Staðan sé að versna í leikskólamálunum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. ágúst 2023 20:01 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði. Vísir/Arnar Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. Leikskólar landsins verða opnaðir aftur eftir fjögurra vikna sumarfrí eftir helgi. Nýju skólaári fylgir innritun fjölda barna sem ekki höfðu leikskólapláss fyrir sumar. Þó er einhver töf á því að sum börn komist í aðlögun og fá margir foreldrar engar upplýsingar um hvenær komið er að aðlögun hjá þeim. Til að mynda er komin upp sú staða í Dalskóla að foreldrar sem sögðu upp plássi hjá dagmömmu, vegna staðfestingu um pláss á leikskóla, vita ekkert hvenær barnið fær inni á leikskóla. Ástæðan er sögð vera mikill skortur á starfsfólki. Foreldri birti þessa færslu í Facebook-hóp þar sem hún sagði upp plássi sínu hjá dagmömmu en fær ekki pláss í aðlögun á leikskóla. Marta Guðjónsdóttir, ein fulltrúa minnihlutans í skóla- og frístundaráði, segir stöðuna líta ansi illa út. „Ég kom gjörsamlega af fjöllum þegar ég fékk þær fréttir að foreldrar stæðu uppi plásslausir í Dalskóla, með börnin í leikskólunum þar. Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar í sumar þrátt fyrir það að við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði óskuðum sérstaklega eftir því á síðasta fundi fyrir sumarfrí að við yrðum upplýst á sumarleyfistíma borgarstjórnar um stöðu mála í leikskólamálum,“ segir Marta. Klippa: Staðan versni milli ára Grafalvarleg staða Hún segir ástandið í leikskólamálum hafa verið slæmt fyrir sumarið og spáir því að það verði enn verra í haust. „Það lítur mjög illa út. það var neyðarástand hér í fyrra og staðan var mjög alvarleg. Staðan er enn alvarlegri núna og ég lít svo á að hún sé grafalvarleg því í fyrra í ágúst voru börn á biðlista 645. Síðustu tölur sem við fengum í júní, þá vöru börn á biðlista eftir leikskólaplássi 808. Meðalaldur barna sem hefja leikskólagöngu fer sífellt hækkandi og er kominn í tveggja ára aldurinn. Í fyrra var það tuttugu mánuðir þannig staðan er að versna á milli ára og það er grafalvarlegt,“ segir Marta. Í klippunni hér fyrir neðan má sjá samantekt fréttastofu á leikskólamálunum frá því í fyrra. Klippa: Annáll 2022 - Skóladrama Leikskólar Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Leikskólar landsins verða opnaðir aftur eftir fjögurra vikna sumarfrí eftir helgi. Nýju skólaári fylgir innritun fjölda barna sem ekki höfðu leikskólapláss fyrir sumar. Þó er einhver töf á því að sum börn komist í aðlögun og fá margir foreldrar engar upplýsingar um hvenær komið er að aðlögun hjá þeim. Til að mynda er komin upp sú staða í Dalskóla að foreldrar sem sögðu upp plássi hjá dagmömmu, vegna staðfestingu um pláss á leikskóla, vita ekkert hvenær barnið fær inni á leikskóla. Ástæðan er sögð vera mikill skortur á starfsfólki. Foreldri birti þessa færslu í Facebook-hóp þar sem hún sagði upp plássi sínu hjá dagmömmu en fær ekki pláss í aðlögun á leikskóla. Marta Guðjónsdóttir, ein fulltrúa minnihlutans í skóla- og frístundaráði, segir stöðuna líta ansi illa út. „Ég kom gjörsamlega af fjöllum þegar ég fékk þær fréttir að foreldrar stæðu uppi plásslausir í Dalskóla, með börnin í leikskólunum þar. Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar í sumar þrátt fyrir það að við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði óskuðum sérstaklega eftir því á síðasta fundi fyrir sumarfrí að við yrðum upplýst á sumarleyfistíma borgarstjórnar um stöðu mála í leikskólamálum,“ segir Marta. Klippa: Staðan versni milli ára Grafalvarleg staða Hún segir ástandið í leikskólamálum hafa verið slæmt fyrir sumarið og spáir því að það verði enn verra í haust. „Það lítur mjög illa út. það var neyðarástand hér í fyrra og staðan var mjög alvarleg. Staðan er enn alvarlegri núna og ég lít svo á að hún sé grafalvarleg því í fyrra í ágúst voru börn á biðlista 645. Síðustu tölur sem við fengum í júní, þá vöru börn á biðlista eftir leikskólaplássi 808. Meðalaldur barna sem hefja leikskólagöngu fer sífellt hækkandi og er kominn í tveggja ára aldurinn. Í fyrra var það tuttugu mánuðir þannig staðan er að versna á milli ára og það er grafalvarlegt,“ segir Marta. Í klippunni hér fyrir neðan má sjá samantekt fréttastofu á leikskólamálunum frá því í fyrra. Klippa: Annáll 2022 - Skóladrama
Leikskólar Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira