Rússíbaninn á húsnæðismarkaði Ólafur Margeirsson skrifar 18. maí 2023 11:01 Í mars síðastliðnum varaði ég við samdrætti í íbúðabyggingu, sjá m.a. hér. Nú eru fleiri að benda á sama vandamál bæði á Íslandi sem og annars staðar í Evrópu. Sjá t.d. hér, hér og hér. Víða er vandamálið að ekki má byggja vegna reglna um nýtingu lands ("zoning laws") sem hindra að t.d. illa nýttum skrifstofubyggingum eða bílastæðum sé breytt í íbúðarhúsnæði að hluta eða heild. Samhliða því hefur þrýstingur á hrávöruverð og launakostnað ýtt byggingarkostnaði upp á við. Vaxtahækkanir seðlabanka hafa svo sett þrýsting á íbúðaverð og fjármagnskostnað byggingarverktaka. Ekkert af þessu er að ýta undir aukið byggingarmagn. Þess vegna er byggingarmagn að dragast saman svo víða. Það er svo sérstaklega vandamál á Íslandi að lítill áhugi er fyrir því meðal lífeyrissjóða að koma að leigumarkaði en það gera viðlíkar þeirra víða í Evrópu. Brotthvarf Heimstaden frá Íslandi er mikil synd, þar slokknar góð von um betri, stærri og þroskaðri leigumarkað. Á sama tíma er skiljanlegt að íslenskir lífeyrissjóðir vilji ekki koma að leigumarkaði eins og orðræðan um hann er. Þá vantar miklu betra og þróaðra regluverk utan um markaðinn en besta dæmið sem ég þekki um slíkt er frá Sviss þar sem rúmlega helmingur landsmanna býr í leiguhúsnæði. Og það er m.a. stór og þroskaður leigumarkaður sem ýtir undir efnahagslegan stöðugleika í Sviss. Það er því miður augljóst að þrýstingur á leiguverð verður áfram til staðar ef skortur á leiguíbúðum heldur áfram. Aðkoma stærri fjárfesta er lykill í því að byggja fleiri íbúðir þar sem skalahagkvæmni er notuð til að halda byggingar- og fjármagnskostnaði niðri. Aukið framboð af leiguhúsnæði leysir svo stóran hluta verðbólguvandans, fyrir utan öll hin samfélagslegu vandamálin sem húsnæðisskortur leiðir af sér. Aðkoma stjórnvalda í formi þess að setja upp og þróa almennilegt regluverk í kringum leigumarkað, sérstaklega þegar kemur að því að auðvelda stærri fjárfestum að fjárfesta á leigumarkaði (byggja til að leigja), væri stórt skref í átt að auknu framboði af húsnæði. Umræða um hvernig það má gera fór fram í október síðastliðnum þar sem m.a. fulltrúar stjórnvalda, sveitarfélaga og lífeyrissjóða voru. Á sama tíma verða sveitarfélög að auðvelda fólki að breyta byggingum, þ.m.t. bílastæðum, hafi það áhuga á því. Að gera fólki erfitt fyrir þegar kemur að bættri landnýtingu leysir ekki húsnæðisvandann. Ef þetta gerist ekki höldum við bara áfram að vera í þessum rússíbana með tilheyrandi efnahagslegum óstöðugleika. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Margeirsson Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Sjá meira
Í mars síðastliðnum varaði ég við samdrætti í íbúðabyggingu, sjá m.a. hér. Nú eru fleiri að benda á sama vandamál bæði á Íslandi sem og annars staðar í Evrópu. Sjá t.d. hér, hér og hér. Víða er vandamálið að ekki má byggja vegna reglna um nýtingu lands ("zoning laws") sem hindra að t.d. illa nýttum skrifstofubyggingum eða bílastæðum sé breytt í íbúðarhúsnæði að hluta eða heild. Samhliða því hefur þrýstingur á hrávöruverð og launakostnað ýtt byggingarkostnaði upp á við. Vaxtahækkanir seðlabanka hafa svo sett þrýsting á íbúðaverð og fjármagnskostnað byggingarverktaka. Ekkert af þessu er að ýta undir aukið byggingarmagn. Þess vegna er byggingarmagn að dragast saman svo víða. Það er svo sérstaklega vandamál á Íslandi að lítill áhugi er fyrir því meðal lífeyrissjóða að koma að leigumarkaði en það gera viðlíkar þeirra víða í Evrópu. Brotthvarf Heimstaden frá Íslandi er mikil synd, þar slokknar góð von um betri, stærri og þroskaðri leigumarkað. Á sama tíma er skiljanlegt að íslenskir lífeyrissjóðir vilji ekki koma að leigumarkaði eins og orðræðan um hann er. Þá vantar miklu betra og þróaðra regluverk utan um markaðinn en besta dæmið sem ég þekki um slíkt er frá Sviss þar sem rúmlega helmingur landsmanna býr í leiguhúsnæði. Og það er m.a. stór og þroskaður leigumarkaður sem ýtir undir efnahagslegan stöðugleika í Sviss. Það er því miður augljóst að þrýstingur á leiguverð verður áfram til staðar ef skortur á leiguíbúðum heldur áfram. Aðkoma stærri fjárfesta er lykill í því að byggja fleiri íbúðir þar sem skalahagkvæmni er notuð til að halda byggingar- og fjármagnskostnaði niðri. Aukið framboð af leiguhúsnæði leysir svo stóran hluta verðbólguvandans, fyrir utan öll hin samfélagslegu vandamálin sem húsnæðisskortur leiðir af sér. Aðkoma stjórnvalda í formi þess að setja upp og þróa almennilegt regluverk í kringum leigumarkað, sérstaklega þegar kemur að því að auðvelda stærri fjárfestum að fjárfesta á leigumarkaði (byggja til að leigja), væri stórt skref í átt að auknu framboði af húsnæði. Umræða um hvernig það má gera fór fram í október síðastliðnum þar sem m.a. fulltrúar stjórnvalda, sveitarfélaga og lífeyrissjóða voru. Á sama tíma verða sveitarfélög að auðvelda fólki að breyta byggingum, þ.m.t. bílastæðum, hafi það áhuga á því. Að gera fólki erfitt fyrir þegar kemur að bættri landnýtingu leysir ekki húsnæðisvandann. Ef þetta gerist ekki höldum við bara áfram að vera í þessum rússíbana með tilheyrandi efnahagslegum óstöðugleika. Höfundur er hagfræðingur.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun