Framsókn og Samfylking tapa fluginu Matthías Arngrímsson skrifar 11. júlí 2023 07:31 Fremsti framagosi Framsóknarflokksins gerðist staurfótur sísta Samfylkingarstjórans í Reykjavík. Viðreisn síðasta kjörtímabils var svo sem ekki tignarlegri, en þessi er grátleg. Við bundum nefnilega vonir við Einar Þorsteinsson, og að hann myndi verja þjóðarflugvöllinn með kjafti og klóm. En sú von brást með samstarfi við helsta óvin vallarins og það hefur skilað vellinum í enn verri stöðu en áður, enda er Dagur yfirlýstur andstæðingur hans og hefur misst alla virðingu í málinu. Deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar skerðir nýtingu vallarins, flugrekstraröryggi og flugöryggi og brýtur mögulega í bága við lög. Það er mjög líklegt að ef Innviðaráðherra gerir ekkert í málinu muni Framsóknarflokkurinn þurrkast út í næstu borgarstjórnarkosningum, enda var þessi borgarstjórnarmeirihluti ekki það sem fylgismenn flokksins voru að kjósa. Hún er ekki vænleg til vinnings, sú framtíð sem blasir við landsmönnum þegar þeir þurfa að komast til höfuðborgarsvæðisins hratt og örugglega. Það er verið að vinna að því að hindra sjúkraflug og koma í veg fyrir að landsmenn komist með góðu móti til höfuðborgarsvæðisins. Skútað upp á bak í samgöngumálum. Sjúkraflugið er okkar allra Enn og aftur er rétt að leiðrétta þann misskilning að þyrlur sinni öllu sjúkraflugi. Það er ekki þannig og þess vegna þurfum við óheftan og öruggan aðgang að flugbrautum Reykjavíkurflugvallar allt árið um kring. Í fyrra flugu sjúkraflugvélar 888 sjúkraflug innanlands og 145 flug til útlanda. Í sjúkraflugum milli landa er oft um lífsnauðsynlega líffæraflutninga að ræða. Af þessum flugum voru 426 skilgreind sem neyðarflug (F1/F2) þar sem mínútur skiptu máli eða 48% tilfella. Þyrlur flugu 103 sjúkraflug en reyndar vantar þar betri greiningu á hvað telst sjúkraflug með sjúkling annars vegar, og svo hins vegar björgunarflug af fjöllum eða sjó t.d. sem enda á sjúkrahúsi með slasaða. Önnur skaðleg áhrif Einnig kemur þetta deiliskipulag í veg fyrir að flugvélar í millilandaflugi geti lent í Reykjavík ef aðrir flugvellir lokast. Það mun kosta stóraukinn útblástur vegna meiri eldsneytisburðar og fargjaldahækkanir verða óumflýjanlegar. Svo má ekki gleyma að innanlandsflugið mun eiga erfiðara um vik og fleiri flug verða felld niður, eða áfangastöðum fækkað, svo skaðleg áhrif á tryggar almenningssamgöngur verða varanlegar. Þegar orkuskiptin eru handan við hornið má reikna með að ódýrara verði að fljúga til fleiri staða en nú er gert og það má ekki heldur skaða þá byltingu í samgöngum þjóðarinnar ef völlurinn fær að starfa óáreittur. Ábyrgðin liggur hjá Framsókn og Samfylkingu Það verður að bregðast hratt og örugglega við og nauðsynlegt að stöðva þennan borgarstjórnarmeirihluta í skemmdarverkum sínum á samgönguinnviðum þjóðarinnar allrar. Samfylkingin er löngu orðin getulaus í málinu svo það þýðir ekki að ræða við þau, enda meðvirknin með borgarstjóra löngu farin út fyrir öll velsæmismörk. Framsóknarmenn á landsvísu og aðrir verða að láta í sér heyra og þrýsta á að Innviðaráðherra og formaður borgarráðs sjái að sér og leiðrétti sín mistök. Þannig verða þeir menn að meiri og Framsókn heldur þá mögulega sínum sætum í borgarstjórn í næstu kosningum. Ég skora á sveitastjórnir á Íslandi að mótmæla harðlega fyrirsjáanlegri skerðingu á samgöngum við höfuðborgarsvæðið. Innviðaráðherra hefur ýmsar lagalegar leiðir til að hindra þetta skaðlega deiliskipulag og ætti að nýta sér þær til að stöðva það Dagsverk, áður en þjóðarflugvöllurinn verður rústir Einars. Það yrði ömurleg arfleifð Framsóknar og Samfylkingar. Höfundur er flugstjóri og flugkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Matthías Arngrímsson Fréttir af flugi Borgarstjórn Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Skoðun Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Sjá meira
Fremsti framagosi Framsóknarflokksins gerðist staurfótur sísta Samfylkingarstjórans í Reykjavík. Viðreisn síðasta kjörtímabils var svo sem ekki tignarlegri, en þessi er grátleg. Við bundum nefnilega vonir við Einar Þorsteinsson, og að hann myndi verja þjóðarflugvöllinn með kjafti og klóm. En sú von brást með samstarfi við helsta óvin vallarins og það hefur skilað vellinum í enn verri stöðu en áður, enda er Dagur yfirlýstur andstæðingur hans og hefur misst alla virðingu í málinu. Deiliskipulag Nýja Skerjafjarðar skerðir nýtingu vallarins, flugrekstraröryggi og flugöryggi og brýtur mögulega í bága við lög. Það er mjög líklegt að ef Innviðaráðherra gerir ekkert í málinu muni Framsóknarflokkurinn þurrkast út í næstu borgarstjórnarkosningum, enda var þessi borgarstjórnarmeirihluti ekki það sem fylgismenn flokksins voru að kjósa. Hún er ekki vænleg til vinnings, sú framtíð sem blasir við landsmönnum þegar þeir þurfa að komast til höfuðborgarsvæðisins hratt og örugglega. Það er verið að vinna að því að hindra sjúkraflug og koma í veg fyrir að landsmenn komist með góðu móti til höfuðborgarsvæðisins. Skútað upp á bak í samgöngumálum. Sjúkraflugið er okkar allra Enn og aftur er rétt að leiðrétta þann misskilning að þyrlur sinni öllu sjúkraflugi. Það er ekki þannig og þess vegna þurfum við óheftan og öruggan aðgang að flugbrautum Reykjavíkurflugvallar allt árið um kring. Í fyrra flugu sjúkraflugvélar 888 sjúkraflug innanlands og 145 flug til útlanda. Í sjúkraflugum milli landa er oft um lífsnauðsynlega líffæraflutninga að ræða. Af þessum flugum voru 426 skilgreind sem neyðarflug (F1/F2) þar sem mínútur skiptu máli eða 48% tilfella. Þyrlur flugu 103 sjúkraflug en reyndar vantar þar betri greiningu á hvað telst sjúkraflug með sjúkling annars vegar, og svo hins vegar björgunarflug af fjöllum eða sjó t.d. sem enda á sjúkrahúsi með slasaða. Önnur skaðleg áhrif Einnig kemur þetta deiliskipulag í veg fyrir að flugvélar í millilandaflugi geti lent í Reykjavík ef aðrir flugvellir lokast. Það mun kosta stóraukinn útblástur vegna meiri eldsneytisburðar og fargjaldahækkanir verða óumflýjanlegar. Svo má ekki gleyma að innanlandsflugið mun eiga erfiðara um vik og fleiri flug verða felld niður, eða áfangastöðum fækkað, svo skaðleg áhrif á tryggar almenningssamgöngur verða varanlegar. Þegar orkuskiptin eru handan við hornið má reikna með að ódýrara verði að fljúga til fleiri staða en nú er gert og það má ekki heldur skaða þá byltingu í samgöngum þjóðarinnar ef völlurinn fær að starfa óáreittur. Ábyrgðin liggur hjá Framsókn og Samfylkingu Það verður að bregðast hratt og örugglega við og nauðsynlegt að stöðva þennan borgarstjórnarmeirihluta í skemmdarverkum sínum á samgönguinnviðum þjóðarinnar allrar. Samfylkingin er löngu orðin getulaus í málinu svo það þýðir ekki að ræða við þau, enda meðvirknin með borgarstjóra löngu farin út fyrir öll velsæmismörk. Framsóknarmenn á landsvísu og aðrir verða að láta í sér heyra og þrýsta á að Innviðaráðherra og formaður borgarráðs sjái að sér og leiðrétti sín mistök. Þannig verða þeir menn að meiri og Framsókn heldur þá mögulega sínum sætum í borgarstjórn í næstu kosningum. Ég skora á sveitastjórnir á Íslandi að mótmæla harðlega fyrirsjáanlegri skerðingu á samgöngum við höfuðborgarsvæðið. Innviðaráðherra hefur ýmsar lagalegar leiðir til að hindra þetta skaðlega deiliskipulag og ætti að nýta sér þær til að stöðva það Dagsverk, áður en þjóðarflugvöllurinn verður rústir Einars. Það yrði ömurleg arfleifð Framsóknar og Samfylkingar. Höfundur er flugstjóri og flugkennari.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar