því hvort viðkomandi var grunaður um refsiverða háttsemi eða ekki. Aðgerðin fór fram með heimild frá frönskum dómstólum. Enginn slík lagaheimild er í íslenskum lögum. Íslenskir dómstólar hefðu því hafnað kröfunni. Fyrir liggur að framlagning og notkun svokallaðra EncroChat gagna, sem franska lögreglan aflaði og deildi með Europol og síðan öðrum ríkjum, hefur vakið upp áleitnar spurningar um réttaröryggi og réttláta málsmeðferð á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Hafa dómstólar í Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi, Svíþjóð og víðar haft uppi efasemdir um lögmæti gagnanna, notkun þeirra og sönnunargildi í sakamálum. Hér má meðal annars benda á dóma Hæstaréttar Frakklands (Cour de Cassation) í máli nr. 21/85148, frá 11 október 2022 og máli nr 21/85763, frá 25. október 2022 og dóms Hæstaréttar Ítalíu (Corte di Cassazione), í máli nr. 32915/2022, frá 15. júlí 2022. Með ákvörðun 19. október 2022, óskaði héraðsdómstóll í Þýskalandi, Landgerith Berlin, eftir ráðgefandi áliti frá Evrópudómstólnum, um það hvort að notkun EncroChat gagnanna stæðist löggjöf Evrópusambandsins. Málið var síðast tekið fyrir, 4. júlí 2023, þar sem saksóknarar frá Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Spáni, Ungverjalandi, Tékklandi og Svíþjóð gáfu skýrslu í 7 klukkutíma langri fyrirtöku hjá Evrópudómstólnum. Jafnframt hefur mannréttindadómstól Evrópu nú þegar ákveðið að taka tvö EncroChat mál gegn Frakklandi til meðferðar (sjá A.L. gegn Frakklandi nr. 44715/2020 og E.J. gegn Frakklandi nr. 47930/2021). Þessi mikilvægu úrlausnarefni, um réttaröryggi og réttláta málsmeðferð í sakamálum, sem eru til meðferðar hjá æðstu dómstólum í Evrópu, Evrópudómstólnum og mannréttindadómstól Evrópu, hafa ekki valdið íslenskum dómstólum vöku til þessa Í máli Landsréttar nr. 745/2022, var tekist á um lögmæti EncroChat gagnanna, en þar byggðu varnir ákærðu meðal annars á því: 1) Að gögnin væru á Excel formati og algjörlega óvarin. 2) Því gæti hver sem er sem hefði aðgang að gögnunum breytt þeim að vild og því væri áreiðanleiki gagnanna enginn. 3) Að ekkert hefði verið upplýst með hvaða hætti franska lögreglan aflaði gagnanna, s.s. hvaða tölvubúnaður var notaður, hvaða aðferðum var beitt, hvernig gögnin voru vörsluð og öryggi þeirra tryggt m.a. óslitin sönnunarkeðja. 4) Að takmarkaðar upplýsingar lægju fyrir um hvernig gögnin fóru frá frönsku lögreglunni til Europol og þaðan áfram til annarra landa og hvernig gögnin voru vörsluð og öryggi þeirra tryggt í hverju landi fyrir sig. 6) Að ekkert lægi fyrir um það hversu margir hefðu haft aðgang að gögnunum. Þessum mikilvægu spurningum, um grundvallarmannréttindi s.s. réttaröryggi, gagnaöryggi, vörslur og áreiðanleika gagna í sakamálum, sem æðstu dómstólar í Evrópu, Evrópudómstólinn og mannréttindadómstóll Evrópu, hafa fjallað um af fullri alvöru og með gagnrýnum og rökstuddum hætti, ákváðu íslenskir dómstólar að láta að mestu leyti ósvarað sbr. dóm Landsréttar í máli nr. 745/2022. Í dómi héraðsdóms kom fram án þess að það hafi verið rökstutt frekar: ,,Ekkert í málinu bendir til annars en að fyllilega sé hægt að treysta þessum gögnum.” Og í dómi Landsréttar sagði: ,,Að virtum aðdraganda þess að gögnin bárust lögreglu og upplýsingum um vistun þeirra er ekkert fram komið sem gefur tilefni til þess að að ætla að gögnin séu óáreiðanleg þannig að ekki verði á þeim byggt um úrlausn um sakargiftir samkvæmt ákæru. Breytir þar engu þótt verjandi ákærða hafi fengið afrit af gögnunum á Excel-formi og breytt þeim að vild.” Að mínu mati geta gögn, sem ekki liggur fyrir hvernig var aflað, hvernig þau voru vörsluð, hvernig þeim var miðlað og hvernig öryggi þeirra og áreiðanleiki var tryggður og hægt var að breyta að vild, ekki verið lögmætur grundvöllur að útgáfu ákæru og sakfellingu í sakamáli. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og var verjandi eins af ákærðu í máli Landsréttar nr. 745/2022 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Eftir því sem næst verður komist lagði franska lögreglan í samstarfi við hollensku lögregluna til atlögu við fjarskiptafyrirtækið EncroChat árið 2019 með því brjótast inn í fjarskiptakerfi fyrirtækisins og koma fyrir hugbúnaði sem gerði frönsku lögreglunni kleift að hlaða niður skilaboðum og myndum um 60 þúsunda viðskiptavina EncroChat. Í lok apríl 2020 var franska lögreglan búin að hlaða niður milljónum skilaboða og hundruðum þúsunda mynda frá viðskiptavinum EncroChat óháð því hvort viðkomandi var grunaður um refsiverða háttsemi eða ekki. Aðgerðin fór fram með heimild frá frönskum dómstólum. Enginn slík lagaheimild er í íslenskum lögum. Íslenskir dómstólar hefðu því hafnað kröfunni. Fyrir liggur að framlagning og notkun svokallaðra EncroChat gagna, sem franska lögreglan aflaði og deildi með Europol og síðan öðrum ríkjum, hefur vakið upp áleitnar spurningar um réttaröryggi og réttláta málsmeðferð á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Hafa dómstólar í Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi, Svíþjóð og víðar haft uppi efasemdir um lögmæti gagnanna, notkun þeirra og sönnunargildi í sakamálum. Hér má meðal annars benda á dóma Hæstaréttar Frakklands (Cour de Cassation) í máli nr. 21/85148, frá 11 október 2022 og máli nr 21/85763, frá 25. október 2022 og dóms Hæstaréttar Ítalíu (Corte di Cassazione), í máli nr. 32915/2022, frá 15. júlí 2022. Með ákvörðun 19. október 2022, óskaði héraðsdómstóll í Þýskalandi, Landgerith Berlin, eftir ráðgefandi áliti frá Evrópudómstólnum, um það hvort að notkun EncroChat gagnanna stæðist löggjöf Evrópusambandsins. Málið var síðast tekið fyrir, 4. júlí 2023, þar sem saksóknarar frá Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Spáni, Ungverjalandi, Tékklandi og Svíþjóð gáfu skýrslu í 7 klukkutíma langri fyrirtöku hjá Evrópudómstólnum. Jafnframt hefur mannréttindadómstól Evrópu nú þegar ákveðið að taka tvö EncroChat mál gegn Frakklandi til meðferðar (sjá A.L. gegn Frakklandi nr. 44715/2020 og E.J. gegn Frakklandi nr. 47930/2021). Þessi mikilvægu úrlausnarefni, um réttaröryggi og réttláta málsmeðferð í sakamálum, sem eru til meðferðar hjá æðstu dómstólum í Evrópu, Evrópudómstólnum og mannréttindadómstól Evrópu, hafa ekki valdið íslenskum dómstólum vöku til þessa Í máli Landsréttar nr. 745/2022, var tekist á um lögmæti EncroChat gagnanna, en þar byggðu varnir ákærðu meðal annars á því: 1) Að gögnin væru á Excel formati og algjörlega óvarin. 2) Því gæti hver sem er sem hefði aðgang að gögnunum breytt þeim að vild og því væri áreiðanleiki gagnanna enginn. 3) Að ekkert hefði verið upplýst með hvaða hætti franska lögreglan aflaði gagnanna, s.s. hvaða tölvubúnaður var notaður, hvaða aðferðum var beitt, hvernig gögnin voru vörsluð og öryggi þeirra tryggt m.a. óslitin sönnunarkeðja. 4) Að takmarkaðar upplýsingar lægju fyrir um hvernig gögnin fóru frá frönsku lögreglunni til Europol og þaðan áfram til annarra landa og hvernig gögnin voru vörsluð og öryggi þeirra tryggt í hverju landi fyrir sig. 6) Að ekkert lægi fyrir um það hversu margir hefðu haft aðgang að gögnunum. Þessum mikilvægu spurningum, um grundvallarmannréttindi s.s. réttaröryggi, gagnaöryggi, vörslur og áreiðanleika gagna í sakamálum, sem æðstu dómstólar í Evrópu, Evrópudómstólinn og mannréttindadómstóll Evrópu, hafa fjallað um af fullri alvöru og með gagnrýnum og rökstuddum hætti, ákváðu íslenskir dómstólar að láta að mestu leyti ósvarað sbr. dóm Landsréttar í máli nr. 745/2022. Í dómi héraðsdóms kom fram án þess að það hafi verið rökstutt frekar: ,,Ekkert í málinu bendir til annars en að fyllilega sé hægt að treysta þessum gögnum.” Og í dómi Landsréttar sagði: ,,Að virtum aðdraganda þess að gögnin bárust lögreglu og upplýsingum um vistun þeirra er ekkert fram komið sem gefur tilefni til þess að að ætla að gögnin séu óáreiðanleg þannig að ekki verði á þeim byggt um úrlausn um sakargiftir samkvæmt ákæru. Breytir þar engu þótt verjandi ákærða hafi fengið afrit af gögnunum á Excel-formi og breytt þeim að vild.” Að mínu mati geta gögn, sem ekki liggur fyrir hvernig var aflað, hvernig þau voru vörsluð, hvernig þeim var miðlað og hvernig öryggi þeirra og áreiðanleiki var tryggður og hægt var að breyta að vild, ekki verið lögmætur grundvöllur að útgáfu ákæru og sakfellingu í sakamáli. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og var verjandi eins af ákærðu í máli Landsréttar nr. 745/2022
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun