Hvað kostar lýðræðið? Jón Ingi Hákonarson skrifar 24. maí 2023 10:30 Einræði og ógnarstjórn er saga mannkyns, opið lýðræði er undantekning. Lýðræðið er viðkvæmt og hangir á nokkrum örþunnum og viðkvæmum silkiþráðum. Slitni einn, er hugmyndin um opið og frjálst lýðræðisríki úti. Kostnaðurinn við frjálst lýðræði er umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra. Að umbera fávitana og leyfa óþægilegri og illa upplýstri umræðu að eiga sér stað. Að nýta sér réttinn til að fá að móðgast, bíta á jaxlinn og halda áfram. Móðgun er nefnilega ekki hættuleg. Þegar fullorðið fólk móðgast hefur það allt að gera með félagslega skilyrðingu viðkomandi, hún er huglæg, ekki hlutlæg. Það að vilja loka á óþægilega umræðu vegna þess að einhver gæti móðgast er líklega stærsta ógnin sem opið og frjálst lýðræðissamfélag stendur frammi fyrir. Frjáls hugsun, hvort heldur gáfuleg eða heimskuleg er undirstaða málfrelsis, sem aftur er undirstaða lýðræðis. Það er nefnilega ekki hægt að kæfa opin og frjáls skoðanaskipti án þess að það komi niður á lýðræðinu. Smám saman (reyndar gerist þetta mjög hratt) hættir fólk að þora, eða nenna því, að tjá sig um æ fleiri málefni, fólk fer að forðast óþægindin sem fylgja því að viðra ólík sjónarhorn á málum. Framsækið og frjálst lýðræði felst í umburðarlyndi og hugrekki okkar til að verja rétt annarra til að hafa ólíkar skoðanir, þó svo þær stangist á gildismat okkar. Voltare er eignuð setningin “Ég fyrirlít skoðanir þínar en er reiðubúinn til að láta höfuðið fyrir rétt þinn til þess að hafa þær og halda þeim fram”. Sú fjarlægð milli fólks sem hið rafræna samskiptaform nútímans veldur, eykur vissulega á dómhörku á kostnað skilnings milli fólks. Þegar samtölum í raunheimum er skipt út fyrir smáskilaboð í rafheimum er ljóst að gæði og dýpt samtala og samskipta minnkar. Afleiðingarnar eru minni skilningur og gæska og meiri misskilningur og dómharka. Að sjá ekki með eigin augum afleiðingar orða sinna klippir á raunveruleikann og eykur á hlutgervingu á kostnað hluttekningar og skilnings. Þanþolið gagnvart ólíku fólki minnkar, húmorinn víkur fyrir móðgun og hneykslan. Afleiðing þess er einsleitni og ótti, sem er aftur kjöraðstæður og jarðvegur ógnarstjórnar. Þessi aukna fjarlægð milli fólks kemur niður á samkennd og náungakærleik og smækkar reynsluheim okkar. Fjarlægðin á milli fólks í rafheimum stækkar yfirborð lífs okkar á kostnað dýptar og fjölbreytni. Erum við nægilega sterk sem einstaklingar og sem þjóðfélag að berjast með kjafti og klóm fyrir rétti fólks til að hafa skoðanir sem stuða okkur? Ef ekki þá vitum við í ljósi sögunnar hvar sú vegferð endar. Að verja gagnrýna hugsun og hvetja til rökræðu um eldfim málefni hverju sinni í stað þess að kæfa hana á þeim forsendum að hún sé óþægileg og geti stuðað einhverja. Að meðtaka rök og skilning annarra án þess endilega að samþykkja þau er kostnaður sem ekki verður komist undan að greiða til að viðhalda og þróa til betri vegar opið og frjálst lýðræði. Lýðræðið krefst mikils af okkur, einræði og ógnarstjórn krefst einskis nema þess að hlýða. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Einræði og ógnarstjórn er saga mannkyns, opið lýðræði er undantekning. Lýðræðið er viðkvæmt og hangir á nokkrum örþunnum og viðkvæmum silkiþráðum. Slitni einn, er hugmyndin um opið og frjálst lýðræðisríki úti. Kostnaðurinn við frjálst lýðræði er umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra. Að umbera fávitana og leyfa óþægilegri og illa upplýstri umræðu að eiga sér stað. Að nýta sér réttinn til að fá að móðgast, bíta á jaxlinn og halda áfram. Móðgun er nefnilega ekki hættuleg. Þegar fullorðið fólk móðgast hefur það allt að gera með félagslega skilyrðingu viðkomandi, hún er huglæg, ekki hlutlæg. Það að vilja loka á óþægilega umræðu vegna þess að einhver gæti móðgast er líklega stærsta ógnin sem opið og frjálst lýðræðissamfélag stendur frammi fyrir. Frjáls hugsun, hvort heldur gáfuleg eða heimskuleg er undirstaða málfrelsis, sem aftur er undirstaða lýðræðis. Það er nefnilega ekki hægt að kæfa opin og frjáls skoðanaskipti án þess að það komi niður á lýðræðinu. Smám saman (reyndar gerist þetta mjög hratt) hættir fólk að þora, eða nenna því, að tjá sig um æ fleiri málefni, fólk fer að forðast óþægindin sem fylgja því að viðra ólík sjónarhorn á málum. Framsækið og frjálst lýðræði felst í umburðarlyndi og hugrekki okkar til að verja rétt annarra til að hafa ólíkar skoðanir, þó svo þær stangist á gildismat okkar. Voltare er eignuð setningin “Ég fyrirlít skoðanir þínar en er reiðubúinn til að láta höfuðið fyrir rétt þinn til þess að hafa þær og halda þeim fram”. Sú fjarlægð milli fólks sem hið rafræna samskiptaform nútímans veldur, eykur vissulega á dómhörku á kostnað skilnings milli fólks. Þegar samtölum í raunheimum er skipt út fyrir smáskilaboð í rafheimum er ljóst að gæði og dýpt samtala og samskipta minnkar. Afleiðingarnar eru minni skilningur og gæska og meiri misskilningur og dómharka. Að sjá ekki með eigin augum afleiðingar orða sinna klippir á raunveruleikann og eykur á hlutgervingu á kostnað hluttekningar og skilnings. Þanþolið gagnvart ólíku fólki minnkar, húmorinn víkur fyrir móðgun og hneykslan. Afleiðing þess er einsleitni og ótti, sem er aftur kjöraðstæður og jarðvegur ógnarstjórnar. Þessi aukna fjarlægð milli fólks kemur niður á samkennd og náungakærleik og smækkar reynsluheim okkar. Fjarlægðin á milli fólks í rafheimum stækkar yfirborð lífs okkar á kostnað dýptar og fjölbreytni. Erum við nægilega sterk sem einstaklingar og sem þjóðfélag að berjast með kjafti og klóm fyrir rétti fólks til að hafa skoðanir sem stuða okkur? Ef ekki þá vitum við í ljósi sögunnar hvar sú vegferð endar. Að verja gagnrýna hugsun og hvetja til rökræðu um eldfim málefni hverju sinni í stað þess að kæfa hana á þeim forsendum að hún sé óþægileg og geti stuðað einhverja. Að meðtaka rök og skilning annarra án þess endilega að samþykkja þau er kostnaður sem ekki verður komist undan að greiða til að viðhalda og þróa til betri vegar opið og frjálst lýðræði. Lýðræðið krefst mikils af okkur, einræði og ógnarstjórn krefst einskis nema þess að hlýða. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun