Mjólk hækkar minnst í verði á Íslandi Erna Bjarnadóttir skrifar 17. maí 2023 16:00 Í síðustu tveimur tölublöðum Viðskiptablaðsins hefur litlu verið til sparað í gagnrýni á starfsumhverfi mjólkurframleiðslunnar og fyrirtæki bænda þar sem réttu máli er hallað. Lítum aðeins á fáein atriði: Í leiðara blaðsins þann 4. maí sl. er fullyrt að Auðhumla móðurfélag Mjólkursamsölunnar hafi skilað methagnaði árið 2022 og er það sett í samhengi við hækkanir Verðlagsnefndar á mjólk og mjólkurvörum. Hér er farið rangt með hagnað Auðhumlu. Hið rétta er að hagnaður samstæðuársreiknings Auðhumlu árið 2022 var 461 m.kr. sem er samdráttur um 50% frá árinu áður. Má lesa þetta í samstæðuársreikningi félagsins sem finna má á vef Skattsins. Á forsíðu blaðsins þann 10. maí er að finna myndrit sem sýnir „Hækkanir í skjóli ríkisins“. Ranghermt er í blaðinu að um 12 mánaða tímabili (apríl 2022 – apríl 2023) sé að ræða heldur kýs blaðið að styðjast við 13 mánaða tímabil, sem æskilegt hefði verið að kæmi rétt fram og af hverju. Með því er nefnilega verið að draga inn í þróunina hækkun á heildsöluverði mjólkur þann 4. apríl 2022 þar sem tekið var tillit til verðhækkunar til bænda 1. mars 2022 og rekja mátti til gríðarlegra aðfangaverðshækkana sem leiddu af innrás Rússa í Úkraínu. Sem dæmi hækkaði áburður þá hér á landi um 70-80% frá fyrra ári. Í blaðinu þann 10. maí er haft eftir Ástu S. Fjelsted, forstjóra Festi hf., að Verðlagsnefnd búvöru sé skipuð „…sex mönnum og eru fulltrúar neytenda í nefndinni tveir af sex. Hinir fulltrúar nefndarinnar eru skipaðir af stjórn Bændasamtaka Íslands, stjórnum búgreinasamtaka og Samtökum afurðastöðva fyrir búvörur. Ásta segir að út frá skipan nefndarinnar mætti segja að framleiðslusjónarmið fái að ráða í nefndinni.“ Það var og! Verðlagsnefndin er vissulega skipuð sex fulltrúum, sbr. 7. gr. búvörulaga nr. 99/1993. Hið rétta er síðan að þó bændur og afurðastöðvar tilnefni alls 4 fulltrúa taka aðeins þrír þeirra þátt í afgreiðslu mála hverju sinni. Ráðherra tilnefnir síðan sjötta fulltrúann í nefndina. Ákvarðanir í nefndinni eru teknar með einföldum meiri hluta atkvæða. Komi upp jöfn staða sker atkvæði formanns úr um niðurstöðu. Mjólk og mjólkurvörur hækka minnst á Íslandi Viðmælendur blaðsins, þau Ásta og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, gera síðan mikið úr því að mjólk og mjólkurvörur hafi hækkað umfram almennar verðlagshækkanir hér á landi síðustu 12 mánuði og kenna um starfsháttum verðlagsnefndar búvöru. Það er jú rétt að þessar vörur hafa hækkað um 12,1% meðan verðbólga er 9,9%. En hvernig væri að setja þetta í víðara samhengi? Tímabilið mars 2022 - mars 2023 hækkaði verð mjólkurvörum um 12,9% hér á landi. Í 21 af aðildarlöndum ESB hækkaði verð á mjólk og mjólkurvörum hins vegar á sama tíma um meira en 20%, mest í Ungverjalandi um 64,4%, sjá meðfylgjandi mynd hér síðar. Ástæðan fyrir þessum verðhækkunum eru hækkanir á lykilaðföngum langt umfram annað verðlag m.a. vegna stríðsins í Úkraínu eins og getið var um í upphafi. Þessar ástæður eiga við bæði í löndum ESB og hér á landi. Má því ekki allt eins álykta að hér hafi Verðlagsnefnd búvöru gert sitt til að halda verðhækkunum á mjólkurvörum hér á landi í lágmarki? Árangurinn sést alla vega vel af því að útsöluverð á mjólkurvörum hefur hækkað minnst hér á landi þegar Ísland er borið saman við aðildarlönd ESB. Meðfylgjandi mynd sýnir verðhækkanir á mjólk ostum og eggjum frá mars 2022 til mars 2023. Niðurlag Því fer fjarri að verð á mjólkurvörum hafi hækkað hér á landi umfram það sem gengur og gerist í nágrannalöndunum. Þar hafa matvæli hækkað meira og sums staðar langt um meira en almenn verðbólga. Ástæðurnar eru að stærstum hluta raktar hér að framan. Verðhækkanir hér á landi eru hins vegar í engu til komnar af því að framleiðendur fari með slíkt meirihlutavald í verðlagsnefnd að þeir geti knúið fram verðhækkanir sér til handa. Því síður hefur orðið til aukinn hagnaður hjá Auðhumlu svf. Þvert á móti dróst afkoma félagsins saman á síðasta ári. Það færi betur á að halda umræðunni við staðreyndir sem auðvelt er að nálgast. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Matvælaframleiðsla Verðlag Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í síðustu tveimur tölublöðum Viðskiptablaðsins hefur litlu verið til sparað í gagnrýni á starfsumhverfi mjólkurframleiðslunnar og fyrirtæki bænda þar sem réttu máli er hallað. Lítum aðeins á fáein atriði: Í leiðara blaðsins þann 4. maí sl. er fullyrt að Auðhumla móðurfélag Mjólkursamsölunnar hafi skilað methagnaði árið 2022 og er það sett í samhengi við hækkanir Verðlagsnefndar á mjólk og mjólkurvörum. Hér er farið rangt með hagnað Auðhumlu. Hið rétta er að hagnaður samstæðuársreiknings Auðhumlu árið 2022 var 461 m.kr. sem er samdráttur um 50% frá árinu áður. Má lesa þetta í samstæðuársreikningi félagsins sem finna má á vef Skattsins. Á forsíðu blaðsins þann 10. maí er að finna myndrit sem sýnir „Hækkanir í skjóli ríkisins“. Ranghermt er í blaðinu að um 12 mánaða tímabili (apríl 2022 – apríl 2023) sé að ræða heldur kýs blaðið að styðjast við 13 mánaða tímabil, sem æskilegt hefði verið að kæmi rétt fram og af hverju. Með því er nefnilega verið að draga inn í þróunina hækkun á heildsöluverði mjólkur þann 4. apríl 2022 þar sem tekið var tillit til verðhækkunar til bænda 1. mars 2022 og rekja mátti til gríðarlegra aðfangaverðshækkana sem leiddu af innrás Rússa í Úkraínu. Sem dæmi hækkaði áburður þá hér á landi um 70-80% frá fyrra ári. Í blaðinu þann 10. maí er haft eftir Ástu S. Fjelsted, forstjóra Festi hf., að Verðlagsnefnd búvöru sé skipuð „…sex mönnum og eru fulltrúar neytenda í nefndinni tveir af sex. Hinir fulltrúar nefndarinnar eru skipaðir af stjórn Bændasamtaka Íslands, stjórnum búgreinasamtaka og Samtökum afurðastöðva fyrir búvörur. Ásta segir að út frá skipan nefndarinnar mætti segja að framleiðslusjónarmið fái að ráða í nefndinni.“ Það var og! Verðlagsnefndin er vissulega skipuð sex fulltrúum, sbr. 7. gr. búvörulaga nr. 99/1993. Hið rétta er síðan að þó bændur og afurðastöðvar tilnefni alls 4 fulltrúa taka aðeins þrír þeirra þátt í afgreiðslu mála hverju sinni. Ráðherra tilnefnir síðan sjötta fulltrúann í nefndina. Ákvarðanir í nefndinni eru teknar með einföldum meiri hluta atkvæða. Komi upp jöfn staða sker atkvæði formanns úr um niðurstöðu. Mjólk og mjólkurvörur hækka minnst á Íslandi Viðmælendur blaðsins, þau Ásta og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, gera síðan mikið úr því að mjólk og mjólkurvörur hafi hækkað umfram almennar verðlagshækkanir hér á landi síðustu 12 mánuði og kenna um starfsháttum verðlagsnefndar búvöru. Það er jú rétt að þessar vörur hafa hækkað um 12,1% meðan verðbólga er 9,9%. En hvernig væri að setja þetta í víðara samhengi? Tímabilið mars 2022 - mars 2023 hækkaði verð mjólkurvörum um 12,9% hér á landi. Í 21 af aðildarlöndum ESB hækkaði verð á mjólk og mjólkurvörum hins vegar á sama tíma um meira en 20%, mest í Ungverjalandi um 64,4%, sjá meðfylgjandi mynd hér síðar. Ástæðan fyrir þessum verðhækkunum eru hækkanir á lykilaðföngum langt umfram annað verðlag m.a. vegna stríðsins í Úkraínu eins og getið var um í upphafi. Þessar ástæður eiga við bæði í löndum ESB og hér á landi. Má því ekki allt eins álykta að hér hafi Verðlagsnefnd búvöru gert sitt til að halda verðhækkunum á mjólkurvörum hér á landi í lágmarki? Árangurinn sést alla vega vel af því að útsöluverð á mjólkurvörum hefur hækkað minnst hér á landi þegar Ísland er borið saman við aðildarlönd ESB. Meðfylgjandi mynd sýnir verðhækkanir á mjólk ostum og eggjum frá mars 2022 til mars 2023. Niðurlag Því fer fjarri að verð á mjólkurvörum hafi hækkað hér á landi umfram það sem gengur og gerist í nágrannalöndunum. Þar hafa matvæli hækkað meira og sums staðar langt um meira en almenn verðbólga. Ástæðurnar eru að stærstum hluta raktar hér að framan. Verðhækkanir hér á landi eru hins vegar í engu til komnar af því að framleiðendur fari með slíkt meirihlutavald í verðlagsnefnd að þeir geti knúið fram verðhækkanir sér til handa. Því síður hefur orðið til aukinn hagnaður hjá Auðhumlu svf. Þvert á móti dróst afkoma félagsins saman á síðasta ári. Það færi betur á að halda umræðunni við staðreyndir sem auðvelt er að nálgast. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun