Ísköld framtíðarsýn: ryðjum brautina fyrir skautaíþróttir á Íslandi Bjarni Helgason skrifar 9. ágúst 2023 09:01 Ísland þarf fleiri skautahallir til að skautaíþróttir geti vaxið og dafnað og mætt aukinni eftirspurn. Það vekur athygli að aðeins tvö af sex stærstu sveitarfélögum landsins hafa byggt sér hallir. Við berum okkur gjarnan saman við nágranna okkar á norðurlöndum en við erum þó eftirbátar þeirra þegar kemur að fjölda skautahalla. Finnar og Svíar standa fremst meðal norðurlandaþjóða en Finnland er með 289 Skautahallir, eða 5,2 á hverja 100.000 íbúa og Svíar með 365 skautahallir eða um 3,5 skautahallir á hverja 100.000 íbúa. Svíar og Finnar hafa líka náð lengst allra norðurlanda í íshokkí og skipa sér jafnan meðal fimm efstu þjóða heims, bæði karla og kvenna. Í stærsta sveitarfélagi Íslands, Reykjavík, eru tvær Skautahallir (Laugardalur og Egilshöll) og í fimmta stærsta sveitarfélaginu, Akureyrarbæ, er sú þriðja. Þar með eru skautahallir á Íslandi upptaldar sem gerir um 0.8 skautahöll á hverja 100.000 íbúa. Það er athyglivert að aðeins tvö af sex stærstu sveitarfélögunum hafa byggt sér skautahöll. Engar hallir eru í Kópavogi (annað stærsta með 40.000 íbúa), Hafnarfirði, (þriðja stærsta með 30.000 íbúa) eða Reykjansbæ (fjórða stærsta með 22.000 íbúa). Þó eru öll þessi sveitarfélög miklir íþróttabæir og státa af tveimur stórum og öflugum íþróttafélögum hvert. Akureyrarbær sýnir og sannar að 20.000 manna sveitarfélag með tvö stór íþróttafélög getur vel staðið undir skautahöll en Skautafélag Akureyrar er sigursælasta félag landsins bæði í íshokkí og listskautum og hefur framleitt afreksíþróttafólk í röðum. Samkvæmt IIHF, Alþjóða Íshokkísambandinu, um fjölda skautahalla í löndum heims er Ísland í 47.-53. sæti ásamt Norður-Kóreu, Taívan, Argentínu, Armeníu, Taívan og Króatíu. Fæst þjóðir sem við berum okkur saman við að öllu jöfnu og lítt þekktar í heimi vetraríþrótta. Ísland stendur sig samt mjög vel í íþróttinni og er kvennalandslið Íslands í 27. sæti og karlalandsliðið í 34. sæti heimslista IIHF, langt fyrir ofan stöðu okkar á lista yfir fjölda skautahalla í hverju landi. Íshokkísamband Íslands er með mjög metnaðarfullt starf þrátt fyrir smæð sína, sendir fimm landslið til þáttöku í heimsmeistaramótum um allan heim ár hvert. Það sýnir svart á hvítu að þetta er íþrótt sem við Íslendingar erum góð í. Við ættum að byggja hana upp því við gætum náð enn meiri árangri ef fleiri sveitarfélög byggðu höll með vélfrystu svelli. Rekstur skautahalla er líka öðruvísi en rekstur annar íþróttamannvirkja sem hefur tekjur af því að selja inn á ísinn til almennings til ánægju og heilsubóta – og ekki má gleyma afmælisboðunum sem sívinsælt er að halda þar. Auk þess eru reglulega haldin heimsmeistaramót og komur erlendra afþreyingarliða fjölgar með ári hverju. Skautahallir þurfa því ekki að vera fjárhagsleg byrði á sveitarfélögunum heldur þvert á móti. Boltaíþróttir eru frábærar en henta alls ekki öllum og þekkja margir úr skautaheiminum þá sögu af krökkum sem fundu sig á ísnum eftir að hafa prófað margar af stærri hópíþróttagreinunum. Þess vegna er mikilvægt fyrir öll sveitarfélög að boðið sé upp á fjölbreytt íþróttastarf enda hafa þau flest það á markmiðaskrá. Skautaíþróttir eru frábær viðbót við íþróttaflóru sveitarfélaganna. Ef við færum sænsku eða finnsku leiðina væru um 15-20 skautahallir á Íslandi. En látum okkur duga að byggja þrjár Skautahallir til viðbótar í stóru sveitarfélögunum þremur; Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Þannig eflum við skautaíþróttir, á landinu sem er nú þegar kennt við ís og komum Íslandi á þann stall sem við vorum sett á í heimsþekktu kvikmyndinni Mighty Ducks 2 fyrir tæpum 30 árum síðan. Höfundur er grafískur hönnuður og íshokkípabbi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skautaíþróttir Íþróttir barna Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland þarf fleiri skautahallir til að skautaíþróttir geti vaxið og dafnað og mætt aukinni eftirspurn. Það vekur athygli að aðeins tvö af sex stærstu sveitarfélögum landsins hafa byggt sér hallir. Við berum okkur gjarnan saman við nágranna okkar á norðurlöndum en við erum þó eftirbátar þeirra þegar kemur að fjölda skautahalla. Finnar og Svíar standa fremst meðal norðurlandaþjóða en Finnland er með 289 Skautahallir, eða 5,2 á hverja 100.000 íbúa og Svíar með 365 skautahallir eða um 3,5 skautahallir á hverja 100.000 íbúa. Svíar og Finnar hafa líka náð lengst allra norðurlanda í íshokkí og skipa sér jafnan meðal fimm efstu þjóða heims, bæði karla og kvenna. Í stærsta sveitarfélagi Íslands, Reykjavík, eru tvær Skautahallir (Laugardalur og Egilshöll) og í fimmta stærsta sveitarfélaginu, Akureyrarbæ, er sú þriðja. Þar með eru skautahallir á Íslandi upptaldar sem gerir um 0.8 skautahöll á hverja 100.000 íbúa. Það er athyglivert að aðeins tvö af sex stærstu sveitarfélögunum hafa byggt sér skautahöll. Engar hallir eru í Kópavogi (annað stærsta með 40.000 íbúa), Hafnarfirði, (þriðja stærsta með 30.000 íbúa) eða Reykjansbæ (fjórða stærsta með 22.000 íbúa). Þó eru öll þessi sveitarfélög miklir íþróttabæir og státa af tveimur stórum og öflugum íþróttafélögum hvert. Akureyrarbær sýnir og sannar að 20.000 manna sveitarfélag með tvö stór íþróttafélög getur vel staðið undir skautahöll en Skautafélag Akureyrar er sigursælasta félag landsins bæði í íshokkí og listskautum og hefur framleitt afreksíþróttafólk í röðum. Samkvæmt IIHF, Alþjóða Íshokkísambandinu, um fjölda skautahalla í löndum heims er Ísland í 47.-53. sæti ásamt Norður-Kóreu, Taívan, Argentínu, Armeníu, Taívan og Króatíu. Fæst þjóðir sem við berum okkur saman við að öllu jöfnu og lítt þekktar í heimi vetraríþrótta. Ísland stendur sig samt mjög vel í íþróttinni og er kvennalandslið Íslands í 27. sæti og karlalandsliðið í 34. sæti heimslista IIHF, langt fyrir ofan stöðu okkar á lista yfir fjölda skautahalla í hverju landi. Íshokkísamband Íslands er með mjög metnaðarfullt starf þrátt fyrir smæð sína, sendir fimm landslið til þáttöku í heimsmeistaramótum um allan heim ár hvert. Það sýnir svart á hvítu að þetta er íþrótt sem við Íslendingar erum góð í. Við ættum að byggja hana upp því við gætum náð enn meiri árangri ef fleiri sveitarfélög byggðu höll með vélfrystu svelli. Rekstur skautahalla er líka öðruvísi en rekstur annar íþróttamannvirkja sem hefur tekjur af því að selja inn á ísinn til almennings til ánægju og heilsubóta – og ekki má gleyma afmælisboðunum sem sívinsælt er að halda þar. Auk þess eru reglulega haldin heimsmeistaramót og komur erlendra afþreyingarliða fjölgar með ári hverju. Skautahallir þurfa því ekki að vera fjárhagsleg byrði á sveitarfélögunum heldur þvert á móti. Boltaíþróttir eru frábærar en henta alls ekki öllum og þekkja margir úr skautaheiminum þá sögu af krökkum sem fundu sig á ísnum eftir að hafa prófað margar af stærri hópíþróttagreinunum. Þess vegna er mikilvægt fyrir öll sveitarfélög að boðið sé upp á fjölbreytt íþróttastarf enda hafa þau flest það á markmiðaskrá. Skautaíþróttir eru frábær viðbót við íþróttaflóru sveitarfélaganna. Ef við færum sænsku eða finnsku leiðina væru um 15-20 skautahallir á Íslandi. En látum okkur duga að byggja þrjár Skautahallir til viðbótar í stóru sveitarfélögunum þremur; Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Þannig eflum við skautaíþróttir, á landinu sem er nú þegar kennt við ís og komum Íslandi á þann stall sem við vorum sett á í heimsþekktu kvikmyndinni Mighty Ducks 2 fyrir tæpum 30 árum síðan. Höfundur er grafískur hönnuður og íshokkípabbi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun