Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. júlí 2023 22:42 Sérfræðingar segja mikilvægt að minnka kolefnisspor jarðarbúa. Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna. Í rannsókninni segir að stöðvun veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) sem Golfstraumurinn er hluti af, gæti orðið milli áranna 2025 til 2095, verði kolefnisspor jarðarbúa ekki minnkað. AMOC færir hlýjan og saltan sjó frá miðbaugi jarðar norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Hringrásin dreifir varma um jörðina og hefur mikil áhrif á veðurfar víða um heim. Stöðvun AMOC myndi hafa í för með sér gífurlegar afleiðingar á loftslagið. Evrópulönd stæðu frammi fyrir auknum kulda á meðan stærsti hluti Afríku, lönd í Karabíska hafinu og Suður-Afríku sæju fram á gríðarlega hækkun hitastigs með tilheyrandi áhrifum. Vísir hefur áður fjallað um óstöðugleikann eins og sjá má í frétt Vísis frá því í ágúst 2021. „Ég held að við ættum að vera mjög áhyggjufull,“ sagði Peter Ditlevsen, prófessor við Háskólann í Kaupmannahöfn og einn höfunda rannsóknarinnar. „Þetta gæti orðið mjög, mjög stór breyting. Veltihringrás Atlantshafsins hefur ekki stöðvast í 12.000 ár,“ sagði hann. Stöðvanir hringrásarinnar áttu sér reglulega stað á tímabili sem hófst fyrir 115.000 árum síðan. Á því tímabili stóð að auki síðasta ísöld yfir. Í ágúst 2021 var greint frá því að veltihringrásin hefði hægt á sér vegna hnattrænnar hlýnunar. Fornloftslagsfræðingar höfðu þá fundið vísbendingar um að hringrásin geti stöðvast skyndilega. Vísindamenn deila um rannsóknina. Í umfjöllun Guardian er rætt við vísindamenn í ýmsum háskólum Evrópu sem setja spurningamerki við rannsóknina. Hana skorti fleiri gögn og óvissan sé mikil. Ditlevsen segist vonast til þess að skoðanaskiptin verði tilefni til frekari rannsókna á veltihringrásinni. Fréttin, sem í fyrstu byggði á umfjöllun Guardian, hefur verið uppfærð. Loftslagsmál Danmörk Hafið Tengdar fréttir Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Í rannsókninni segir að stöðvun veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) sem Golfstraumurinn er hluti af, gæti orðið milli áranna 2025 til 2095, verði kolefnisspor jarðarbúa ekki minnkað. AMOC færir hlýjan og saltan sjó frá miðbaugi jarðar norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Hringrásin dreifir varma um jörðina og hefur mikil áhrif á veðurfar víða um heim. Stöðvun AMOC myndi hafa í för með sér gífurlegar afleiðingar á loftslagið. Evrópulönd stæðu frammi fyrir auknum kulda á meðan stærsti hluti Afríku, lönd í Karabíska hafinu og Suður-Afríku sæju fram á gríðarlega hækkun hitastigs með tilheyrandi áhrifum. Vísir hefur áður fjallað um óstöðugleikann eins og sjá má í frétt Vísis frá því í ágúst 2021. „Ég held að við ættum að vera mjög áhyggjufull,“ sagði Peter Ditlevsen, prófessor við Háskólann í Kaupmannahöfn og einn höfunda rannsóknarinnar. „Þetta gæti orðið mjög, mjög stór breyting. Veltihringrás Atlantshafsins hefur ekki stöðvast í 12.000 ár,“ sagði hann. Stöðvanir hringrásarinnar áttu sér reglulega stað á tímabili sem hófst fyrir 115.000 árum síðan. Á því tímabili stóð að auki síðasta ísöld yfir. Í ágúst 2021 var greint frá því að veltihringrásin hefði hægt á sér vegna hnattrænnar hlýnunar. Fornloftslagsfræðingar höfðu þá fundið vísbendingar um að hringrásin geti stöðvast skyndilega. Vísindamenn deila um rannsóknina. Í umfjöllun Guardian er rætt við vísindamenn í ýmsum háskólum Evrópu sem setja spurningamerki við rannsóknina. Hana skorti fleiri gögn og óvissan sé mikil. Ditlevsen segist vonast til þess að skoðanaskiptin verði tilefni til frekari rannsókna á veltihringrásinni. Fréttin, sem í fyrstu byggði á umfjöllun Guardian, hefur verið uppfærð.
Loftslagsmál Danmörk Hafið Tengdar fréttir Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01