Tíðindi í heilbrigðisvísindum Sandra B. Franks skrifar 13. júní 2023 10:00 Síðasta laugardag áttu sér heilmikil tíðindi í sögu heilbrigðisvísinda á Íslandi. Í fyrsta sinn eru sjúkraliðar á Íslandi að ljúka sjúkraliðanámi á háskólastigi. Það hefur ekki gerst áður. Hingað til hefur allt nám sjúkraliða verið á framhaldsskólastigi en fyrir nokkrum misserum var ákveðið að bjóða upp á diplómanám fyrir sjúkraliða frá Háskólanum á Akureyri. Sjúkraliðar hafa alltaf verið námsfús stétt. Sjúkraliðar vinna í kviku og síbreytilegu umhverfi. Tækninni fleygir áfram og kröfur sjúklinga og skjólstæðinga okkar breytast og aukast með hverju árinu sem líður. Þá eru starfsaðstæður sjúkraliða síbreytilegar enda starfa þeir víðs vegar í heilbrigðiskerfinu, allt frá hátæknisjúkrahúsum yfir á heimili fólks. Þörfin til staðar Við vitum að þörf fyrir þjónustu sjúkraliða mun fara vaxandi, enda eru sjúkraliðar sérfræðingar í nærhjúkrun og ákall eftir slíkri þjónustu mun aukast. Fjöldi eldri borgara mun tvöfaldast á næstu 25 árum og það kallar á meiri þjónustu og meiri sérhæfingu. Við vitum einnig að geðræn vandamál hafa verið að aukast undanfarna áratugi og munu eflaust gera það áfram. Í ljósi þessa eru einmitt tvö fyrstu kjörsvið þessa nýja diplómanáms á háskólastigi eyrnamerkt annars vegar öldrunarmálum og hins vegar samfélagsgeðhjúkrun. Sjúkraliðafélagið hefur mikinn metnað í að fjölga kjörsviðum og höfum við nú þegar verið í samtali við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands um samstarf skólanna á þessu námi fyrir sjúkraliða. Auðvitað þyrfti slíkt að gerast á forsendum skólanna en hluti af þessu samtali gæti verið að móta samnýtt námskeið, ákvarða staðsetningu á staðarlotum, eða taka upp ný kjörsvið eða nýjar námslínur. Næstfjölmennasta heilbrigðisstéttin Þörfin fyrir frekari framhaldsnámi fyrir sjúkraliða, sem er næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins, er nefnilega mjög brýn. Ljóst er að skortur er og verður á sjúkraliðum, ekki síst þeim sem bætt við sig framhaldsmenntun og aukinni sérhæfingu. Við vitum að talsverð eftirspurn er eftir náminu við Háskólann á Akureyri, en tæplega 80 umsóknir bárust um að hefja nám við skólann næsta haust. Þá er einnig ljóst að mikill áhugi er á svona námi við Háskóla Íslands. Því til staðfestingar gerði Sjúkraliðafélagið nýverið könnun á meðal sjúkraliða um áhuga á frekara framhaldsnámi á háskólastigi. Um 500 sjúkraliðar tóku þátt í könnuninni og var skiptingin milli vinnustaða nokkuð jöfn. Af þeim sem tóku þátt kom fram að um 80% sjúkraliða gat hugsað sér að hefja fagháskólanám við Háskólann á Akureyri og rúmlega 60% gat hugsað sér að hefja fagháskólanám nám við Háskóla Íslands. Þetta sýnir mikinn áhuga sjúkraliða á frekari námi á háskólastigi og því þarf að mæta. Nýtt sérfræðileyfi fyrir sjúkraliða Við hjá Sjúkraliðafélaginu höfum átt í góðum samskiptum heilbrigðisráðuneytið um hvernig heilbrigðiskerfið geti tekið betur utan um þá sjúkraliða sem hafa lokið þessu námi. Það er ljóst að ekkert í þessum efnum gerist að sjálfu sér. Það er því virkilega ánægjulegt að ráðuneytið og ekki síst heilbrigðisráðherrann hefur tekið mjög vel í að skapa sérstakt sérfræðileyfi fyrir þá sjúkraliða sem ljúka þessu námi. Þetta yrði gert í reglugerð með sambærilegum hætti og sérfræðimenntaðir hjúkrunarfræðingar hafa. Með þessu er verið að viðurkenna þá faglegu færni og þekkingu í nærhjúkrun sem þessir sjúkraliðar öðlast í náminu, sem síðan auðveldar okkur öllum í baráttunni um að þessi prófgráða skili sér í aukinni ábyrgð, hærri launum og í spennandi störfum. Umfram allt hefur hæfni sjúkraliða í landinu tekið stórt og mikilvægt skref fram á við sem gagnast öllum í heilbrigðiskerfinu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélag Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Háskólar Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðasta laugardag áttu sér heilmikil tíðindi í sögu heilbrigðisvísinda á Íslandi. Í fyrsta sinn eru sjúkraliðar á Íslandi að ljúka sjúkraliðanámi á háskólastigi. Það hefur ekki gerst áður. Hingað til hefur allt nám sjúkraliða verið á framhaldsskólastigi en fyrir nokkrum misserum var ákveðið að bjóða upp á diplómanám fyrir sjúkraliða frá Háskólanum á Akureyri. Sjúkraliðar hafa alltaf verið námsfús stétt. Sjúkraliðar vinna í kviku og síbreytilegu umhverfi. Tækninni fleygir áfram og kröfur sjúklinga og skjólstæðinga okkar breytast og aukast með hverju árinu sem líður. Þá eru starfsaðstæður sjúkraliða síbreytilegar enda starfa þeir víðs vegar í heilbrigðiskerfinu, allt frá hátæknisjúkrahúsum yfir á heimili fólks. Þörfin til staðar Við vitum að þörf fyrir þjónustu sjúkraliða mun fara vaxandi, enda eru sjúkraliðar sérfræðingar í nærhjúkrun og ákall eftir slíkri þjónustu mun aukast. Fjöldi eldri borgara mun tvöfaldast á næstu 25 árum og það kallar á meiri þjónustu og meiri sérhæfingu. Við vitum einnig að geðræn vandamál hafa verið að aukast undanfarna áratugi og munu eflaust gera það áfram. Í ljósi þessa eru einmitt tvö fyrstu kjörsvið þessa nýja diplómanáms á háskólastigi eyrnamerkt annars vegar öldrunarmálum og hins vegar samfélagsgeðhjúkrun. Sjúkraliðafélagið hefur mikinn metnað í að fjölga kjörsviðum og höfum við nú þegar verið í samtali við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands um samstarf skólanna á þessu námi fyrir sjúkraliða. Auðvitað þyrfti slíkt að gerast á forsendum skólanna en hluti af þessu samtali gæti verið að móta samnýtt námskeið, ákvarða staðsetningu á staðarlotum, eða taka upp ný kjörsvið eða nýjar námslínur. Næstfjölmennasta heilbrigðisstéttin Þörfin fyrir frekari framhaldsnámi fyrir sjúkraliða, sem er næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins, er nefnilega mjög brýn. Ljóst er að skortur er og verður á sjúkraliðum, ekki síst þeim sem bætt við sig framhaldsmenntun og aukinni sérhæfingu. Við vitum að talsverð eftirspurn er eftir náminu við Háskólann á Akureyri, en tæplega 80 umsóknir bárust um að hefja nám við skólann næsta haust. Þá er einnig ljóst að mikill áhugi er á svona námi við Háskóla Íslands. Því til staðfestingar gerði Sjúkraliðafélagið nýverið könnun á meðal sjúkraliða um áhuga á frekara framhaldsnámi á háskólastigi. Um 500 sjúkraliðar tóku þátt í könnuninni og var skiptingin milli vinnustaða nokkuð jöfn. Af þeim sem tóku þátt kom fram að um 80% sjúkraliða gat hugsað sér að hefja fagháskólanám við Háskólann á Akureyri og rúmlega 60% gat hugsað sér að hefja fagháskólanám nám við Háskóla Íslands. Þetta sýnir mikinn áhuga sjúkraliða á frekari námi á háskólastigi og því þarf að mæta. Nýtt sérfræðileyfi fyrir sjúkraliða Við hjá Sjúkraliðafélaginu höfum átt í góðum samskiptum heilbrigðisráðuneytið um hvernig heilbrigðiskerfið geti tekið betur utan um þá sjúkraliða sem hafa lokið þessu námi. Það er ljóst að ekkert í þessum efnum gerist að sjálfu sér. Það er því virkilega ánægjulegt að ráðuneytið og ekki síst heilbrigðisráðherrann hefur tekið mjög vel í að skapa sérstakt sérfræðileyfi fyrir þá sjúkraliða sem ljúka þessu námi. Þetta yrði gert í reglugerð með sambærilegum hætti og sérfræðimenntaðir hjúkrunarfræðingar hafa. Með þessu er verið að viðurkenna þá faglegu færni og þekkingu í nærhjúkrun sem þessir sjúkraliðar öðlast í náminu, sem síðan auðveldar okkur öllum í baráttunni um að þessi prófgráða skili sér í aukinni ábyrgð, hærri launum og í spennandi störfum. Umfram allt hefur hæfni sjúkraliða í landinu tekið stórt og mikilvægt skref fram á við sem gagnast öllum í heilbrigðiskerfinu. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélag Íslands.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun