Ísköld framtíðarsýn: ryðjum brautina fyrir skautaíþróttir á Íslandi Bjarni Helgason skrifar 9. ágúst 2023 09:01 Ísland þarf fleiri skautahallir til að skautaíþróttir geti vaxið og dafnað og mætt aukinni eftirspurn. Það vekur athygli að aðeins tvö af sex stærstu sveitarfélögum landsins hafa byggt sér hallir. Við berum okkur gjarnan saman við nágranna okkar á norðurlöndum en við erum þó eftirbátar þeirra þegar kemur að fjölda skautahalla. Finnar og Svíar standa fremst meðal norðurlandaþjóða en Finnland er með 289 Skautahallir, eða 5,2 á hverja 100.000 íbúa og Svíar með 365 skautahallir eða um 3,5 skautahallir á hverja 100.000 íbúa. Svíar og Finnar hafa líka náð lengst allra norðurlanda í íshokkí og skipa sér jafnan meðal fimm efstu þjóða heims, bæði karla og kvenna. Í stærsta sveitarfélagi Íslands, Reykjavík, eru tvær Skautahallir (Laugardalur og Egilshöll) og í fimmta stærsta sveitarfélaginu, Akureyrarbæ, er sú þriðja. Þar með eru skautahallir á Íslandi upptaldar sem gerir um 0.8 skautahöll á hverja 100.000 íbúa. Það er athyglivert að aðeins tvö af sex stærstu sveitarfélögunum hafa byggt sér skautahöll. Engar hallir eru í Kópavogi (annað stærsta með 40.000 íbúa), Hafnarfirði, (þriðja stærsta með 30.000 íbúa) eða Reykjansbæ (fjórða stærsta með 22.000 íbúa). Þó eru öll þessi sveitarfélög miklir íþróttabæir og státa af tveimur stórum og öflugum íþróttafélögum hvert. Akureyrarbær sýnir og sannar að 20.000 manna sveitarfélag með tvö stór íþróttafélög getur vel staðið undir skautahöll en Skautafélag Akureyrar er sigursælasta félag landsins bæði í íshokkí og listskautum og hefur framleitt afreksíþróttafólk í röðum. Samkvæmt IIHF, Alþjóða Íshokkísambandinu, um fjölda skautahalla í löndum heims er Ísland í 47.-53. sæti ásamt Norður-Kóreu, Taívan, Argentínu, Armeníu, Taívan og Króatíu. Fæst þjóðir sem við berum okkur saman við að öllu jöfnu og lítt þekktar í heimi vetraríþrótta. Ísland stendur sig samt mjög vel í íþróttinni og er kvennalandslið Íslands í 27. sæti og karlalandsliðið í 34. sæti heimslista IIHF, langt fyrir ofan stöðu okkar á lista yfir fjölda skautahalla í hverju landi. Íshokkísamband Íslands er með mjög metnaðarfullt starf þrátt fyrir smæð sína, sendir fimm landslið til þáttöku í heimsmeistaramótum um allan heim ár hvert. Það sýnir svart á hvítu að þetta er íþrótt sem við Íslendingar erum góð í. Við ættum að byggja hana upp því við gætum náð enn meiri árangri ef fleiri sveitarfélög byggðu höll með vélfrystu svelli. Rekstur skautahalla er líka öðruvísi en rekstur annar íþróttamannvirkja sem hefur tekjur af því að selja inn á ísinn til almennings til ánægju og heilsubóta – og ekki má gleyma afmælisboðunum sem sívinsælt er að halda þar. Auk þess eru reglulega haldin heimsmeistaramót og komur erlendra afþreyingarliða fjölgar með ári hverju. Skautahallir þurfa því ekki að vera fjárhagsleg byrði á sveitarfélögunum heldur þvert á móti. Boltaíþróttir eru frábærar en henta alls ekki öllum og þekkja margir úr skautaheiminum þá sögu af krökkum sem fundu sig á ísnum eftir að hafa prófað margar af stærri hópíþróttagreinunum. Þess vegna er mikilvægt fyrir öll sveitarfélög að boðið sé upp á fjölbreytt íþróttastarf enda hafa þau flest það á markmiðaskrá. Skautaíþróttir eru frábær viðbót við íþróttaflóru sveitarfélaganna. Ef við færum sænsku eða finnsku leiðina væru um 15-20 skautahallir á Íslandi. En látum okkur duga að byggja þrjár Skautahallir til viðbótar í stóru sveitarfélögunum þremur; Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Þannig eflum við skautaíþróttir, á landinu sem er nú þegar kennt við ís og komum Íslandi á þann stall sem við vorum sett á í heimsþekktu kvikmyndinni Mighty Ducks 2 fyrir tæpum 30 árum síðan. Höfundur er grafískur hönnuður og íshokkípabbi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skautaíþróttir Íþróttir barna Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Ísland þarf fleiri skautahallir til að skautaíþróttir geti vaxið og dafnað og mætt aukinni eftirspurn. Það vekur athygli að aðeins tvö af sex stærstu sveitarfélögum landsins hafa byggt sér hallir. Við berum okkur gjarnan saman við nágranna okkar á norðurlöndum en við erum þó eftirbátar þeirra þegar kemur að fjölda skautahalla. Finnar og Svíar standa fremst meðal norðurlandaþjóða en Finnland er með 289 Skautahallir, eða 5,2 á hverja 100.000 íbúa og Svíar með 365 skautahallir eða um 3,5 skautahallir á hverja 100.000 íbúa. Svíar og Finnar hafa líka náð lengst allra norðurlanda í íshokkí og skipa sér jafnan meðal fimm efstu þjóða heims, bæði karla og kvenna. Í stærsta sveitarfélagi Íslands, Reykjavík, eru tvær Skautahallir (Laugardalur og Egilshöll) og í fimmta stærsta sveitarfélaginu, Akureyrarbæ, er sú þriðja. Þar með eru skautahallir á Íslandi upptaldar sem gerir um 0.8 skautahöll á hverja 100.000 íbúa. Það er athyglivert að aðeins tvö af sex stærstu sveitarfélögunum hafa byggt sér skautahöll. Engar hallir eru í Kópavogi (annað stærsta með 40.000 íbúa), Hafnarfirði, (þriðja stærsta með 30.000 íbúa) eða Reykjansbæ (fjórða stærsta með 22.000 íbúa). Þó eru öll þessi sveitarfélög miklir íþróttabæir og státa af tveimur stórum og öflugum íþróttafélögum hvert. Akureyrarbær sýnir og sannar að 20.000 manna sveitarfélag með tvö stór íþróttafélög getur vel staðið undir skautahöll en Skautafélag Akureyrar er sigursælasta félag landsins bæði í íshokkí og listskautum og hefur framleitt afreksíþróttafólk í röðum. Samkvæmt IIHF, Alþjóða Íshokkísambandinu, um fjölda skautahalla í löndum heims er Ísland í 47.-53. sæti ásamt Norður-Kóreu, Taívan, Argentínu, Armeníu, Taívan og Króatíu. Fæst þjóðir sem við berum okkur saman við að öllu jöfnu og lítt þekktar í heimi vetraríþrótta. Ísland stendur sig samt mjög vel í íþróttinni og er kvennalandslið Íslands í 27. sæti og karlalandsliðið í 34. sæti heimslista IIHF, langt fyrir ofan stöðu okkar á lista yfir fjölda skautahalla í hverju landi. Íshokkísamband Íslands er með mjög metnaðarfullt starf þrátt fyrir smæð sína, sendir fimm landslið til þáttöku í heimsmeistaramótum um allan heim ár hvert. Það sýnir svart á hvítu að þetta er íþrótt sem við Íslendingar erum góð í. Við ættum að byggja hana upp því við gætum náð enn meiri árangri ef fleiri sveitarfélög byggðu höll með vélfrystu svelli. Rekstur skautahalla er líka öðruvísi en rekstur annar íþróttamannvirkja sem hefur tekjur af því að selja inn á ísinn til almennings til ánægju og heilsubóta – og ekki má gleyma afmælisboðunum sem sívinsælt er að halda þar. Auk þess eru reglulega haldin heimsmeistaramót og komur erlendra afþreyingarliða fjölgar með ári hverju. Skautahallir þurfa því ekki að vera fjárhagsleg byrði á sveitarfélögunum heldur þvert á móti. Boltaíþróttir eru frábærar en henta alls ekki öllum og þekkja margir úr skautaheiminum þá sögu af krökkum sem fundu sig á ísnum eftir að hafa prófað margar af stærri hópíþróttagreinunum. Þess vegna er mikilvægt fyrir öll sveitarfélög að boðið sé upp á fjölbreytt íþróttastarf enda hafa þau flest það á markmiðaskrá. Skautaíþróttir eru frábær viðbót við íþróttaflóru sveitarfélaganna. Ef við færum sænsku eða finnsku leiðina væru um 15-20 skautahallir á Íslandi. En látum okkur duga að byggja þrjár Skautahallir til viðbótar í stóru sveitarfélögunum þremur; Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Þannig eflum við skautaíþróttir, á landinu sem er nú þegar kennt við ís og komum Íslandi á þann stall sem við vorum sett á í heimsþekktu kvikmyndinni Mighty Ducks 2 fyrir tæpum 30 árum síðan. Höfundur er grafískur hönnuður og íshokkípabbi.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar