Litla Rússland Sigurjón Þórðarson skrifar 13. júní 2023 10:30 Ísland er ríkt af auðlindum eins og Rússland sem lengi vel taldist til vinaþjóða Íslendinga. Líkt og Rússar þá eru Íslendingar hálfgerð fórnarlömb stjórnmálaelítu og auðróna landsins. Elítan þjónar fyrst og fremst fámennri stétt auðmanna og flokksgæðinga, sem er að sölsa undir sig auðlindir og draga til sína bróðurpartinn af verðmætasköpun þjóðarinnar. Húsnæðisskorturinn Lítið framboð og gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu er stór þáttur í að keyra áfram verðbólguna. Skorturinn á ekki að koma neinum á óvart heldur hefur það verið ljóst um árabil hvert stefndi. Framsóknarflokkurinn hefur farið með stjórn húsnæðismála sl. áratug og hans helst framlag hefur veirð að hræra eitthvað í stofnunum með nýjum nafngiftum og jú að koma íbúðum Íbúðarlánasjóðs inn í leigufélög flokksgæðinga. Ekki þarf mikla skarpskyggni til þess ráða fram úr vandanum, sem er að auka framboðið á húsnæði og það er rétt að almenningur spyrji hvers vegna í ósköpunum er það ekki gert? Er það vegna þess að stjórnvöld setja hagsmuni leigufélaga og húsnæðisbraskara öndvegi á kostnað almennings? Hvernig stendur á því að það sé ekki nægt framboð á byggingalóðum fyrir íbúðarhús á höfuðborgarsvæðinu – það er ljóst að ef borgin væri jafn þéttbýl og borgir Evrópu þá mætti koma meiru en tugfalt fleiri íbúum fyrir á svæðinu en búa þar nú. Er lóðaskorturinn og lóðabraskið sem látið er viðgangast á forsendum gæðinganna og á kostnað almennings? Hvernig stendur á því að stjórnvöld hafa dregið lappirnar við að lögfesta leigubremsuna sem Flokkur fólksins lagði til? Svarið er að ráðandi stjórnmálaöfl þjóna gæðingunum á kostnað alemnnings. Hvernig stendur á því að ekki sé stuðlað að því að lífeyrissjóðir launamanna séu virkjaði með skipulögðum hætti við að leysa úr húsnæðisskortinum? Ef þeir eiga að gera það með það fyrir augum koma upp leigufélögum með Norrænni fyrirmynd þá þarf að breyta lögum og reglum. Hvers vegna er það ekki gert – er það vegna þess að þegar upp er staðið þá er almenningur í síðasta sæti hjá stjórnvöldum? Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Mest lesið Halldór 9.11.2024 Halldór Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Ísland er ríkt af auðlindum eins og Rússland sem lengi vel taldist til vinaþjóða Íslendinga. Líkt og Rússar þá eru Íslendingar hálfgerð fórnarlömb stjórnmálaelítu og auðróna landsins. Elítan þjónar fyrst og fremst fámennri stétt auðmanna og flokksgæðinga, sem er að sölsa undir sig auðlindir og draga til sína bróðurpartinn af verðmætasköpun þjóðarinnar. Húsnæðisskorturinn Lítið framboð og gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu er stór þáttur í að keyra áfram verðbólguna. Skorturinn á ekki að koma neinum á óvart heldur hefur það verið ljóst um árabil hvert stefndi. Framsóknarflokkurinn hefur farið með stjórn húsnæðismála sl. áratug og hans helst framlag hefur veirð að hræra eitthvað í stofnunum með nýjum nafngiftum og jú að koma íbúðum Íbúðarlánasjóðs inn í leigufélög flokksgæðinga. Ekki þarf mikla skarpskyggni til þess ráða fram úr vandanum, sem er að auka framboðið á húsnæði og það er rétt að almenningur spyrji hvers vegna í ósköpunum er það ekki gert? Er það vegna þess að stjórnvöld setja hagsmuni leigufélaga og húsnæðisbraskara öndvegi á kostnað almennings? Hvernig stendur á því að það sé ekki nægt framboð á byggingalóðum fyrir íbúðarhús á höfuðborgarsvæðinu – það er ljóst að ef borgin væri jafn þéttbýl og borgir Evrópu þá mætti koma meiru en tugfalt fleiri íbúum fyrir á svæðinu en búa þar nú. Er lóðaskorturinn og lóðabraskið sem látið er viðgangast á forsendum gæðinganna og á kostnað almennings? Hvernig stendur á því að stjórnvöld hafa dregið lappirnar við að lögfesta leigubremsuna sem Flokkur fólksins lagði til? Svarið er að ráðandi stjórnmálaöfl þjóna gæðingunum á kostnað alemnnings. Hvernig stendur á því að ekki sé stuðlað að því að lífeyrissjóðir launamanna séu virkjaði með skipulögðum hætti við að leysa úr húsnæðisskortinum? Ef þeir eiga að gera það með það fyrir augum koma upp leigufélögum með Norrænni fyrirmynd þá þarf að breyta lögum og reglum. Hvers vegna er það ekki gert – er það vegna þess að þegar upp er staðið þá er almenningur í síðasta sæti hjá stjórnvöldum? Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar