Stígðu fram og taktu pláss Grace Achieng skrifar 12. júní 2023 12:00 Ég var kosin í stjórn Félag kvenna í atvinnulífinu - FKA með meirihluta atkvæða, 177 af 294 til að vera nákvæm. Ég er svo þakklát fyrir að félagskonur FKA hafi tekið eftir vinnu minni innan félagsins og ekki síður séð þörfina fyrir aukna fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu enda er FKA hreyfiafl jákvæðra breytinga. Ég fékk þessa kosningu vegna þess að ég þorði að rétti upp hönd, eitthvað sem konur af erlendum uppruna þora ekki alltaf að gera, sérstaklega þær sem ekki eru hvítar. Ég vil nota stjórnarsæti mitt til að standa í forsvari fyrir þá sem eru minni máttar og eru ósýnileg í samfélaginu. Ég tengi við konuna sem hefur alltaf setið aftast, hikandi við að stíga fram og tala af ótta við að segja eitthvað vitlaust. Ég vil sýna að allir geta stigið fram og látið í sér heyra. Ég vil sýna stúlkum og konum að þú getur rétt upp hönd og látið í þér heyra óháð þjóðerni, kynþætti, samfélagsstöðu eða hvaða skilgreiningu sem er. Bara þorðu að stíga fram og taka pláss. Þar að auki tel ég mig þurfa að tala fyrir hönd kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaðnum og sérstaklega þeirra sem ekki eru hvítar á hörund. Konur af erlendum uppruna eru minnihlutahópur sem þurfa á fleiri málsvörum að halda. En innan þess hóps lendir fólk líka í ákveðinni goggunarröð eftir húðlit, í efsta þrepinu eru hvítir Bandaríkjamenn, Bretar, Kanadabúar og aðrir vestur Evrópubúar. Þar á eftir koma austur Evrópubúar, síðan Asíubúar og brúnt / svart fólk sem rekur lestina. Því dekkri sem húðin er því neðar ertu í fæðukeðjunni. Þrátt fyrir að vera með menntun og standast hæfniskröfur erum við ekki ráðin í fínni störf, þurfum að sætta okkur við láglaunastörf sem hafa litla möguleika til framþróunar til þess að geta greitt reikninga og dregið fram lífið. Tungumálið er oft notað sem ástæða en það virðist ekki vera vandamál þegar hvítt fólk er ráðið í þessi störf. Ég hef séð þetta með eigin augum. Ég tel að vinnumarkaðurinn sé að missa af svo miklu þar sem hæfileikaríkt fólk er vannýtt, fólk með sköpunargáfu og ólíka sýn á hlutina sem gæti eflt samfélagið en er haldið niðri markað menningartengdum úreldum stereótýpum. Ég er fyrsta svarta konan og önnur af erlendum uppruna til að vera í stjórn FKA en ég mun ekki verða sú síðasta. Við getum öll orðið fyrirmyndir ef við fáum sömu tækifærin og ég vil sjá fleiri fyrirmyndir sem líkjast mér. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að eiga sér fyrirmyndir sem maður tengir við – að sjá ljóslifandi birtingarmyndir drauma sinna. Það er eitthvað við það að sjá einhvern sem líkist manni sjálfum sem gerir draumana raunverulegri. Það gefur manni möguleikann á að leyfa sér að dreyma og endurskilgreina sig. Að stíga fram og taka pláss. Ég vil því nota þennan vettvang í FKA til að vera ástríðufullur talsmaður þess að trúa á sjálfa sig og að fara óttalaus eftir draumum sínum og til að endurskilgreina fjölbreytileika í samfélaginu. Ég óska þess heitt að framganga mín ásamt annarra í stjórninni opni hliðið fyrir öllum konum. Höfundur er stjórnarkona í Félagi kvenna í atvinnulífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var kosin í stjórn Félag kvenna í atvinnulífinu - FKA með meirihluta atkvæða, 177 af 294 til að vera nákvæm. Ég er svo þakklát fyrir að félagskonur FKA hafi tekið eftir vinnu minni innan félagsins og ekki síður séð þörfina fyrir aukna fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu enda er FKA hreyfiafl jákvæðra breytinga. Ég fékk þessa kosningu vegna þess að ég þorði að rétti upp hönd, eitthvað sem konur af erlendum uppruna þora ekki alltaf að gera, sérstaklega þær sem ekki eru hvítar. Ég vil nota stjórnarsæti mitt til að standa í forsvari fyrir þá sem eru minni máttar og eru ósýnileg í samfélaginu. Ég tengi við konuna sem hefur alltaf setið aftast, hikandi við að stíga fram og tala af ótta við að segja eitthvað vitlaust. Ég vil sýna að allir geta stigið fram og látið í sér heyra. Ég vil sýna stúlkum og konum að þú getur rétt upp hönd og látið í þér heyra óháð þjóðerni, kynþætti, samfélagsstöðu eða hvaða skilgreiningu sem er. Bara þorðu að stíga fram og taka pláss. Þar að auki tel ég mig þurfa að tala fyrir hönd kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaðnum og sérstaklega þeirra sem ekki eru hvítar á hörund. Konur af erlendum uppruna eru minnihlutahópur sem þurfa á fleiri málsvörum að halda. En innan þess hóps lendir fólk líka í ákveðinni goggunarröð eftir húðlit, í efsta þrepinu eru hvítir Bandaríkjamenn, Bretar, Kanadabúar og aðrir vestur Evrópubúar. Þar á eftir koma austur Evrópubúar, síðan Asíubúar og brúnt / svart fólk sem rekur lestina. Því dekkri sem húðin er því neðar ertu í fæðukeðjunni. Þrátt fyrir að vera með menntun og standast hæfniskröfur erum við ekki ráðin í fínni störf, þurfum að sætta okkur við láglaunastörf sem hafa litla möguleika til framþróunar til þess að geta greitt reikninga og dregið fram lífið. Tungumálið er oft notað sem ástæða en það virðist ekki vera vandamál þegar hvítt fólk er ráðið í þessi störf. Ég hef séð þetta með eigin augum. Ég tel að vinnumarkaðurinn sé að missa af svo miklu þar sem hæfileikaríkt fólk er vannýtt, fólk með sköpunargáfu og ólíka sýn á hlutina sem gæti eflt samfélagið en er haldið niðri markað menningartengdum úreldum stereótýpum. Ég er fyrsta svarta konan og önnur af erlendum uppruna til að vera í stjórn FKA en ég mun ekki verða sú síðasta. Við getum öll orðið fyrirmyndir ef við fáum sömu tækifærin og ég vil sjá fleiri fyrirmyndir sem líkjast mér. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að eiga sér fyrirmyndir sem maður tengir við – að sjá ljóslifandi birtingarmyndir drauma sinna. Það er eitthvað við það að sjá einhvern sem líkist manni sjálfum sem gerir draumana raunverulegri. Það gefur manni möguleikann á að leyfa sér að dreyma og endurskilgreina sig. Að stíga fram og taka pláss. Ég vil því nota þennan vettvang í FKA til að vera ástríðufullur talsmaður þess að trúa á sjálfa sig og að fara óttalaus eftir draumum sínum og til að endurskilgreina fjölbreytileika í samfélaginu. Ég óska þess heitt að framganga mín ásamt annarra í stjórninni opni hliðið fyrir öllum konum. Höfundur er stjórnarkona í Félagi kvenna í atvinnulífinu.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar