Fótbolti

Bryn­dís Arna hættir ekki að skora og ÍBV vann fyrir norðan: Öll mörkin úr Bestu deildinni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik gegn Keflavík.
Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik gegn Keflavík. Vísir/Vilhelm

Breiðablik og Valur deila áfram efsta sætinu í Bestu deild kvenna en 12. umferð deildarinnar lauk í gær. 

Tólftu umferð Bestu deildar kvenna lauk í gær með tveimur leikjum. Breiðablik og Valur eru jöfn að stigum í efsta sæti deildarinnar en Þróttur og FH lyftu sér upp um sæti í efri hlutanum eftir sigra um helgina.

Breiðablik vann þægilegan sigur á Keflavík þegar liðin mættust á Kópavogsvelli á laugardag. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði bæði mörk Blika í 2-0 sigri.

Katla Tryggvadóttir og Sierra Lelii skoruðu mörk Þróttar í 2-0 sigri gegn Stjörnunni á útivelli á laugardag. Þróttur situr í 3. sæti deildarinnar eftir sigurinn en Stjarnan er í 6. sæti.

Í Hafnarfirði vann spútniklið FH 1-0 sigur á Tindastóli. Esther Rós Arnarsdóttir skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Vandræði Selfyssinga halda áfram en liðið tapaði 3-0 á heimavelli gegn Val í gær. Bryndís Arna Níelsdóttir heldur áfram að spila vel en hún skoraði tvö mörk fyrir Val í leiknum.

Þá gerði ÍBV góða ferð til Akureyrar og vann 2-0 sigur á Þór/KA. Olga Sevcova og Holly Oneill skoruðu mörk ÍBV sem lyfti sér upp úr fallsæti með sigrinum.

Öll mörkin úr 12. umferð Bestu deildar kvenna má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×