Litla Rússland Sigurjón Þórðarson skrifar 13. júní 2023 10:30 Ísland er ríkt af auðlindum eins og Rússland sem lengi vel taldist til vinaþjóða Íslendinga. Líkt og Rússar þá eru Íslendingar hálfgerð fórnarlömb stjórnmálaelítu og auðróna landsins. Elítan þjónar fyrst og fremst fámennri stétt auðmanna og flokksgæðinga, sem er að sölsa undir sig auðlindir og draga til sína bróðurpartinn af verðmætasköpun þjóðarinnar. Húsnæðisskorturinn Lítið framboð og gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu er stór þáttur í að keyra áfram verðbólguna. Skorturinn á ekki að koma neinum á óvart heldur hefur það verið ljóst um árabil hvert stefndi. Framsóknarflokkurinn hefur farið með stjórn húsnæðismála sl. áratug og hans helst framlag hefur veirð að hræra eitthvað í stofnunum með nýjum nafngiftum og jú að koma íbúðum Íbúðarlánasjóðs inn í leigufélög flokksgæðinga. Ekki þarf mikla skarpskyggni til þess ráða fram úr vandanum, sem er að auka framboðið á húsnæði og það er rétt að almenningur spyrji hvers vegna í ósköpunum er það ekki gert? Er það vegna þess að stjórnvöld setja hagsmuni leigufélaga og húsnæðisbraskara öndvegi á kostnað almennings? Hvernig stendur á því að það sé ekki nægt framboð á byggingalóðum fyrir íbúðarhús á höfuðborgarsvæðinu – það er ljóst að ef borgin væri jafn þéttbýl og borgir Evrópu þá mætti koma meiru en tugfalt fleiri íbúum fyrir á svæðinu en búa þar nú. Er lóðaskorturinn og lóðabraskið sem látið er viðgangast á forsendum gæðinganna og á kostnað almennings? Hvernig stendur á því að stjórnvöld hafa dregið lappirnar við að lögfesta leigubremsuna sem Flokkur fólksins lagði til? Svarið er að ráðandi stjórnmálaöfl þjóna gæðingunum á kostnað alemnnings. Hvernig stendur á því að ekki sé stuðlað að því að lífeyrissjóðir launamanna séu virkjaði með skipulögðum hætti við að leysa úr húsnæðisskortinum? Ef þeir eiga að gera það með það fyrir augum koma upp leigufélögum með Norrænni fyrirmynd þá þarf að breyta lögum og reglum. Hvers vegna er það ekki gert – er það vegna þess að þegar upp er staðið þá er almenningur í síðasta sæti hjá stjórnvöldum? Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er ríkt af auðlindum eins og Rússland sem lengi vel taldist til vinaþjóða Íslendinga. Líkt og Rússar þá eru Íslendingar hálfgerð fórnarlömb stjórnmálaelítu og auðróna landsins. Elítan þjónar fyrst og fremst fámennri stétt auðmanna og flokksgæðinga, sem er að sölsa undir sig auðlindir og draga til sína bróðurpartinn af verðmætasköpun þjóðarinnar. Húsnæðisskorturinn Lítið framboð og gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu er stór þáttur í að keyra áfram verðbólguna. Skorturinn á ekki að koma neinum á óvart heldur hefur það verið ljóst um árabil hvert stefndi. Framsóknarflokkurinn hefur farið með stjórn húsnæðismála sl. áratug og hans helst framlag hefur veirð að hræra eitthvað í stofnunum með nýjum nafngiftum og jú að koma íbúðum Íbúðarlánasjóðs inn í leigufélög flokksgæðinga. Ekki þarf mikla skarpskyggni til þess ráða fram úr vandanum, sem er að auka framboðið á húsnæði og það er rétt að almenningur spyrji hvers vegna í ósköpunum er það ekki gert? Er það vegna þess að stjórnvöld setja hagsmuni leigufélaga og húsnæðisbraskara öndvegi á kostnað almennings? Hvernig stendur á því að það sé ekki nægt framboð á byggingalóðum fyrir íbúðarhús á höfuðborgarsvæðinu – það er ljóst að ef borgin væri jafn þéttbýl og borgir Evrópu þá mætti koma meiru en tugfalt fleiri íbúum fyrir á svæðinu en búa þar nú. Er lóðaskorturinn og lóðabraskið sem látið er viðgangast á forsendum gæðinganna og á kostnað almennings? Hvernig stendur á því að stjórnvöld hafa dregið lappirnar við að lögfesta leigubremsuna sem Flokkur fólksins lagði til? Svarið er að ráðandi stjórnmálaöfl þjóna gæðingunum á kostnað alemnnings. Hvernig stendur á því að ekki sé stuðlað að því að lífeyrissjóðir launamanna séu virkjaði með skipulögðum hætti við að leysa úr húsnæðisskortinum? Ef þeir eiga að gera það með það fyrir augum koma upp leigufélögum með Norrænni fyrirmynd þá þarf að breyta lögum og reglum. Hvers vegna er það ekki gert – er það vegna þess að þegar upp er staðið þá er almenningur í síðasta sæti hjá stjórnvöldum? Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar