Í hvernig samfélagi búum við? Þorvarður Bergmann Kjartansson skrifar 10. júní 2023 20:00 Eftirfarandi ræðu flutti ég á mótmælunum á Austurvelli í dag. Rísum upp! Við búum í samfélagi þar sem getan þín til að eiga heimili ræðst á því hvort fjárfestar geti grætt nógu mikið á því. Ef þú ert heppinn, þá geturðu leigt þér íbúð og færð að eyða nær öllum tekjunum þínum í að borga niður húsnæðislán einhvers annars. Ef þú ert aðeins heppnari, þá geturðu búið frítt hjá foreldrum þínum þar til þú ert kominn á fertugsaldur. Þá verðuru vonandi búinn safna þér í það eigið fé sem þú þarft til að kaupa þér litla stúdíóíbúð. Þá geturðu gerst svo heppinn að fá að skuldsetja þig út alla þína ævi til þess að geta átt þak yfir höfuðið. Ef þú ert heppinn, þá verðuru búinn að borga meirihlutann niður áður en þú hættir að vinna og getur svo haldið áfram að nota lífeyrinn þinn í að borga niður restina. Þú færð að eyða lífinu í að þykjast vera hagfræðingur og ákveða hvers konar lán sé hagstæðast fyrir þig. Áttu efni á óverðtryggðu? Og ef þú átt efni á því, áttu ennþá efni á því ef bankinn ákveður að hækka vextina þína? Er kannski best að taka óhagstætt lán af því þú mögulega þolir ekki vextina sem bankinn gæti mögulega ákveðið að rukka þig í framtíðinni? Ef þetta þykir spennandi verkefni, þá ertu heppinn, því þú færð að eyða restinni af ævinni þinni í aðfylgjast með lánakjörum og taka ákvarðanir um hvenær sé best að endurfjármagna og fara í allar þessar pælingar aftur. Ef þú ert heppinn, þá ákvaðstu að það væri heppilegt að festa vextina þína áður en seðlabankinn ákveður að hækka stýrivexti 13 sinnum í röð. Ef þú ert heppinn, þá gastu fengið nokkrar milljónir lánaðar af fjölskyldumeðlimum til þess að veðhlutfall íbúðarinnar varð nógu lágt til að bankinn leyfði þér að endurfjármagna. Við búum í samfélagi þar sem líf þitt og hugur á að snúast í kringum þá ákvörðun hvaða fjárfesta þú ætlar að leyfa að blóðmjólka þig út líf þitt - til þess að þú getur einhversstaðar átt heim. Hvers konar samfélag er þetta? Hvað köllum við samfélag þar sem fjöldi launafólks, sem á erfitt með að ná endum saman, nálgast 50%? Þar sem 80% öryrkja eiga erfitt með að ná endum saman? Þar sem 80% leigjenda eiga erfitt með að ná endum saman? Hvað köllum við samfélag þar sem aðeins þriðjungur af öllu byggðu húsnæði er keypt til að búa í, en restin eru mokuð upp af fjárfestum? Hvað köllum við samfélag þar sem fólkinu sem er að drukkna er sagt að halda aftan af sér í samningum við atvinnurekendur. Þar sem engin segir múkk þegar atvinnurekendur hækka verð vegna hækkandi rekstrar og innkaupakostnaðar, en þegar fólkið sem er að drukkna ætlar hækka verðið á vinnunni sinni, vegna hækkandi rekstrar og innkaupakostnaðar, þá svarar ríkisvaldið með því að kalla það óábyrgt og að verðbólgan sé þeim að kenna. Hvað köllum við samfélag þar sem seðlabankastjóri hótar að knýja fram kreppu ef fólkið sem er að drukkna dirfist til að óska eftir launum sem duga fyrir framfærslu. Á sama tíma kemur það ekki til greina hjá ríkinu að skattleggja þá sem eiga mest. Hvað köllum við samfélag þar sem skattkerfið er hannað til þess að ríkasta fólk landsins borgi minni skatt en almennt verkafólk? Hvað köllum við samfélag þar sem kvótakóngar fá milljarðir í bætur vegna þess að ríkinu datt í hug að þeir þyrftu að deila fiskinum í sjónum með öðrum. Hvað köllum við samfélag þar sem, í staðin fyrir að ríkið skattleggi þá ríkustu, þá tekur það lán frá þeim. Svo þeir geti alveg örugglega fengið allan þann pening til baka með vöxtum. Hvað köllum við samfélag þar sem ríkið selur Íslandsbanka þrátt fyrir að þeirra eigin kannanir sögðu að þjóðin vildi það ekki? Hvað köllum við samfélag þar sem lögreglan fer fram við blaðamenn eins og glæpamenn, ef þau skyldidirfast til að uppljóstra glæpi stórfyrirtækja? Hvað köllum við samfélag þar sem ríkisstjórninni finnst eðlilegt og sjálfsagt að embættismaður ríkisins fái að ráða hvort stéttarfélög megi fara í verkfall eða ekki. Því verkafólk skal ekki fá hærri laun er ríkinu finnst viðeigandi. Því ríkið virðist vera búið að ákveða að þeir sem eru núþegar að drukkna þurfi að vera fórnað á altari hagkerfisins. Því kannski ef við fórnum nógu mörgu verkafólki, leigjendum og öryrkjum, þá mun verðbólgan fara áður en hún fer að bíta elsku fjárfestana. Hvað köllum við svona samfélag? Ég kalla það misheppnað samfélag. Samfélag sem var hannað eftir höfði eignastéttar. Samfélag sem er fjandsamlegt öreigum - þar sem vinnandi fólk verður alltaf í öðru sæti. Það er kominn tími til að hætta láta segja okkur hvað við erum heppin. Það er kominn tími til að við rísum upp og gerum það alveg ljóst að þeir sem taka fjármagn fram yfir fólk eru ekki velkomin í þessu samfélagi. Höfundur er varaformaður ASÍ-ung. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Efnahagsmál Húsnæðismál Kjaramál Reykjavík Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Eftirfarandi ræðu flutti ég á mótmælunum á Austurvelli í dag. Rísum upp! Við búum í samfélagi þar sem getan þín til að eiga heimili ræðst á því hvort fjárfestar geti grætt nógu mikið á því. Ef þú ert heppinn, þá geturðu leigt þér íbúð og færð að eyða nær öllum tekjunum þínum í að borga niður húsnæðislán einhvers annars. Ef þú ert aðeins heppnari, þá geturðu búið frítt hjá foreldrum þínum þar til þú ert kominn á fertugsaldur. Þá verðuru vonandi búinn safna þér í það eigið fé sem þú þarft til að kaupa þér litla stúdíóíbúð. Þá geturðu gerst svo heppinn að fá að skuldsetja þig út alla þína ævi til þess að geta átt þak yfir höfuðið. Ef þú ert heppinn, þá verðuru búinn að borga meirihlutann niður áður en þú hættir að vinna og getur svo haldið áfram að nota lífeyrinn þinn í að borga niður restina. Þú færð að eyða lífinu í að þykjast vera hagfræðingur og ákveða hvers konar lán sé hagstæðast fyrir þig. Áttu efni á óverðtryggðu? Og ef þú átt efni á því, áttu ennþá efni á því ef bankinn ákveður að hækka vextina þína? Er kannski best að taka óhagstætt lán af því þú mögulega þolir ekki vextina sem bankinn gæti mögulega ákveðið að rukka þig í framtíðinni? Ef þetta þykir spennandi verkefni, þá ertu heppinn, því þú færð að eyða restinni af ævinni þinni í aðfylgjast með lánakjörum og taka ákvarðanir um hvenær sé best að endurfjármagna og fara í allar þessar pælingar aftur. Ef þú ert heppinn, þá ákvaðstu að það væri heppilegt að festa vextina þína áður en seðlabankinn ákveður að hækka stýrivexti 13 sinnum í röð. Ef þú ert heppinn, þá gastu fengið nokkrar milljónir lánaðar af fjölskyldumeðlimum til þess að veðhlutfall íbúðarinnar varð nógu lágt til að bankinn leyfði þér að endurfjármagna. Við búum í samfélagi þar sem líf þitt og hugur á að snúast í kringum þá ákvörðun hvaða fjárfesta þú ætlar að leyfa að blóðmjólka þig út líf þitt - til þess að þú getur einhversstaðar átt heim. Hvers konar samfélag er þetta? Hvað köllum við samfélag þar sem fjöldi launafólks, sem á erfitt með að ná endum saman, nálgast 50%? Þar sem 80% öryrkja eiga erfitt með að ná endum saman? Þar sem 80% leigjenda eiga erfitt með að ná endum saman? Hvað köllum við samfélag þar sem aðeins þriðjungur af öllu byggðu húsnæði er keypt til að búa í, en restin eru mokuð upp af fjárfestum? Hvað köllum við samfélag þar sem fólkinu sem er að drukkna er sagt að halda aftan af sér í samningum við atvinnurekendur. Þar sem engin segir múkk þegar atvinnurekendur hækka verð vegna hækkandi rekstrar og innkaupakostnaðar, en þegar fólkið sem er að drukkna ætlar hækka verðið á vinnunni sinni, vegna hækkandi rekstrar og innkaupakostnaðar, þá svarar ríkisvaldið með því að kalla það óábyrgt og að verðbólgan sé þeim að kenna. Hvað köllum við samfélag þar sem seðlabankastjóri hótar að knýja fram kreppu ef fólkið sem er að drukkna dirfist til að óska eftir launum sem duga fyrir framfærslu. Á sama tíma kemur það ekki til greina hjá ríkinu að skattleggja þá sem eiga mest. Hvað köllum við samfélag þar sem skattkerfið er hannað til þess að ríkasta fólk landsins borgi minni skatt en almennt verkafólk? Hvað köllum við samfélag þar sem kvótakóngar fá milljarðir í bætur vegna þess að ríkinu datt í hug að þeir þyrftu að deila fiskinum í sjónum með öðrum. Hvað köllum við samfélag þar sem, í staðin fyrir að ríkið skattleggi þá ríkustu, þá tekur það lán frá þeim. Svo þeir geti alveg örugglega fengið allan þann pening til baka með vöxtum. Hvað köllum við samfélag þar sem ríkið selur Íslandsbanka þrátt fyrir að þeirra eigin kannanir sögðu að þjóðin vildi það ekki? Hvað köllum við samfélag þar sem lögreglan fer fram við blaðamenn eins og glæpamenn, ef þau skyldidirfast til að uppljóstra glæpi stórfyrirtækja? Hvað köllum við samfélag þar sem ríkisstjórninni finnst eðlilegt og sjálfsagt að embættismaður ríkisins fái að ráða hvort stéttarfélög megi fara í verkfall eða ekki. Því verkafólk skal ekki fá hærri laun er ríkinu finnst viðeigandi. Því ríkið virðist vera búið að ákveða að þeir sem eru núþegar að drukkna þurfi að vera fórnað á altari hagkerfisins. Því kannski ef við fórnum nógu mörgu verkafólki, leigjendum og öryrkjum, þá mun verðbólgan fara áður en hún fer að bíta elsku fjárfestana. Hvað köllum við svona samfélag? Ég kalla það misheppnað samfélag. Samfélag sem var hannað eftir höfði eignastéttar. Samfélag sem er fjandsamlegt öreigum - þar sem vinnandi fólk verður alltaf í öðru sæti. Það er kominn tími til að hætta láta segja okkur hvað við erum heppin. Það er kominn tími til að við rísum upp og gerum það alveg ljóst að þeir sem taka fjármagn fram yfir fólk eru ekki velkomin í þessu samfélagi. Höfundur er varaformaður ASÍ-ung.
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar