Íbúaráðin- sýndarsamráð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 21. júní 2023 17:30 Fyrir mistök starfsmanna Reykjavíkurborgar á fundi íbúaráðs Laugardals opinberuðust neikvæð og niðrandi orðaskipti þeirra öllum á fundinum sem sýndur var beint á YouTube-síðu Reykjavíkurborgar. Niðurlægjandi tal þeirra snerist að fulltrúum í ráðinu sem vildu bóka um leikskólamál og fá spurningum um biðlista svarað. Á tali starfsmannanna að dæma voru þeir að finna leiðir til að þagga niður í ráðsmönnum og koma í veg fyrir „með klækjum“ að mál/bókanir rötuðu í fundargerð. Það hefur verið tilfinning og upplifun bæði mín og fleiri sem hafa fylgst með fundargerðum íbúaráða að íbúaráðin séu í raun bara sýndarsamráð. Nú hefur fengist staðfesting á því svo um munar. Að fá staðfestingu á svona tali er áfall og fyrst vill maður hreinlega ekki trúa að verið sé að tala með þessum hætti um fulltrúa í ráðinu sem eru að sinna sínu hlutverki samkvæmt samþykktum borgarinnar um íbúaráð. Það er skoðun mín að rótin að slíku viðhorfi sem þarna birtist hljóti að eiga rætur að rekja í ákveðinni vinnustaðamenningu, meiðandi menningu sem kannski á sér langa sögu í borgarstjórn Reykjavíkur. Meirihlutinn er að látast sem hann vilji veg íbúa sem mestan og vilji leyfa íbúum að vera alvöru þátttakendur í ákvörðunum sem varða hverfið þeirra. Þegar allt kemur til alls er þetta bara plat. Fengið ábendingar Eftir að fréttin um þessi meinlegu tæknimistök á fundi íbúaráðs Laugardals birtist á fréttavef DV hef ég fengið ábendingar frá öðrum fulltrúum í íbúaráðum og gesti, aðila sem hefur verið með kynningar fyrir íbúaráðsfundi sem lýsa nákvæmlega sömu upplifun sem nú hefur verið staðfest, að sennilega eru þessi íbúaráð bara spaug. Eftir situr að þessum vettvangi hefur ekki verið sinnt og greinilega er ekki borinn fyrir honum mikil virðing. Ítrekað hefur fyrirspurnum fulltrúa í ráðinu verið seint og illa svarað og sama gildir um fyrirspurnir frá íbúaráðinu sjálfu. Ítrekað er boðuð umræða með fagfólki borgarinnar um mikilvæg málefni hverfisins slegin af dagskrá funda með örstuttum fyrirvara. Íbúaráðin eru ekki að virka, lýðræðisleg umræða blómstrar ekki og sú grenndarþekking sem býr í fulltrúum ráðsins er vannýtt. Vandræðaleg framganga starfsmanna síðasta fundar, bera þessu vitni. Uppsetning og framkvæmd íbúaráðsfundanna eru ekki í höndum fulltrúanna í ráðinu heldur starfsfólks sem stýra ekki aðeins fundinum heldur reyna að stjórna innihaldi þeirra. Íbúaráðin virðast aðeins vera leiksvið sem meirihlutinn undir stjórn Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu hefur sett upp til að slá ryki i augu borgarbúa. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fyrir mistök starfsmanna Reykjavíkurborgar á fundi íbúaráðs Laugardals opinberuðust neikvæð og niðrandi orðaskipti þeirra öllum á fundinum sem sýndur var beint á YouTube-síðu Reykjavíkurborgar. Niðurlægjandi tal þeirra snerist að fulltrúum í ráðinu sem vildu bóka um leikskólamál og fá spurningum um biðlista svarað. Á tali starfsmannanna að dæma voru þeir að finna leiðir til að þagga niður í ráðsmönnum og koma í veg fyrir „með klækjum“ að mál/bókanir rötuðu í fundargerð. Það hefur verið tilfinning og upplifun bæði mín og fleiri sem hafa fylgst með fundargerðum íbúaráða að íbúaráðin séu í raun bara sýndarsamráð. Nú hefur fengist staðfesting á því svo um munar. Að fá staðfestingu á svona tali er áfall og fyrst vill maður hreinlega ekki trúa að verið sé að tala með þessum hætti um fulltrúa í ráðinu sem eru að sinna sínu hlutverki samkvæmt samþykktum borgarinnar um íbúaráð. Það er skoðun mín að rótin að slíku viðhorfi sem þarna birtist hljóti að eiga rætur að rekja í ákveðinni vinnustaðamenningu, meiðandi menningu sem kannski á sér langa sögu í borgarstjórn Reykjavíkur. Meirihlutinn er að látast sem hann vilji veg íbúa sem mestan og vilji leyfa íbúum að vera alvöru þátttakendur í ákvörðunum sem varða hverfið þeirra. Þegar allt kemur til alls er þetta bara plat. Fengið ábendingar Eftir að fréttin um þessi meinlegu tæknimistök á fundi íbúaráðs Laugardals birtist á fréttavef DV hef ég fengið ábendingar frá öðrum fulltrúum í íbúaráðum og gesti, aðila sem hefur verið með kynningar fyrir íbúaráðsfundi sem lýsa nákvæmlega sömu upplifun sem nú hefur verið staðfest, að sennilega eru þessi íbúaráð bara spaug. Eftir situr að þessum vettvangi hefur ekki verið sinnt og greinilega er ekki borinn fyrir honum mikil virðing. Ítrekað hefur fyrirspurnum fulltrúa í ráðinu verið seint og illa svarað og sama gildir um fyrirspurnir frá íbúaráðinu sjálfu. Ítrekað er boðuð umræða með fagfólki borgarinnar um mikilvæg málefni hverfisins slegin af dagskrá funda með örstuttum fyrirvara. Íbúaráðin eru ekki að virka, lýðræðisleg umræða blómstrar ekki og sú grenndarþekking sem býr í fulltrúum ráðsins er vannýtt. Vandræðaleg framganga starfsmanna síðasta fundar, bera þessu vitni. Uppsetning og framkvæmd íbúaráðsfundanna eru ekki í höndum fulltrúanna í ráðinu heldur starfsfólks sem stýra ekki aðeins fundinum heldur reyna að stjórna innihaldi þeirra. Íbúaráðin virðast aðeins vera leiksvið sem meirihlutinn undir stjórn Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu hefur sett upp til að slá ryki i augu borgarbúa. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar