Eldgos hafið - Er heimilið tryggt? Ágúst Mogensen skrifar 11. júlí 2023 15:00 Eldgos er hafið á Reykjanesskaga enn á ný, nú í norðvesturhluta Litla-Hrúts. Við mælum með að gefa viðbragðsaðilum rými til þess að kanna aðstæður og hvetjum fólk að leggja ekki leið sína að gosinu strax. Þetta er í þriðja sinn sem gýs á Reykjanesi á stuttum tíma í kjölfar jarðskjálftahrinu. Ekki er hægt að segja til um hvað þetta jarðhræringatímabil mun vara lengi en íbúar suðvesturhornsins gætu þurft að búa við það næstu árin. Í stærstu skjálftunum nötra húsin okkar og innbú glamrar í hillum. Margir velta fyrir sér hvernig tryggingum á húsi og innbúi sé háttað og hverju þarf að huga að í þeim efnum. Húseignin mín Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) bætir tjón á öllum brunatryggðum fasteignum sem verða fyrir tjóni vegna eldgoss eða jarðskjálfta. Brunatryggingin sem þú ert með er skyldutrygging og því er húseignin þín tryggð sjálfkrafa. Þetta gildir um íbúðarhúsnæði, sumarhús, atvinnuhúsnæði, bílskúr og allar fasteignir. Hafa ber í huga að eigin áhætta tjóns er 2% á hverri fasteign og að lágmarki 400.000 krónur sem dregst frá tjónabótum. Á vefsíðunni nti.is má lesa um tryggingar og tilkynningu tjóna ef náttúruhamfarir verða. Innbúið mitt NTÍ bætir einnig tjón á innbúi og lausafé, en þó aðeins ef það er brunatryggt hjá tryggingafélagi. Alveg eins og með húseignina þína þá fer hluti af brunaiðgjaldi innbústryggingar þinnar til Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Hvað er átt við með innbúi og lausafé? Einfaldast er að útskýra það sem þá hluti sem þú flytur með þér ef þú skiptir um fasteign. Hjólhýsi, bátar og vélknúin ökutæki teljast ekki til innbús enda oftast sértryggð sem slík. Fólk ætti að ganga úr skugga um að það sé með innbúið sitt tryggt og að innbúsverðmæti sé rétt. Ef það er langt síðan trygging var tekin gæti verið skynsamlegt að yfirfara tryggingarfjárhæðir því bætur miðast alltaf við það innbúsverðmæti sem gefið er upp á tryggingarskírteini. Eigin áhætta NTÍ í innbústjóni er 2% og að lágmarki 200.000 krónur. En bíllinn minn? NTÍ bætir ekki tjón á bílum nema þeir séu sérstaklega brunatryggðir. Hefðbundin kaskótrygging nær ekki yfir þessi tjón og því gæti verið skynsamlegt að brunatryggja bíla sem eru í sérstakri hættu. Almennt eru bílar ekki taldir í sérstakri áhættu í jarðskjálftum og eldgosum, þá er hægt að færa eða keyra á brott. Hver og einn þarf þó að hugsa málið hér og gera sitt áhættumat. Gagnlegar upplýsingar og viðbrögð Við getum komið í veg fyrir eignatjón og slys í jarðskjálftum með því að fylgja nokkrum góðum ráðum. Festum skápa og hillur og færum verðmæta og/eða hættulega hluti úr efstu hillum. Ekki sofa með þunga hluti fyrir ofan ykkur, s.s. myndir, styttur eða hillur. Ef þú ert úti þegar jarðskjálfti verður þá skaltu vera áfram úti, nema fall eða hrunhætta sé kringum þig. Ef þú ert inni þegar harður skjálfti ríður yfir þá skaltu halda þig frá gluggum en frekar leita skjóls við burðarveggi, hurðarop eða með því að skríða undir sterkbyggð húsgögn eins og borð eða rúm. Komi til eldgoss þá er öruggast að fylgja tilmælum almannavarna og annarra viðbragðsaðila. Frekar en að flykkjast upp að gosstöðvum ættum við að halda okkur fjarri fyrstu dagana. Það er ekki hægt að segja til með öryggi hvar hraunsprungur opnast og kvikan getur verið um og yfir 1000 gráðu heit. Hvar tilkynni ég tjón vegna jarðskjálfta eða eldgoss? Ef svo óheppilega vill til að þú lendir í tjóni vegna jarðskjálfta eða eldgoss þá getur þú tilkynnt það til NTÍ á heimasíðunni nti.is. Þú mátt samt alveg hafa samband við þitt tryggingafélag líka ef eitthvað er óljóst og starfsmaður mun leiðbeina þér. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tryggingar Ágúst Mogensen Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eldgos er hafið á Reykjanesskaga enn á ný, nú í norðvesturhluta Litla-Hrúts. Við mælum með að gefa viðbragðsaðilum rými til þess að kanna aðstæður og hvetjum fólk að leggja ekki leið sína að gosinu strax. Þetta er í þriðja sinn sem gýs á Reykjanesi á stuttum tíma í kjölfar jarðskjálftahrinu. Ekki er hægt að segja til um hvað þetta jarðhræringatímabil mun vara lengi en íbúar suðvesturhornsins gætu þurft að búa við það næstu árin. Í stærstu skjálftunum nötra húsin okkar og innbú glamrar í hillum. Margir velta fyrir sér hvernig tryggingum á húsi og innbúi sé háttað og hverju þarf að huga að í þeim efnum. Húseignin mín Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) bætir tjón á öllum brunatryggðum fasteignum sem verða fyrir tjóni vegna eldgoss eða jarðskjálfta. Brunatryggingin sem þú ert með er skyldutrygging og því er húseignin þín tryggð sjálfkrafa. Þetta gildir um íbúðarhúsnæði, sumarhús, atvinnuhúsnæði, bílskúr og allar fasteignir. Hafa ber í huga að eigin áhætta tjóns er 2% á hverri fasteign og að lágmarki 400.000 krónur sem dregst frá tjónabótum. Á vefsíðunni nti.is má lesa um tryggingar og tilkynningu tjóna ef náttúruhamfarir verða. Innbúið mitt NTÍ bætir einnig tjón á innbúi og lausafé, en þó aðeins ef það er brunatryggt hjá tryggingafélagi. Alveg eins og með húseignina þína þá fer hluti af brunaiðgjaldi innbústryggingar þinnar til Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Hvað er átt við með innbúi og lausafé? Einfaldast er að útskýra það sem þá hluti sem þú flytur með þér ef þú skiptir um fasteign. Hjólhýsi, bátar og vélknúin ökutæki teljast ekki til innbús enda oftast sértryggð sem slík. Fólk ætti að ganga úr skugga um að það sé með innbúið sitt tryggt og að innbúsverðmæti sé rétt. Ef það er langt síðan trygging var tekin gæti verið skynsamlegt að yfirfara tryggingarfjárhæðir því bætur miðast alltaf við það innbúsverðmæti sem gefið er upp á tryggingarskírteini. Eigin áhætta NTÍ í innbústjóni er 2% og að lágmarki 200.000 krónur. En bíllinn minn? NTÍ bætir ekki tjón á bílum nema þeir séu sérstaklega brunatryggðir. Hefðbundin kaskótrygging nær ekki yfir þessi tjón og því gæti verið skynsamlegt að brunatryggja bíla sem eru í sérstakri hættu. Almennt eru bílar ekki taldir í sérstakri áhættu í jarðskjálftum og eldgosum, þá er hægt að færa eða keyra á brott. Hver og einn þarf þó að hugsa málið hér og gera sitt áhættumat. Gagnlegar upplýsingar og viðbrögð Við getum komið í veg fyrir eignatjón og slys í jarðskjálftum með því að fylgja nokkrum góðum ráðum. Festum skápa og hillur og færum verðmæta og/eða hættulega hluti úr efstu hillum. Ekki sofa með þunga hluti fyrir ofan ykkur, s.s. myndir, styttur eða hillur. Ef þú ert úti þegar jarðskjálfti verður þá skaltu vera áfram úti, nema fall eða hrunhætta sé kringum þig. Ef þú ert inni þegar harður skjálfti ríður yfir þá skaltu halda þig frá gluggum en frekar leita skjóls við burðarveggi, hurðarop eða með því að skríða undir sterkbyggð húsgögn eins og borð eða rúm. Komi til eldgoss þá er öruggast að fylgja tilmælum almannavarna og annarra viðbragðsaðila. Frekar en að flykkjast upp að gosstöðvum ættum við að halda okkur fjarri fyrstu dagana. Það er ekki hægt að segja til með öryggi hvar hraunsprungur opnast og kvikan getur verið um og yfir 1000 gráðu heit. Hvar tilkynni ég tjón vegna jarðskjálfta eða eldgoss? Ef svo óheppilega vill til að þú lendir í tjóni vegna jarðskjálfta eða eldgoss þá getur þú tilkynnt það til NTÍ á heimasíðunni nti.is. Þú mátt samt alveg hafa samband við þitt tryggingafélag líka ef eitthvað er óljóst og starfsmaður mun leiðbeina þér. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun