Athugasemdir doktors í líffræði við áform um Hvammsvirkjun Margaret J. Filardo skrifar 7. júní 2023 08:00 Ég hef starfað yfir þrjátíu ár við endurheimt laxastofna Kólumbíufljótsins í Bandaríkjunum, svo stofnarnir geti á ný orðið sjálfbærir líkt og þeir voru fyrir tíma vatnsaflsvirkjana í ánni. Þrátt fyrir margs konar tæknilegar lausnir til að auka líkur á að fiskar lifi af, og kostnað frá árinu 1980 upp á jafnvirði um þrjú þúsund milljarða íslenskra króna (20 milljarða bandaríkjadala) til að endurheimta laxastofna, er laxinn í Kólumbíufljóti enn í útrýmingarhættu og líkur á að hann deyi út. Í raun er það að fjarlægja stíflur í stórum stíl talin eina lausnin til verndar laxastofninum og líffræðilegum fjölbreytileika svæðisins. Svo hvað er það sem fær stjórnendur Landsvirkjunar til að halda að fyrirtækið geti byggt Hvammsvirkjun án þess að hafa áhrif á fiskistofna Þjórsár? Hundruð þúsunda Atlantshafslaxa gengu áður úr Atlantshafinu upp ár Norður-Ameríku. Nú ganga aðeins fáeinir upp í ríkinu Maine og austurhluta Kanada og stofnarnir eru í útrýmingarhættu. Svipað er uppi á teningnum hjá öllum náttúrulegum Atlantshafsstofnum laxa, þeim sem hrygna á Íslandi, meginlandi Evrópu og í Norður-Ameríku, staða þeirra allra er viðsjárverð. Vandamál þeirra ágerast með loftslagsbreytingum. Hækkandi hitastig, sem leiðir til aukins vatnsrennslis og breyttra rennslishátta, getur haft afgerandi áhrif á laxastofna þegar afleiðingar hlýnunar sjávar bætast við. Íslenskir laxastofnar marka nyrstu útbreiðslu laxastofna Atlantshafsins og hafa þeir því líklega aðlagað sig sérstaklega að einstakri jarðfræði Íslands. Ólíklegt þykir að hver og einn laxastofn sé algjörlega einangraður, heldur tengjast þeir innbyrðis með flakki einstaklinga á milli svæða. Laxastofn Þjórsár er talinn vera hinn stærsti á Íslandi og því munu ógnir sem að honum steðja samtímis ógna laxastofnum annars staðar á landinu og líklega hafa áhrif á viðnámsþrótt margra þeirra gagnvart loftslagsbreytingum. Þá gæti álag á hina einstöku gerð Þjórsárstofnsins stofnað Atlantshafslaxi utan Íslands í hættu. Virkjun vatnsafls blómstraði á heimsvísu á síðari hluta 20. aldar, þegar vitneskja um hin gríðarlegu neikvæðu áhrif lá enn ekki fyrir. Í dag höfum við fulla vissu fyrir að vandamál tengd byggingu og rekstri vatnsaflsvirkjana eru stórfelld og víðtæk. Áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum snúa ekki aðeins að laxastofni Þjórsár heldur einnig að vistkerfum og líffræðilegum fjölbreytileika svæðisins í heild. Áform um Hvammsvirkjun verður að taka til alvarlegrar og gagngerrar endurskoðunar vegna áhættunnar sem hún skapar fyrir hina mikilvægu laxastofna. Margaret J. Filardo, Ph.D. Doktor í líffræði og fyrrum yfirlíffræðingur (Supervisory Fish Biologist) við Fish Passage Center í Oregon Höfundur er sérfræðingur í áhrifum mannvirkja á göngufiska. Hún var í þrjá áratugi leiðandi í rannsóknum á lífsskilyrðum laxastofna í virkjuðum ám hjá Fiskvegamiðstöðinni (Fish Passage Center) í Oregonríki í Bandaríkjunum, þar sem gönguleiðir seiða og fullorðinna fiska á vatnasvæðum Kólumbíufljótsins eru vaktaðar og rannsakaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ég hef starfað yfir þrjátíu ár við endurheimt laxastofna Kólumbíufljótsins í Bandaríkjunum, svo stofnarnir geti á ný orðið sjálfbærir líkt og þeir voru fyrir tíma vatnsaflsvirkjana í ánni. Þrátt fyrir margs konar tæknilegar lausnir til að auka líkur á að fiskar lifi af, og kostnað frá árinu 1980 upp á jafnvirði um þrjú þúsund milljarða íslenskra króna (20 milljarða bandaríkjadala) til að endurheimta laxastofna, er laxinn í Kólumbíufljóti enn í útrýmingarhættu og líkur á að hann deyi út. Í raun er það að fjarlægja stíflur í stórum stíl talin eina lausnin til verndar laxastofninum og líffræðilegum fjölbreytileika svæðisins. Svo hvað er það sem fær stjórnendur Landsvirkjunar til að halda að fyrirtækið geti byggt Hvammsvirkjun án þess að hafa áhrif á fiskistofna Þjórsár? Hundruð þúsunda Atlantshafslaxa gengu áður úr Atlantshafinu upp ár Norður-Ameríku. Nú ganga aðeins fáeinir upp í ríkinu Maine og austurhluta Kanada og stofnarnir eru í útrýmingarhættu. Svipað er uppi á teningnum hjá öllum náttúrulegum Atlantshafsstofnum laxa, þeim sem hrygna á Íslandi, meginlandi Evrópu og í Norður-Ameríku, staða þeirra allra er viðsjárverð. Vandamál þeirra ágerast með loftslagsbreytingum. Hækkandi hitastig, sem leiðir til aukins vatnsrennslis og breyttra rennslishátta, getur haft afgerandi áhrif á laxastofna þegar afleiðingar hlýnunar sjávar bætast við. Íslenskir laxastofnar marka nyrstu útbreiðslu laxastofna Atlantshafsins og hafa þeir því líklega aðlagað sig sérstaklega að einstakri jarðfræði Íslands. Ólíklegt þykir að hver og einn laxastofn sé algjörlega einangraður, heldur tengjast þeir innbyrðis með flakki einstaklinga á milli svæða. Laxastofn Þjórsár er talinn vera hinn stærsti á Íslandi og því munu ógnir sem að honum steðja samtímis ógna laxastofnum annars staðar á landinu og líklega hafa áhrif á viðnámsþrótt margra þeirra gagnvart loftslagsbreytingum. Þá gæti álag á hina einstöku gerð Þjórsárstofnsins stofnað Atlantshafslaxi utan Íslands í hættu. Virkjun vatnsafls blómstraði á heimsvísu á síðari hluta 20. aldar, þegar vitneskja um hin gríðarlegu neikvæðu áhrif lá enn ekki fyrir. Í dag höfum við fulla vissu fyrir að vandamál tengd byggingu og rekstri vatnsaflsvirkjana eru stórfelld og víðtæk. Áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum snúa ekki aðeins að laxastofni Þjórsár heldur einnig að vistkerfum og líffræðilegum fjölbreytileika svæðisins í heild. Áform um Hvammsvirkjun verður að taka til alvarlegrar og gagngerrar endurskoðunar vegna áhættunnar sem hún skapar fyrir hina mikilvægu laxastofna. Margaret J. Filardo, Ph.D. Doktor í líffræði og fyrrum yfirlíffræðingur (Supervisory Fish Biologist) við Fish Passage Center í Oregon Höfundur er sérfræðingur í áhrifum mannvirkja á göngufiska. Hún var í þrjá áratugi leiðandi í rannsóknum á lífsskilyrðum laxastofna í virkjuðum ám hjá Fiskvegamiðstöðinni (Fish Passage Center) í Oregonríki í Bandaríkjunum, þar sem gönguleiðir seiða og fullorðinna fiska á vatnasvæðum Kólumbíufljótsins eru vaktaðar og rannsakaðar.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun