Spírallinn heldur áfram Sigmar Guðmundsson skrifar 20. maí 2023 09:01 Það er ekkert sérstaklega uppörvandi að sjá hvernig tónninn er að breytast hjá þeim sem hafa það að atvinnu að reyna að sjá fyrir vaxta og verðbólguþróun hér á Íslandi. Fyrirsögn á rúv.is á dögunum segir kannski alla söguna „orðnir svartsýnni á þróun verðbólgunnar“. Þessi aukna svartsýni kemur frá hjá forsvarsmönnum banka, lífeyrissjóða og annara fyrirtækja á fjármálamarkaði í könnun sem Seðlabankinn gerði. Þetta er svo sem ekkert undrunarefni í sjálfu sér, hér er einfaldlega ekki verið að stíga nægjanlega markviss skref til að vinna bug á þessum höfuðóvinum íslenskra heimila og fyrirtækja, verðbólgu og okurvöxtum. Það er heldur ekki bjartsýnn tónn sleginn þegar vextirnir eru annars vegar. Samkvæmt þessum aðilum hækka vextir næst um eina prósentu og þeir taki ekki að lækka fyrr en eftir tæpt ár og verði 6 prósent eftir tvö ár. Verði þetta að veruleika, sem allt bendir til, er um að ræða meiriháttar fjárhagslegt högg fyrir heimili og fyrirtæki. Greiðslubyrði vegna húsnæðislána og vegna verðbólgunnar verður óviðráðanleg víða. Höfum í huga að vaxta og verðbólguhöggið er ekki enn komið fram með fullum þunga á heimilin. Seðlabankinn reynir sitt en vandséð er að hækkun stýrivaxta út í hið óendanlega sé rökrétt svar við getuleysi ríkisstjórnarflokkanna til að draga saman seglin í útgjöldum ríkisins. Sem er bráðnauðsynlegt til að ná tökum á ástandinu. Ríkisvaldið verður að senda skýr skilaboð sem myndi þá mögulega auka bjartsýni hjá þeim aðilum sem nú verða sífellt svartsýnni. Þetta snýst nefnilega mikið um að stjórna væntingum fólks. Í því, sem og verkefninu sjálfu að draga úr ríkisútgjöldum, hefur ríkisstjórnin brugðist fólkinu í landinu. Niðurstaðan verður óhjákvæmilega sú að þessar manngerðu hamfarir halda áfram, með tilheyrandi skaða fyrir alla. Getuleysið í að hemja ríkisútgjöld setur meiri þrýsting á Seðlabankann sem hækkar vexti út í hið óendanlega og launafólk gerir síðan þá eðlilegu kröfu að fá kostnaðinn af verðbólgu og okurvöxtum til baka í næstu samningum. Hætt er við að þeir samningar muni svo aftur auka verðbólgu, kostnaðinum af þeim velt út í verðlag, og spíralinn heldur áfram. Endurtakist eftir þörfum. Íslensk hagsaga í hnotskurn. Þetta þarf ekki að vera svona. Þetta skrifast á ónýtan gjaldmiðil og verklausa ríkisstjórn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Það er ekkert sérstaklega uppörvandi að sjá hvernig tónninn er að breytast hjá þeim sem hafa það að atvinnu að reyna að sjá fyrir vaxta og verðbólguþróun hér á Íslandi. Fyrirsögn á rúv.is á dögunum segir kannski alla söguna „orðnir svartsýnni á þróun verðbólgunnar“. Þessi aukna svartsýni kemur frá hjá forsvarsmönnum banka, lífeyrissjóða og annara fyrirtækja á fjármálamarkaði í könnun sem Seðlabankinn gerði. Þetta er svo sem ekkert undrunarefni í sjálfu sér, hér er einfaldlega ekki verið að stíga nægjanlega markviss skref til að vinna bug á þessum höfuðóvinum íslenskra heimila og fyrirtækja, verðbólgu og okurvöxtum. Það er heldur ekki bjartsýnn tónn sleginn þegar vextirnir eru annars vegar. Samkvæmt þessum aðilum hækka vextir næst um eina prósentu og þeir taki ekki að lækka fyrr en eftir tæpt ár og verði 6 prósent eftir tvö ár. Verði þetta að veruleika, sem allt bendir til, er um að ræða meiriháttar fjárhagslegt högg fyrir heimili og fyrirtæki. Greiðslubyrði vegna húsnæðislána og vegna verðbólgunnar verður óviðráðanleg víða. Höfum í huga að vaxta og verðbólguhöggið er ekki enn komið fram með fullum þunga á heimilin. Seðlabankinn reynir sitt en vandséð er að hækkun stýrivaxta út í hið óendanlega sé rökrétt svar við getuleysi ríkisstjórnarflokkanna til að draga saman seglin í útgjöldum ríkisins. Sem er bráðnauðsynlegt til að ná tökum á ástandinu. Ríkisvaldið verður að senda skýr skilaboð sem myndi þá mögulega auka bjartsýni hjá þeim aðilum sem nú verða sífellt svartsýnni. Þetta snýst nefnilega mikið um að stjórna væntingum fólks. Í því, sem og verkefninu sjálfu að draga úr ríkisútgjöldum, hefur ríkisstjórnin brugðist fólkinu í landinu. Niðurstaðan verður óhjákvæmilega sú að þessar manngerðu hamfarir halda áfram, með tilheyrandi skaða fyrir alla. Getuleysið í að hemja ríkisútgjöld setur meiri þrýsting á Seðlabankann sem hækkar vexti út í hið óendanlega og launafólk gerir síðan þá eðlilegu kröfu að fá kostnaðinn af verðbólgu og okurvöxtum til baka í næstu samningum. Hætt er við að þeir samningar muni svo aftur auka verðbólgu, kostnaðinum af þeim velt út í verðlag, og spíralinn heldur áfram. Endurtakist eftir þörfum. Íslensk hagsaga í hnotskurn. Þetta þarf ekki að vera svona. Þetta skrifast á ónýtan gjaldmiðil og verklausa ríkisstjórn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun