Samfylkingin kynnir verkefnalista fyrir þinglok Kristrún Frostadóttir skrifar 5. júní 2023 16:01 Vaxtabótaauki, leigubremsa og ívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum. Allt fjármagnað að fullu — og meira en það — með því að loka skattaglufu sem kallast ehf.-gatið. Þetta er verkefnalistinn sem Samfylkingin leggur fram núna fyrir þinglok. Þrjú einföld verkefni sem er hægt að fara í strax og sem munar virkilega um á tímum mikillar verðbólgu og vaxtahækkana. Fleira þarf að gera — og auðvitað myndi Samfylkingin stjórna landinu með öðrum hætti ef við værum í ríkisstjórn. En þetta eru allt aðgerðir sem sitjandi ríkisstjórn ætti að geta fallist á, miðað við hvernig ráðherrarnir tala að minnsta kosti. Og þess vegna leggjum við þær fram núna. Vaxtabótaauki Vaxtabótaaukinn sem Samfylkingin leggur til léttir verulega undir með skuldsettum heimilum. Hann felur í sér eingreiðslu á árinu 2023 upp á allt að 200 þúsund krónur til einstaklinga og 350 þúsund krónur fyrir sambýlisfólk og einstæða foreldra. Stuðningurinn er bæði eigna- og tekjutengdur og rennur til heimila með þunga greiðslubyrði. Þannig má taka á bráðum vanda vegna snarpra vaxtahækkana. Leigubremsa Leigubremsan sem Samfylkingin leggur til er tímabundin og að danskri fyrirmynd. Hún ver fólk sem býr í leiguíbúðum fyrir stórfelldum hækkunum á leiguverði og er tímabundin aðgerð til að halda aftur af fyrirséðum vanda vegna þess sem hefur verið kallað snjóhengja á leigumarkaði. Orsök vandans er meðal annars of lítið framboð á leiguíbúðum, fólksfjölgun, ferðamannastraumur og skortur á ramma utan um leigumarkaðinn. Ívilnun til uppbyggingar Loks hefur Samfylkingin lagt til ívilnun til uppbyggingar: Að húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða fái áfram ívilnun með 60 prósenta endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu manna á byggingarstað. Tilgangur breytingarinnar er að styðja við óhagnaðardrifin leigufélög og viðhalda hvata til byggingar leiguíbúða á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða fjárhagsvanda Fjármögnun: Lokum ehf.-gatinu Ehf.-gatið er skattaglufa sem gerir tekjuháum kleift að telja fram launatekjur sem fjármagnstekjur og borga þannig lægri skatta en þorri almennings. Þetta er skattaglufa sem ætti að vera löngu búið að loka og sem myndi fjármagna að fullu verkefnalistann sem Samfylkingin hefur kynnt fyrir þinglok. Samfylkingin kallar eftir aðgerðum og leggur til lausnir Í allan vetur höfum við í Samfylkingunni kallað eftir aðgerðum. Til að vinna gegn verðbólgu og verja heimilisbókhaldið hjá fólki. Við höfum stundað jákvæða pólitík, sett fram lausnir og lagt ofuráherslu á efnahags- og velferðarmálin. Aldrei ómálefnaleg. Alltaf ábyrg — sem sést kannski best á því að við höfum haft það sem viðmið að gera ekki tillögu um eina krónu í útgjöld án þess að tvær krónur komi á móti til að vinna gegn verðbólgu. Þetta vita allir sem hafa lagt við hlustir. Í september settum við fram samstöðuaðgerðir fyrir heimilin og við kynntum kjarapakka í tengslum við fjárlög fyrir síðustu jól. Verkefnalistinn fyrir þinglok er af sama meiði. Nú er boltinn hjá ríkisstjórninni. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Samfylkingin Kristrún Frostadóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Vaxtabótaauki, leigubremsa og ívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum. Allt fjármagnað að fullu — og meira en það — með því að loka skattaglufu sem kallast ehf.-gatið. Þetta er verkefnalistinn sem Samfylkingin leggur fram núna fyrir þinglok. Þrjú einföld verkefni sem er hægt að fara í strax og sem munar virkilega um á tímum mikillar verðbólgu og vaxtahækkana. Fleira þarf að gera — og auðvitað myndi Samfylkingin stjórna landinu með öðrum hætti ef við værum í ríkisstjórn. En þetta eru allt aðgerðir sem sitjandi ríkisstjórn ætti að geta fallist á, miðað við hvernig ráðherrarnir tala að minnsta kosti. Og þess vegna leggjum við þær fram núna. Vaxtabótaauki Vaxtabótaaukinn sem Samfylkingin leggur til léttir verulega undir með skuldsettum heimilum. Hann felur í sér eingreiðslu á árinu 2023 upp á allt að 200 þúsund krónur til einstaklinga og 350 þúsund krónur fyrir sambýlisfólk og einstæða foreldra. Stuðningurinn er bæði eigna- og tekjutengdur og rennur til heimila með þunga greiðslubyrði. Þannig má taka á bráðum vanda vegna snarpra vaxtahækkana. Leigubremsa Leigubremsan sem Samfylkingin leggur til er tímabundin og að danskri fyrirmynd. Hún ver fólk sem býr í leiguíbúðum fyrir stórfelldum hækkunum á leiguverði og er tímabundin aðgerð til að halda aftur af fyrirséðum vanda vegna þess sem hefur verið kallað snjóhengja á leigumarkaði. Orsök vandans er meðal annars of lítið framboð á leiguíbúðum, fólksfjölgun, ferðamannastraumur og skortur á ramma utan um leigumarkaðinn. Ívilnun til uppbyggingar Loks hefur Samfylkingin lagt til ívilnun til uppbyggingar: Að húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða fái áfram ívilnun með 60 prósenta endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu manna á byggingarstað. Tilgangur breytingarinnar er að styðja við óhagnaðardrifin leigufélög og viðhalda hvata til byggingar leiguíbúða á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært um að sjá sér fyrir húsnæði sökum félagslegra aðstæðna eða fjárhagsvanda Fjármögnun: Lokum ehf.-gatinu Ehf.-gatið er skattaglufa sem gerir tekjuháum kleift að telja fram launatekjur sem fjármagnstekjur og borga þannig lægri skatta en þorri almennings. Þetta er skattaglufa sem ætti að vera löngu búið að loka og sem myndi fjármagna að fullu verkefnalistann sem Samfylkingin hefur kynnt fyrir þinglok. Samfylkingin kallar eftir aðgerðum og leggur til lausnir Í allan vetur höfum við í Samfylkingunni kallað eftir aðgerðum. Til að vinna gegn verðbólgu og verja heimilisbókhaldið hjá fólki. Við höfum stundað jákvæða pólitík, sett fram lausnir og lagt ofuráherslu á efnahags- og velferðarmálin. Aldrei ómálefnaleg. Alltaf ábyrg — sem sést kannski best á því að við höfum haft það sem viðmið að gera ekki tillögu um eina krónu í útgjöld án þess að tvær krónur komi á móti til að vinna gegn verðbólgu. Þetta vita allir sem hafa lagt við hlustir. Í september settum við fram samstöðuaðgerðir fyrir heimilin og við kynntum kjarapakka í tengslum við fjárlög fyrir síðustu jól. Verkefnalistinn fyrir þinglok er af sama meiði. Nú er boltinn hjá ríkisstjórninni. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun