Á annan tug vantar samastað þegar Samhjálp missir húsnæðið Árni Sæberg skrifar 17. júní 2023 14:16 Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar. Bylgjan Leigusamningi Samhjálpar við Félagsbústaði um húsnæði áfangaheimilisins Brúar hefur verið sagt upp. Framkvæmdastjóri samtakanna segir framtíð þjónustunnar í óvissu. Áfangaheimilið Brú hefur verið rekið að Höfðabakka í Reykjavík í áratug en í janúar næstkomandi þarf Samhjálp að rýma húsnæðið. Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, segir að róðurinn sé þungur þar sem samtökin þurfa sjálf að standa straum af miklum kostnaði við áfangaheimilið. „Að óbreyttu þurfum við að loka í lok janúar. Þetta er úrræði sem við höfum séð um rekstur á, við höfum auðvitað notið leigukjara Félagsbústaða. En utanumhaldið og langtímameðferðarhluti áfangaheimila, eins og Brú, er auðvitað ekki greiddur af neinum opinberum aðila. Þannig að hann er greiddur með sjálfsaflafé Samhjálpar,“ segir Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar. Meira en bara þak yfir höfuðið Átján skjólstæðingar Samhjálpar búa á Brú, þeir eru allir í viðkvæmri stöðu. Þeir horfa nú fram á það að missa þakið yfir höfði sér en þeir eru ekki einungis í húsnæðisþörf. „Það sem er svona mikilvægt við svona úrræði, eins og áfangaheimili, er að þetta er auðvitað langtímameðferð. Þarna er fólk að fá eftirfylgni eftir meðferð við fíknisjúkdómum. Við vitum það, eins og þegar aðrir sjúkdómar eru, að það er mikilvægt að fá eftirfylgni til þess að geta náð sér almennilega á strik, áður en maður heldur út í lífið á nýjan leik,“ segir Edda. Saknar fjármagns Á Alþingi liggur fyrir frumvarp um leyfisskyldu og eftirlit með áfangaheimilum. Edda fagnar því en furðar sig á því hvers vegna áfangaheimili fá ekkert pláss í fjárlögum. Án aðkomu ríkisins þurfi kraftaverk til þess að starfsemi Brúar verði áfram haldið. „Það þyrfti þá einhver að útvega okkur húsnæði sem væri þannig að við gætum nýtt það. Þetta byggir á því að það sé sjálfstæð búseta, við þurfum að hafa íbúðir með eldhúsi og baðherbergi fyrir hvern og einn, litlar íbúðir. Ég hef trú á því að þetta leysist einhvern veginn. Ég biðla til þjóðarinnar á þjóðhátíðardaginn sjálfan, að einhver stigi fram sem er aflögufær og getur aðstoðað okkur með þetta. Þetta er mjög mikilvægt og ég myndi segja að þetta hafi skilað miklum verðmætum til þjóðarinnar,“ segir Edda. Húsnæðismál Fíkn Félagasamtök Félagsmál Reykjavík Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Áfangaheimilið Brú hefur verið rekið að Höfðabakka í Reykjavík í áratug en í janúar næstkomandi þarf Samhjálp að rýma húsnæðið. Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, segir að róðurinn sé þungur þar sem samtökin þurfa sjálf að standa straum af miklum kostnaði við áfangaheimilið. „Að óbreyttu þurfum við að loka í lok janúar. Þetta er úrræði sem við höfum séð um rekstur á, við höfum auðvitað notið leigukjara Félagsbústaða. En utanumhaldið og langtímameðferðarhluti áfangaheimila, eins og Brú, er auðvitað ekki greiddur af neinum opinberum aðila. Þannig að hann er greiddur með sjálfsaflafé Samhjálpar,“ segir Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar. Meira en bara þak yfir höfuðið Átján skjólstæðingar Samhjálpar búa á Brú, þeir eru allir í viðkvæmri stöðu. Þeir horfa nú fram á það að missa þakið yfir höfði sér en þeir eru ekki einungis í húsnæðisþörf. „Það sem er svona mikilvægt við svona úrræði, eins og áfangaheimili, er að þetta er auðvitað langtímameðferð. Þarna er fólk að fá eftirfylgni eftir meðferð við fíknisjúkdómum. Við vitum það, eins og þegar aðrir sjúkdómar eru, að það er mikilvægt að fá eftirfylgni til þess að geta náð sér almennilega á strik, áður en maður heldur út í lífið á nýjan leik,“ segir Edda. Saknar fjármagns Á Alþingi liggur fyrir frumvarp um leyfisskyldu og eftirlit með áfangaheimilum. Edda fagnar því en furðar sig á því hvers vegna áfangaheimili fá ekkert pláss í fjárlögum. Án aðkomu ríkisins þurfi kraftaverk til þess að starfsemi Brúar verði áfram haldið. „Það þyrfti þá einhver að útvega okkur húsnæði sem væri þannig að við gætum nýtt það. Þetta byggir á því að það sé sjálfstæð búseta, við þurfum að hafa íbúðir með eldhúsi og baðherbergi fyrir hvern og einn, litlar íbúðir. Ég hef trú á því að þetta leysist einhvern veginn. Ég biðla til þjóðarinnar á þjóðhátíðardaginn sjálfan, að einhver stigi fram sem er aflögufær og getur aðstoðað okkur með þetta. Þetta er mjög mikilvægt og ég myndi segja að þetta hafi skilað miklum verðmætum til þjóðarinnar,“ segir Edda.
Húsnæðismál Fíkn Félagasamtök Félagsmál Reykjavík Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira