Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2023 08:34 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar getur brosað út að eyrum eins og hún gerði í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlárskvöld. Vísir/Hulda Margrét Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. Samfylkingin er stærsti flokkur landsins og mælist með 27,2 prósent fylgi eða á pari við könnunina í maí. Flokkurinn fékk 9,9 prósent í kosningunum 2021 en hefur nú tæplega þrefaldað fylgi sitt. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með næst mest fylgi eða 19 prósent. Flokkurinn fékk mset fylgi í kosningum 2021 eða 24,4 prósent. Þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni er Píratar með 11,3 prósenta fylgi, þá Viðreisn með 9,7 prósent og svo Framsókn með 8,8 prósent. Vinstri græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, mælist með sjö prósenta fylgi eða á pari við Flokk fólksins sem mælist með 6,6 prósenta fylgi. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningnum og stendur nú í 34,2 prósentum. Ýmislegt áhugavert má sjá í könnun Maskínu. Til að mynda er forvitnilegt að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn, stærsti flokkurinn í síðustu kosningum, sækir mest fylgi sitt til tekjuhæsta hópsins, sem er um leið fjölmennasti hópurinn. Þannig er fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata svo til á pari í öllum tekjuflokkum nema þeim hæsta. Hjá fólki með heimilistekjur (heildartekjur heimilis, einstaklingur plús maki) yfir 1200 þúsund krónur er Sjálfstæðisflokkurinn með þrjátíu prósenta fylgi en næst kemur Samfylkingin með 25,1 prósenta fylgi í þeim tekjuhópi. Í næsthæsta tekjuhópnum, milljón til 1200 þúsund, er fylgi Samfylkingarinnar 37,5 prósent en Sjálfstæðisflokksins 10,4 prósent. Hér má sjá fylgi flokkanna miðað við kyn, aldur, búsetu, menntun og tekjur.Maskína Hjá tekjulægsta hópnum sækir Samfylkingin mest fylgi eða 19,9 prósent en þar á eftir kemur Flokkur fólksins með 17,5 prósenta fylgi. Þá má sjá að Píratar keppa helst við Samfylkinguna í yngsta aldurshópnum, 18-29 ára, en í þeim elsta hefur Samfylkingin mest fylgi eða 32,6 prósent. Könnunina í heild má sjá í PDF-skjali hér að neðan. Tengd skjöl Fylgi_flokkaPDF604KBSækja skjal Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Samfylkingin er stærsti flokkur landsins og mælist með 27,2 prósent fylgi eða á pari við könnunina í maí. Flokkurinn fékk 9,9 prósent í kosningunum 2021 en hefur nú tæplega þrefaldað fylgi sitt. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með næst mest fylgi eða 19 prósent. Flokkurinn fékk mset fylgi í kosningum 2021 eða 24,4 prósent. Þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni er Píratar með 11,3 prósenta fylgi, þá Viðreisn með 9,7 prósent og svo Framsókn með 8,8 prósent. Vinstri græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, mælist með sjö prósenta fylgi eða á pari við Flokk fólksins sem mælist með 6,6 prósenta fylgi. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningnum og stendur nú í 34,2 prósentum. Ýmislegt áhugavert má sjá í könnun Maskínu. Til að mynda er forvitnilegt að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn, stærsti flokkurinn í síðustu kosningum, sækir mest fylgi sitt til tekjuhæsta hópsins, sem er um leið fjölmennasti hópurinn. Þannig er fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata svo til á pari í öllum tekjuflokkum nema þeim hæsta. Hjá fólki með heimilistekjur (heildartekjur heimilis, einstaklingur plús maki) yfir 1200 þúsund krónur er Sjálfstæðisflokkurinn með þrjátíu prósenta fylgi en næst kemur Samfylkingin með 25,1 prósenta fylgi í þeim tekjuhópi. Í næsthæsta tekjuhópnum, milljón til 1200 þúsund, er fylgi Samfylkingarinnar 37,5 prósent en Sjálfstæðisflokksins 10,4 prósent. Hér má sjá fylgi flokkanna miðað við kyn, aldur, búsetu, menntun og tekjur.Maskína Hjá tekjulægsta hópnum sækir Samfylkingin mest fylgi eða 19,9 prósent en þar á eftir kemur Flokkur fólksins með 17,5 prósenta fylgi. Þá má sjá að Píratar keppa helst við Samfylkinguna í yngsta aldurshópnum, 18-29 ára, en í þeim elsta hefur Samfylkingin mest fylgi eða 32,6 prósent. Könnunina í heild má sjá í PDF-skjali hér að neðan. Tengd skjöl Fylgi_flokkaPDF604KBSækja skjal
Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira