Tíðindi í heilbrigðisvísindum Sandra B. Franks skrifar 13. júní 2023 10:00 Síðasta laugardag áttu sér heilmikil tíðindi í sögu heilbrigðisvísinda á Íslandi. Í fyrsta sinn eru sjúkraliðar á Íslandi að ljúka sjúkraliðanámi á háskólastigi. Það hefur ekki gerst áður. Hingað til hefur allt nám sjúkraliða verið á framhaldsskólastigi en fyrir nokkrum misserum var ákveðið að bjóða upp á diplómanám fyrir sjúkraliða frá Háskólanum á Akureyri. Sjúkraliðar hafa alltaf verið námsfús stétt. Sjúkraliðar vinna í kviku og síbreytilegu umhverfi. Tækninni fleygir áfram og kröfur sjúklinga og skjólstæðinga okkar breytast og aukast með hverju árinu sem líður. Þá eru starfsaðstæður sjúkraliða síbreytilegar enda starfa þeir víðs vegar í heilbrigðiskerfinu, allt frá hátæknisjúkrahúsum yfir á heimili fólks. Þörfin til staðar Við vitum að þörf fyrir þjónustu sjúkraliða mun fara vaxandi, enda eru sjúkraliðar sérfræðingar í nærhjúkrun og ákall eftir slíkri þjónustu mun aukast. Fjöldi eldri borgara mun tvöfaldast á næstu 25 árum og það kallar á meiri þjónustu og meiri sérhæfingu. Við vitum einnig að geðræn vandamál hafa verið að aukast undanfarna áratugi og munu eflaust gera það áfram. Í ljósi þessa eru einmitt tvö fyrstu kjörsvið þessa nýja diplómanáms á háskólastigi eyrnamerkt annars vegar öldrunarmálum og hins vegar samfélagsgeðhjúkrun. Sjúkraliðafélagið hefur mikinn metnað í að fjölga kjörsviðum og höfum við nú þegar verið í samtali við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands um samstarf skólanna á þessu námi fyrir sjúkraliða. Auðvitað þyrfti slíkt að gerast á forsendum skólanna en hluti af þessu samtali gæti verið að móta samnýtt námskeið, ákvarða staðsetningu á staðarlotum, eða taka upp ný kjörsvið eða nýjar námslínur. Næstfjölmennasta heilbrigðisstéttin Þörfin fyrir frekari framhaldsnámi fyrir sjúkraliða, sem er næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins, er nefnilega mjög brýn. Ljóst er að skortur er og verður á sjúkraliðum, ekki síst þeim sem bætt við sig framhaldsmenntun og aukinni sérhæfingu. Við vitum að talsverð eftirspurn er eftir náminu við Háskólann á Akureyri, en tæplega 80 umsóknir bárust um að hefja nám við skólann næsta haust. Þá er einnig ljóst að mikill áhugi er á svona námi við Háskóla Íslands. Því til staðfestingar gerði Sjúkraliðafélagið nýverið könnun á meðal sjúkraliða um áhuga á frekara framhaldsnámi á háskólastigi. Um 500 sjúkraliðar tóku þátt í könnuninni og var skiptingin milli vinnustaða nokkuð jöfn. Af þeim sem tóku þátt kom fram að um 80% sjúkraliða gat hugsað sér að hefja fagháskólanám við Háskólann á Akureyri og rúmlega 60% gat hugsað sér að hefja fagháskólanám nám við Háskóla Íslands. Þetta sýnir mikinn áhuga sjúkraliða á frekari námi á háskólastigi og því þarf að mæta. Nýtt sérfræðileyfi fyrir sjúkraliða Við hjá Sjúkraliðafélaginu höfum átt í góðum samskiptum heilbrigðisráðuneytið um hvernig heilbrigðiskerfið geti tekið betur utan um þá sjúkraliða sem hafa lokið þessu námi. Það er ljóst að ekkert í þessum efnum gerist að sjálfu sér. Það er því virkilega ánægjulegt að ráðuneytið og ekki síst heilbrigðisráðherrann hefur tekið mjög vel í að skapa sérstakt sérfræðileyfi fyrir þá sjúkraliða sem ljúka þessu námi. Þetta yrði gert í reglugerð með sambærilegum hætti og sérfræðimenntaðir hjúkrunarfræðingar hafa. Með þessu er verið að viðurkenna þá faglegu færni og þekkingu í nærhjúkrun sem þessir sjúkraliðar öðlast í náminu, sem síðan auðveldar okkur öllum í baráttunni um að þessi prófgráða skili sér í aukinni ábyrgð, hærri launum og í spennandi störfum. Umfram allt hefur hæfni sjúkraliða í landinu tekið stórt og mikilvægt skref fram á við sem gagnast öllum í heilbrigðiskerfinu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélag Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Háskólar Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Síðasta laugardag áttu sér heilmikil tíðindi í sögu heilbrigðisvísinda á Íslandi. Í fyrsta sinn eru sjúkraliðar á Íslandi að ljúka sjúkraliðanámi á háskólastigi. Það hefur ekki gerst áður. Hingað til hefur allt nám sjúkraliða verið á framhaldsskólastigi en fyrir nokkrum misserum var ákveðið að bjóða upp á diplómanám fyrir sjúkraliða frá Háskólanum á Akureyri. Sjúkraliðar hafa alltaf verið námsfús stétt. Sjúkraliðar vinna í kviku og síbreytilegu umhverfi. Tækninni fleygir áfram og kröfur sjúklinga og skjólstæðinga okkar breytast og aukast með hverju árinu sem líður. Þá eru starfsaðstæður sjúkraliða síbreytilegar enda starfa þeir víðs vegar í heilbrigðiskerfinu, allt frá hátæknisjúkrahúsum yfir á heimili fólks. Þörfin til staðar Við vitum að þörf fyrir þjónustu sjúkraliða mun fara vaxandi, enda eru sjúkraliðar sérfræðingar í nærhjúkrun og ákall eftir slíkri þjónustu mun aukast. Fjöldi eldri borgara mun tvöfaldast á næstu 25 árum og það kallar á meiri þjónustu og meiri sérhæfingu. Við vitum einnig að geðræn vandamál hafa verið að aukast undanfarna áratugi og munu eflaust gera það áfram. Í ljósi þessa eru einmitt tvö fyrstu kjörsvið þessa nýja diplómanáms á háskólastigi eyrnamerkt annars vegar öldrunarmálum og hins vegar samfélagsgeðhjúkrun. Sjúkraliðafélagið hefur mikinn metnað í að fjölga kjörsviðum og höfum við nú þegar verið í samtali við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands um samstarf skólanna á þessu námi fyrir sjúkraliða. Auðvitað þyrfti slíkt að gerast á forsendum skólanna en hluti af þessu samtali gæti verið að móta samnýtt námskeið, ákvarða staðsetningu á staðarlotum, eða taka upp ný kjörsvið eða nýjar námslínur. Næstfjölmennasta heilbrigðisstéttin Þörfin fyrir frekari framhaldsnámi fyrir sjúkraliða, sem er næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins, er nefnilega mjög brýn. Ljóst er að skortur er og verður á sjúkraliðum, ekki síst þeim sem bætt við sig framhaldsmenntun og aukinni sérhæfingu. Við vitum að talsverð eftirspurn er eftir náminu við Háskólann á Akureyri, en tæplega 80 umsóknir bárust um að hefja nám við skólann næsta haust. Þá er einnig ljóst að mikill áhugi er á svona námi við Háskóla Íslands. Því til staðfestingar gerði Sjúkraliðafélagið nýverið könnun á meðal sjúkraliða um áhuga á frekara framhaldsnámi á háskólastigi. Um 500 sjúkraliðar tóku þátt í könnuninni og var skiptingin milli vinnustaða nokkuð jöfn. Af þeim sem tóku þátt kom fram að um 80% sjúkraliða gat hugsað sér að hefja fagháskólanám við Háskólann á Akureyri og rúmlega 60% gat hugsað sér að hefja fagháskólanám nám við Háskóla Íslands. Þetta sýnir mikinn áhuga sjúkraliða á frekari námi á háskólastigi og því þarf að mæta. Nýtt sérfræðileyfi fyrir sjúkraliða Við hjá Sjúkraliðafélaginu höfum átt í góðum samskiptum heilbrigðisráðuneytið um hvernig heilbrigðiskerfið geti tekið betur utan um þá sjúkraliða sem hafa lokið þessu námi. Það er ljóst að ekkert í þessum efnum gerist að sjálfu sér. Það er því virkilega ánægjulegt að ráðuneytið og ekki síst heilbrigðisráðherrann hefur tekið mjög vel í að skapa sérstakt sérfræðileyfi fyrir þá sjúkraliða sem ljúka þessu námi. Þetta yrði gert í reglugerð með sambærilegum hætti og sérfræðimenntaðir hjúkrunarfræðingar hafa. Með þessu er verið að viðurkenna þá faglegu færni og þekkingu í nærhjúkrun sem þessir sjúkraliðar öðlast í náminu, sem síðan auðveldar okkur öllum í baráttunni um að þessi prófgráða skili sér í aukinni ábyrgð, hærri launum og í spennandi störfum. Umfram allt hefur hæfni sjúkraliða í landinu tekið stórt og mikilvægt skref fram á við sem gagnast öllum í heilbrigðiskerfinu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélag Íslands.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun