Fótbolti

Árni og félagar komu sér á toppinn með sigri gegn botnliðinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Árni Vilhjálmsson lék seinasta stundarfjórðunginn með Zalgiris í dag.
Árni Vilhjálmsson lék seinasta stundarfjórðunginn með Zalgiris í dag. Facebooksíða Zalgiris

Árni Vilhjálmsson og félagar hans í Zalgiris unnu öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Riteriai í litháísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Með sigrinum stukku Árni og félagar á toppinn.

Það var Stipe Vucur sem kom heimamönnum í Zalgiris í forystu þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

Mathias Oyewusi tvöfaldaði svo forystuna snemma í síðari hálfleik áður en Árni kom inn af varamannabekknum þegar um stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma, en það var Ovidijus Verbickas sem gulltryggði 3-0 sigur Zalgiris með marki á 90. mínútu.

Með sigrinum stökk Zalgiris upp í toppsæti litháísku deildarinnar, en liðið er nú með 49 stig eftir 22 leiki, jefn mörg og FK Panevezyz sem situr í öðru sæti en á tvo leiki til góða. Riteriai situr hins vegar á botni deildarinnar með 14 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×