Spá samdrætti í komu nýrra íbúða á markaðinn Eiður Þór Árnason skrifar 3. júlí 2023 16:01 Flestar íbúðir eru í byggingu í Reykjavík. Vísir/Arnar Vænta má þess að að samdráttur verði í nýjum fullbúnum íbúðum hér á landi á næstu árum, samkvæmt nýrri spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Framkvæmdir eru hafnar við byggingu á 8.971 íbúð á landsvísu sem er fjölgun milli mælinga. Á sama tíma sést metfjöldi framkvæmda þar sem framvinda stendur í stað á milli talninga en slíkar framvindumælingar hafa þó einungis staðið yfir frá því í september 2021. Þetta er sagt vísbending um að hægt hafi á framkvæmdum en flestar íbúðir með óbreytta framvindu eru á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi hafinna framkvæmda stendur í stað í Reykjavík frá því í september í fyrra en fjölgar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi.HMS Þetta sýna niðurstöður nýjustu talningar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á íbúðum í byggingu sem fram fór í mars. Ný spá stofnunarinnar gerir ráð fyrir að 5.657 íbúðir verði fullbúnar á landsvísu í ár og á því næsta á meðan fyrri spá gerði ráð fyrir að þær yrðu 6.375 talsins. HMS Samkvæmt nýjustu talningu á mest uppbygging íbúða sér stað á höfuðborgarsvæðinu þar sem 69,7% af öllum íbúðum eru í byggingu. Flestar íbúðir eru í byggingu í Reykjavík, eða 2.432 talsins og næstflestar í Hafnarfirði sem er með 1.663. Þar hefur jafnframt átt sé stað mesta aukningin í fjölda íbúða í byggingu á milli talninga. Utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar íbúðir í byggingu í sveitarfélaginu Árborg, eða 605 íbúðir, og á Akureyri, sem er með 286 íbúðir. Mesta aukningin er á framvindustigi 4 þar sem íbúðir teljast fokheldar. Aukning er um 1.011 íbúðir frá síðustu talningu og um 1.307 íbúðir frá sama tíma í fyrra sem er fjölgun um um rúmlega helming. Bygging telst á framvindustigi 1 þegar jarðvinna er hafin, stigi 2 þegar undirstöður eru tilbúnar, stigi 3 þegar þegar jarðvegslagnir eru frágengnar, stigi 4 þegar mannvirkið er fokhelt, stigi 5 þegar útveggir er fullbúnir og gluggar og útihurðir uppsettar, stigi 6 þegar loft eru klædd eða máluð og stigi 7 þegar byggingu er að mestu lokið. HMS Húsnæðismál Fasteignamarkaður Reykjavík Hafnarfjörður Akureyri Tengdar fréttir Óhjákvæmilegt að fasteignaverð hækki töluvert í ljósi viðvarandi skorts Það er óhjákvæmilegt að fasteignaverð muni hækka töluvert á næstu árum í ljósi viðvarandi skorts á íbúðum. Markmið stjórnvalda fyrir ári um að byggja 35 þúsund íbúðir á tíu árum mun ekki nást. Framboð á nýjum íbúðum verður því langt undir þörf. „Stjórnvöld gera byggingarverktökum æ erfiðara fyrir,“ segir framkvæmdastjóri Jáverks og nefnir að lægra endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði – sem hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti – muni leiða til 400-500 milljónir króna í aukna skattbyrði á næstu þremur árum fyrir verktakafyrirtækið. 1. júlí 2023 09:02 Framboð íbúða eykst enn og sölutíminn lengist Framboð íbúða hefur haldið áfram að aukast, aðallega vegna lengri sölutíma, og þá hefur þeim íbúðum fjölgað hlutfallslega sem seljast undir ásettu verði. Íbúðum til sölu hefur fjölgað um 300 á þremur mánuðum og eru nú 1.800 talsins. 29. júní 2023 09:01 Húsnæðisaðgerðir sveitarfélaga fá slæma útreið Einungis ellefu prósent telja Reykjavíkurborg hafa staðið sig vel þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis en 63,4 prósent fremur eða mjög illa. Þegar sjónum er beint að öðrum sveitarfélögum segja 9,4 prósent þau hafa staðið sig vel í húsnæðismálum en 45,5 prósent illa. 26. júní 2023 10:42 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Á sama tíma sést metfjöldi framkvæmda þar sem framvinda stendur í stað á milli talninga en slíkar framvindumælingar hafa þó einungis staðið yfir frá því í september 2021. Þetta er sagt vísbending um að hægt hafi á framkvæmdum en flestar íbúðir með óbreytta framvindu eru á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi hafinna framkvæmda stendur í stað í Reykjavík frá því í september í fyrra en fjölgar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi.HMS Þetta sýna niðurstöður nýjustu talningar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á íbúðum í byggingu sem fram fór í mars. Ný spá stofnunarinnar gerir ráð fyrir að 5.657 íbúðir verði fullbúnar á landsvísu í ár og á því næsta á meðan fyrri spá gerði ráð fyrir að þær yrðu 6.375 talsins. HMS Samkvæmt nýjustu talningu á mest uppbygging íbúða sér stað á höfuðborgarsvæðinu þar sem 69,7% af öllum íbúðum eru í byggingu. Flestar íbúðir eru í byggingu í Reykjavík, eða 2.432 talsins og næstflestar í Hafnarfirði sem er með 1.663. Þar hefur jafnframt átt sé stað mesta aukningin í fjölda íbúða í byggingu á milli talninga. Utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar íbúðir í byggingu í sveitarfélaginu Árborg, eða 605 íbúðir, og á Akureyri, sem er með 286 íbúðir. Mesta aukningin er á framvindustigi 4 þar sem íbúðir teljast fokheldar. Aukning er um 1.011 íbúðir frá síðustu talningu og um 1.307 íbúðir frá sama tíma í fyrra sem er fjölgun um um rúmlega helming. Bygging telst á framvindustigi 1 þegar jarðvinna er hafin, stigi 2 þegar undirstöður eru tilbúnar, stigi 3 þegar þegar jarðvegslagnir eru frágengnar, stigi 4 þegar mannvirkið er fokhelt, stigi 5 þegar útveggir er fullbúnir og gluggar og útihurðir uppsettar, stigi 6 þegar loft eru klædd eða máluð og stigi 7 þegar byggingu er að mestu lokið. HMS
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Reykjavík Hafnarfjörður Akureyri Tengdar fréttir Óhjákvæmilegt að fasteignaverð hækki töluvert í ljósi viðvarandi skorts Það er óhjákvæmilegt að fasteignaverð muni hækka töluvert á næstu árum í ljósi viðvarandi skorts á íbúðum. Markmið stjórnvalda fyrir ári um að byggja 35 þúsund íbúðir á tíu árum mun ekki nást. Framboð á nýjum íbúðum verður því langt undir þörf. „Stjórnvöld gera byggingarverktökum æ erfiðara fyrir,“ segir framkvæmdastjóri Jáverks og nefnir að lægra endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði – sem hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti – muni leiða til 400-500 milljónir króna í aukna skattbyrði á næstu þremur árum fyrir verktakafyrirtækið. 1. júlí 2023 09:02 Framboð íbúða eykst enn og sölutíminn lengist Framboð íbúða hefur haldið áfram að aukast, aðallega vegna lengri sölutíma, og þá hefur þeim íbúðum fjölgað hlutfallslega sem seljast undir ásettu verði. Íbúðum til sölu hefur fjölgað um 300 á þremur mánuðum og eru nú 1.800 talsins. 29. júní 2023 09:01 Húsnæðisaðgerðir sveitarfélaga fá slæma útreið Einungis ellefu prósent telja Reykjavíkurborg hafa staðið sig vel þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis en 63,4 prósent fremur eða mjög illa. Þegar sjónum er beint að öðrum sveitarfélögum segja 9,4 prósent þau hafa staðið sig vel í húsnæðismálum en 45,5 prósent illa. 26. júní 2023 10:42 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Óhjákvæmilegt að fasteignaverð hækki töluvert í ljósi viðvarandi skorts Það er óhjákvæmilegt að fasteignaverð muni hækka töluvert á næstu árum í ljósi viðvarandi skorts á íbúðum. Markmið stjórnvalda fyrir ári um að byggja 35 þúsund íbúðir á tíu árum mun ekki nást. Framboð á nýjum íbúðum verður því langt undir þörf. „Stjórnvöld gera byggingarverktökum æ erfiðara fyrir,“ segir framkvæmdastjóri Jáverks og nefnir að lægra endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði – sem hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti – muni leiða til 400-500 milljónir króna í aukna skattbyrði á næstu þremur árum fyrir verktakafyrirtækið. 1. júlí 2023 09:02
Framboð íbúða eykst enn og sölutíminn lengist Framboð íbúða hefur haldið áfram að aukast, aðallega vegna lengri sölutíma, og þá hefur þeim íbúðum fjölgað hlutfallslega sem seljast undir ásettu verði. Íbúðum til sölu hefur fjölgað um 300 á þremur mánuðum og eru nú 1.800 talsins. 29. júní 2023 09:01
Húsnæðisaðgerðir sveitarfélaga fá slæma útreið Einungis ellefu prósent telja Reykjavíkurborg hafa staðið sig vel þegar kemur að uppbyggingu húsnæðis en 63,4 prósent fremur eða mjög illa. Þegar sjónum er beint að öðrum sveitarfélögum segja 9,4 prósent þau hafa staðið sig vel í húsnæðismálum en 45,5 prósent illa. 26. júní 2023 10:42