Gott frelsisskref – svo þarf að stíga fleiri Ólafur Stephensen skrifar 14. júní 2023 17:31 Ákvörðun Costco um að hefja sölu áfengis til einstaklinga er í takti við þróunina á íslenzkum áfengismarkaði undanfarin ár og mætir óskum og þörfum neytenda. Hún knýr jafnframt á um að stjórnvöld taki af skarið varðandi breytingar á áfengislöggjöfinni. Það er verulegt fagnaðarefni að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra skuli hafa gefið skýra yfirlýsingu um að innlend netverzlun með áfengi sé lögleg – enda væri fráleitt að það væri löglegt að panta áfengi á netinu frá erlendum vefverzlunum, en ólöglegt að kaupa af innlendum aðilum með sama hætti. Dómsmálaráðuneytið hefur hingað til ekki verið fáanlegt til að staðfesta lögmæti innlendrar netverzlunar við Félag atvinnurekenda. Hér er svarið hins vegar loksins komið og yfirlýsing dómsmálaráðherra er til marks um ánægjulega afstöðubreytingu og stórt skref í átt til raunverulegs viðskiptafrelsis á áfengismarkaði. Nú ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að aðrar verzlanakeðjur á almennum smásölumarkaði fylgi í kjölfarið, eins og forsvarsmenn Hagkaupa hafa þegar boðað. Í framhaldinu er orðið afar brýnt að gera breytingar á áfengislöggjöfinni, sem er orðin úrelt og úr takti við raunveruleikann. Fyrir það fyrsta blasir við að almennir neytendur munu upp til hópa nota þá þægilegu þjónustu að kippa áfenginu sínu með um leið og þeir sækja aðrar nauðsynjar í stórmarkaðinn. Stór hluti áfengisviðskipta mun þannig færast yfir til einkageirans. Þá er komin upp sú staða að ríkið stendur í umfangsmiklum, dýrum og allsendis óþörfum verzlunarrekstri í samkeppni við einkafyrirtæki. Það liggur beint við að leggja Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins niður um leið og aðrar nauðsynlegar breytingar verða gerðar á áfengislöggjöfinni. Áfengislögin eru í dag skýr um að öðrum en ríkinu sé óheimilt að reka hefðbundna smásölu áfengis. Hún fer engu að síður víða fram, til dæmis í vegasjoppum með vínveitingaleyfi, í 10-11 búðinni í Leifsstöð og í gegnum fjölda vínklúbba sem neytendum býðst að ganga í. Það liggur beint við að hætta tvískinnungnum og leyfa einfaldlega sölu áfengis í matvörubúðum. Loks eru áfengisauglýsingar líka bannaðar samkvæmt áfengislöggjöfinni. Þrátt fyrir það eru auglýsingar um áfengi út um allt í fjölmiðla- og samfélagsmiðlaumhverfi okkar. Er betra að hafa engar reglur? Starfsemi, sem þannig er bönnuð samkvæmt laganna hljóðan, fer engu að síður fram fyrir allra augum. Það veldur engri almennri hneykslan í samfélaginu, enda er um ósköp eðlilega viðskiptahætti að ræða, sem tíðkast í flestum nágrannalöndum okkar. Löggjöfin er hins vegar orðin stórlega úr takti við veruleikann. Stjórnvöld framfylgja henni ekki – sem segir okkur líka að hún er komin úr takti við almenna réttarvitund. Engu að síður eru alþingismenn gjörsamlega ófáanlegir til að ráðast í heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni, sem er augljóslega orðin brýn. Í þeirri afstöðu felst fáránleg hræsni og hún er ekki líkleg til að verða til eflingar lýðheilsu, þótt oft sé vísað til slíkra sjónarmiða þegar stjórnmálamenn lýsa sig andvíga breytingum á löggjöfinni. Áfengislöggjöfin gengur nefnilega út frá því að starfsemi á borð við netsölu áfengis, hefðbundna smásölu og áfengisauglýsingar sé ekki til. Fyrir vikið gilda ekki um hana neinar reglur þótt hún fari fram fyrir opnum tjöldum. Það er óhætt að segja að á áfengismarkaðnum ríki ástand sem kenna má við villta vestrið – og með ákvörðun Costco má segja að villta vestrið stækki verulega. Sá fjöldi fyrirtækja sem starfar á áfengismarkaði, við framleiðslu, innflutning og heildsölu áfengis, á heimtingu á því að stjórnvöld eyði réttaróvissu og taki áfengislöggjöfina til gagngerrar endurskoðunar. Löggjöfin á að endurspegla raunveruleikann í viðskiptum með þessa vöru eins og aðrar. Út frá lýðheilsusjónarmiðunum hlýtur að vera betra að löggjöfin nái yfir starfsemi sem nú þegar fer fram án athugasemda af hálfu yfirvalda, en að Alþingi stingi höfðinu í sandinn og leyfi núverandi ástandi að viðgangast. Nú er einfaldlega komið nóg af þessum skrípaleik. Múrar ríkiseinokunar hafa verið brotnir niður og verða ekki reistir á ný. Alþingi getur kosið að reyna að hafa áhrif á þróunina eða að halda áfram að loka augunum fyrir henni. Þegar þingið kemur saman í haust á að samþykkja skynsamlegar og eðlilegar breytingar á áfengislöggjöfinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Verslun Ólafur Stephensen Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ákvörðun Costco um að hefja sölu áfengis til einstaklinga er í takti við þróunina á íslenzkum áfengismarkaði undanfarin ár og mætir óskum og þörfum neytenda. Hún knýr jafnframt á um að stjórnvöld taki af skarið varðandi breytingar á áfengislöggjöfinni. Það er verulegt fagnaðarefni að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra skuli hafa gefið skýra yfirlýsingu um að innlend netverzlun með áfengi sé lögleg – enda væri fráleitt að það væri löglegt að panta áfengi á netinu frá erlendum vefverzlunum, en ólöglegt að kaupa af innlendum aðilum með sama hætti. Dómsmálaráðuneytið hefur hingað til ekki verið fáanlegt til að staðfesta lögmæti innlendrar netverzlunar við Félag atvinnurekenda. Hér er svarið hins vegar loksins komið og yfirlýsing dómsmálaráðherra er til marks um ánægjulega afstöðubreytingu og stórt skref í átt til raunverulegs viðskiptafrelsis á áfengismarkaði. Nú ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að aðrar verzlanakeðjur á almennum smásölumarkaði fylgi í kjölfarið, eins og forsvarsmenn Hagkaupa hafa þegar boðað. Í framhaldinu er orðið afar brýnt að gera breytingar á áfengislöggjöfinni, sem er orðin úrelt og úr takti við raunveruleikann. Fyrir það fyrsta blasir við að almennir neytendur munu upp til hópa nota þá þægilegu þjónustu að kippa áfenginu sínu með um leið og þeir sækja aðrar nauðsynjar í stórmarkaðinn. Stór hluti áfengisviðskipta mun þannig færast yfir til einkageirans. Þá er komin upp sú staða að ríkið stendur í umfangsmiklum, dýrum og allsendis óþörfum verzlunarrekstri í samkeppni við einkafyrirtæki. Það liggur beint við að leggja Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins niður um leið og aðrar nauðsynlegar breytingar verða gerðar á áfengislöggjöfinni. Áfengislögin eru í dag skýr um að öðrum en ríkinu sé óheimilt að reka hefðbundna smásölu áfengis. Hún fer engu að síður víða fram, til dæmis í vegasjoppum með vínveitingaleyfi, í 10-11 búðinni í Leifsstöð og í gegnum fjölda vínklúbba sem neytendum býðst að ganga í. Það liggur beint við að hætta tvískinnungnum og leyfa einfaldlega sölu áfengis í matvörubúðum. Loks eru áfengisauglýsingar líka bannaðar samkvæmt áfengislöggjöfinni. Þrátt fyrir það eru auglýsingar um áfengi út um allt í fjölmiðla- og samfélagsmiðlaumhverfi okkar. Er betra að hafa engar reglur? Starfsemi, sem þannig er bönnuð samkvæmt laganna hljóðan, fer engu að síður fram fyrir allra augum. Það veldur engri almennri hneykslan í samfélaginu, enda er um ósköp eðlilega viðskiptahætti að ræða, sem tíðkast í flestum nágrannalöndum okkar. Löggjöfin er hins vegar orðin stórlega úr takti við veruleikann. Stjórnvöld framfylgja henni ekki – sem segir okkur líka að hún er komin úr takti við almenna réttarvitund. Engu að síður eru alþingismenn gjörsamlega ófáanlegir til að ráðast í heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni, sem er augljóslega orðin brýn. Í þeirri afstöðu felst fáránleg hræsni og hún er ekki líkleg til að verða til eflingar lýðheilsu, þótt oft sé vísað til slíkra sjónarmiða þegar stjórnmálamenn lýsa sig andvíga breytingum á löggjöfinni. Áfengislöggjöfin gengur nefnilega út frá því að starfsemi á borð við netsölu áfengis, hefðbundna smásölu og áfengisauglýsingar sé ekki til. Fyrir vikið gilda ekki um hana neinar reglur þótt hún fari fram fyrir opnum tjöldum. Það er óhætt að segja að á áfengismarkaðnum ríki ástand sem kenna má við villta vestrið – og með ákvörðun Costco má segja að villta vestrið stækki verulega. Sá fjöldi fyrirtækja sem starfar á áfengismarkaði, við framleiðslu, innflutning og heildsölu áfengis, á heimtingu á því að stjórnvöld eyði réttaróvissu og taki áfengislöggjöfina til gagngerrar endurskoðunar. Löggjöfin á að endurspegla raunveruleikann í viðskiptum með þessa vöru eins og aðrar. Út frá lýðheilsusjónarmiðunum hlýtur að vera betra að löggjöfin nái yfir starfsemi sem nú þegar fer fram án athugasemda af hálfu yfirvalda, en að Alþingi stingi höfðinu í sandinn og leyfi núverandi ástandi að viðgangast. Nú er einfaldlega komið nóg af þessum skrípaleik. Múrar ríkiseinokunar hafa verið brotnir niður og verða ekki reistir á ný. Alþingi getur kosið að reyna að hafa áhrif á þróunina eða að halda áfram að loka augunum fyrir henni. Þegar þingið kemur saman í haust á að samþykkja skynsamlegar og eðlilegar breytingar á áfengislöggjöfinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun