Fella niður rannsókn á „svikaranum“ Prigozhin og Wagner Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2023 11:00 Jevgeníj Prigozhin í Rostov-on-Don á laugardag. Hann þarf ekki að svara fyrir að hafa sölsað undir sig höfuðstöðvar hersins þar eða að stefna vopnuðu liði sínu að Moskvu. AP/fjölmiðlateymi Prigozhin Rússneska leyniþjónustan FSB staðfesti að hún hefði bundið enda á sakamálarannsókn á Jevgeníj Prigozhin og Wagner-málaliðum hans fyrir skammvinna uppreisn þeirra um helgina þrátt fyrir að Pútín forseti hefði lýst honum sem „svikara“ í ávarpi í gær. Óljóst er hvar Prigozhin er niður kominn. Málaliðaher Prigozhin gerði uppreisn gegn rússneskum hermálayfirvöldum um helgina en dró sig í hlé eftir að Prigozhin náði samkomulagi við stjórnvöld í Kreml fyrir milligöngu Aleksanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands. Hluti af samkomulaginu var að hvorki Prigozhin né málaliðar hans yrðu sóttir til saka fyrir uppreisnina. Leyniþjónustan FSB rökstuddi ákvörðun sína um að fella rannsókn á uppreisninni niður með því að þátttakendur í henni hefðu „látið af aðgerðum sem beindust að því að fremja glæpinn“. Ákvörðun rússneskra stjórnvalda um að aðhafast ekki gegn Prigozhin og Wagner-málaliðaher hans þykir ekki síst merkileg í ljósi þess hversu fast þau hafa tekið á hvers kyns andófi gegn sér eða stríðsrekstrinum í Úkraínu. Fjöldi stjórnarandstæðinga dúsir í fangelsum við illan kost fyrir það eitt að gagnrýna ríkisstjórnina á sama tíma og Prigozhin og félagar geta um frjálst höfuð strokið þrátt fyrir að hafa lagt undir sig höfuðstöðvar hersins í Rostov-on-Don og skotið niður rússneskar þyrlur. Allt að tuttugu ára fangelsisvist liggur við vopnaðri uppreisn. Vladímír Pútín forseti lýsti Prigozhin enn sem svikara án þess að nefna hann á nafn í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi. Uppreisn hans væri vopn í höndum Úkraínumanna. Lofaði hann þó liðsmenn Wagner fyrir að koma í veg fyrir meiriháttar blóðbað. Skjáskot úr sjónvarpsávarpi þar sem Vladímír Pútín fordæmdi uppreisnarseggi Wagner í gærkvöldi.AP/skrifstofa Rússlandsforseta Framtíð Wagner óráðin Enn er óljóst hvar Prigozhin er staddur. Stjórnvöld í Kreml sögðu að hann færi í útlegð til Hvíta-Rússlands en hvorki hann né stjórn Lúkasjenka hefur staðfest það, að sögn AP-fréttastofunnar. Fregnir bárust af því í morgun að flugvél tengd Prigozhin hefði lent í höfuðborginni Minsk. Lúkasjenka minntist ekki á Prigozhin með nafni í sjónvarpaðri ræðu í morgun. Hann lýsti uppreisninni sem átökum á milli málaliðaforingjans og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, ekki valdaránstilraun. Prigozhin sjálfur lýsti uppreisninni sem mótmælum gegn tilskipun Shoigu um að leysa Wagner-hópinn upp og innlima liðsmenn hans í rússneska herinn í skilaboðum sem hann sendi frá sér í gær. Framtíð Wagner-hópsins er einnig óráðin. Tilskipun Shoigu á að taka gildi um mánaðamótin. Ekkert hefur komið fram um hvort að Prigozhin fái að halda her sínum. Pútín sagði í ávarpinu í gær að liðsmenn Wagner gætu gengið í rússneska herinn, látið af herþjónustu eða farið til Hvíta-Rússlands. Prigozhin sjálfur sagði í gær að hvítrússnesk stjórnvöld hefðu stungið upp á lausnum sem gerðu Wagner-hópnum kleift að starfa „innan löglegra lögsögu“ án þess að skýra frekar hvað hann ætti við. Sérfræðingar telja ósennilegt að gróa muni um heilt á milli Pútín og Prigozhin eftir vendingar helgarinnar. Boð til Prigozhin og liðsmanna hans um hæli í Hvíta-Rússlandi gæti verið gildra. Samræður Alexanders Lúkasjenka og Prigozhin voru „karlmannlegar“ og fullar af fúkyrðum ef marka má einn af áróðursmeisturum hvítrússneska forsetans..Getty/Svetlov Ekki við hæfi mæðra Einn af áróðursmeisturum Lúkasjenka varpaði ljósi á hvernig það kom til að hvítrússneski forsetinn hlutaðist til í deilunni um helgina. Pútín hefði efast um að hægt væri að koma tali við Prigozhin en málaliðaforinginn hefði svarað strax þegar Lúkasjenka hringdi. Samræður þeirra hafi þó verið mjög erfiðar, og að því er virðist ekki við hæfi mæðra, að því er kemur fram í frétt New York Times. „Þeir fleipruðu strax út úr sér slíkum fúkyrðum að það hefði grætt hvaða móður sem er. Samræðurnar voru harðskeyttar og karlmannlegar, eftir því sem mér er sagt,“ sagði Vadim Gigin, forstöðumaður landsbókasafna Hvíta-Rússlands, við ríkisfjölmiðlinn Belta á sunnudag. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Belarús Tengdar fréttir „Vopnuð uppreisn hefði verið kæfð hvort eð er“ Forseti Rússlands segir að uppreisn Wagner-hópsins um helgina hafi sýnt að allar tilraunir til að brjóta stjórn Rússlands niður að innan muni enda með tapi. Hann segist ætla að sjá til þess að réttlætinu verði fullnægt þegar kemur að skipuleggjendum uppreisnarinnar. 26. júní 2023 23:04 Valdarán ekki ætlunin heldur að koma í veg fyrir upplausn Wagner Jevgeníj Prigozhin, eigandi málaliðahersins Wagner-hópsins, segir að markmið uppreisnar hans gegn rússneskum heryfirvöldum um helgina hafi verið að koma í veg fyrir að hópurinn væri leystur upp, ekki að ræna völdum. Hópurinn hafi stoppað til að komast hjá fyrirsjáanlegu blóðbaði. 26. júní 2023 16:02 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Málaliðaher Prigozhin gerði uppreisn gegn rússneskum hermálayfirvöldum um helgina en dró sig í hlé eftir að Prigozhin náði samkomulagi við stjórnvöld í Kreml fyrir milligöngu Aleksanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands. Hluti af samkomulaginu var að hvorki Prigozhin né málaliðar hans yrðu sóttir til saka fyrir uppreisnina. Leyniþjónustan FSB rökstuddi ákvörðun sína um að fella rannsókn á uppreisninni niður með því að þátttakendur í henni hefðu „látið af aðgerðum sem beindust að því að fremja glæpinn“. Ákvörðun rússneskra stjórnvalda um að aðhafast ekki gegn Prigozhin og Wagner-málaliðaher hans þykir ekki síst merkileg í ljósi þess hversu fast þau hafa tekið á hvers kyns andófi gegn sér eða stríðsrekstrinum í Úkraínu. Fjöldi stjórnarandstæðinga dúsir í fangelsum við illan kost fyrir það eitt að gagnrýna ríkisstjórnina á sama tíma og Prigozhin og félagar geta um frjálst höfuð strokið þrátt fyrir að hafa lagt undir sig höfuðstöðvar hersins í Rostov-on-Don og skotið niður rússneskar þyrlur. Allt að tuttugu ára fangelsisvist liggur við vopnaðri uppreisn. Vladímír Pútín forseti lýsti Prigozhin enn sem svikara án þess að nefna hann á nafn í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi. Uppreisn hans væri vopn í höndum Úkraínumanna. Lofaði hann þó liðsmenn Wagner fyrir að koma í veg fyrir meiriháttar blóðbað. Skjáskot úr sjónvarpsávarpi þar sem Vladímír Pútín fordæmdi uppreisnarseggi Wagner í gærkvöldi.AP/skrifstofa Rússlandsforseta Framtíð Wagner óráðin Enn er óljóst hvar Prigozhin er staddur. Stjórnvöld í Kreml sögðu að hann færi í útlegð til Hvíta-Rússlands en hvorki hann né stjórn Lúkasjenka hefur staðfest það, að sögn AP-fréttastofunnar. Fregnir bárust af því í morgun að flugvél tengd Prigozhin hefði lent í höfuðborginni Minsk. Lúkasjenka minntist ekki á Prigozhin með nafni í sjónvarpaðri ræðu í morgun. Hann lýsti uppreisninni sem átökum á milli málaliðaforingjans og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, ekki valdaránstilraun. Prigozhin sjálfur lýsti uppreisninni sem mótmælum gegn tilskipun Shoigu um að leysa Wagner-hópinn upp og innlima liðsmenn hans í rússneska herinn í skilaboðum sem hann sendi frá sér í gær. Framtíð Wagner-hópsins er einnig óráðin. Tilskipun Shoigu á að taka gildi um mánaðamótin. Ekkert hefur komið fram um hvort að Prigozhin fái að halda her sínum. Pútín sagði í ávarpinu í gær að liðsmenn Wagner gætu gengið í rússneska herinn, látið af herþjónustu eða farið til Hvíta-Rússlands. Prigozhin sjálfur sagði í gær að hvítrússnesk stjórnvöld hefðu stungið upp á lausnum sem gerðu Wagner-hópnum kleift að starfa „innan löglegra lögsögu“ án þess að skýra frekar hvað hann ætti við. Sérfræðingar telja ósennilegt að gróa muni um heilt á milli Pútín og Prigozhin eftir vendingar helgarinnar. Boð til Prigozhin og liðsmanna hans um hæli í Hvíta-Rússlandi gæti verið gildra. Samræður Alexanders Lúkasjenka og Prigozhin voru „karlmannlegar“ og fullar af fúkyrðum ef marka má einn af áróðursmeisturum hvítrússneska forsetans..Getty/Svetlov Ekki við hæfi mæðra Einn af áróðursmeisturum Lúkasjenka varpaði ljósi á hvernig það kom til að hvítrússneski forsetinn hlutaðist til í deilunni um helgina. Pútín hefði efast um að hægt væri að koma tali við Prigozhin en málaliðaforinginn hefði svarað strax þegar Lúkasjenka hringdi. Samræður þeirra hafi þó verið mjög erfiðar, og að því er virðist ekki við hæfi mæðra, að því er kemur fram í frétt New York Times. „Þeir fleipruðu strax út úr sér slíkum fúkyrðum að það hefði grætt hvaða móður sem er. Samræðurnar voru harðskeyttar og karlmannlegar, eftir því sem mér er sagt,“ sagði Vadim Gigin, forstöðumaður landsbókasafna Hvíta-Rússlands, við ríkisfjölmiðlinn Belta á sunnudag.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Belarús Tengdar fréttir „Vopnuð uppreisn hefði verið kæfð hvort eð er“ Forseti Rússlands segir að uppreisn Wagner-hópsins um helgina hafi sýnt að allar tilraunir til að brjóta stjórn Rússlands niður að innan muni enda með tapi. Hann segist ætla að sjá til þess að réttlætinu verði fullnægt þegar kemur að skipuleggjendum uppreisnarinnar. 26. júní 2023 23:04 Valdarán ekki ætlunin heldur að koma í veg fyrir upplausn Wagner Jevgeníj Prigozhin, eigandi málaliðahersins Wagner-hópsins, segir að markmið uppreisnar hans gegn rússneskum heryfirvöldum um helgina hafi verið að koma í veg fyrir að hópurinn væri leystur upp, ekki að ræna völdum. Hópurinn hafi stoppað til að komast hjá fyrirsjáanlegu blóðbaði. 26. júní 2023 16:02 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
„Vopnuð uppreisn hefði verið kæfð hvort eð er“ Forseti Rússlands segir að uppreisn Wagner-hópsins um helgina hafi sýnt að allar tilraunir til að brjóta stjórn Rússlands niður að innan muni enda með tapi. Hann segist ætla að sjá til þess að réttlætinu verði fullnægt þegar kemur að skipuleggjendum uppreisnarinnar. 26. júní 2023 23:04
Valdarán ekki ætlunin heldur að koma í veg fyrir upplausn Wagner Jevgeníj Prigozhin, eigandi málaliðahersins Wagner-hópsins, segir að markmið uppreisnar hans gegn rússneskum heryfirvöldum um helgina hafi verið að koma í veg fyrir að hópurinn væri leystur upp, ekki að ræna völdum. Hópurinn hafi stoppað til að komast hjá fyrirsjáanlegu blóðbaði. 26. júní 2023 16:02