Ekki láta plata þig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. maí 2023 07:31 Ertu viss að tölvupósturinn sem þú fékkst sé frá þeim sem virðist hafa sent hann? Þriðjungur af öllum gagnalekum byrja sem venjulegur tölvupóstur til starfsmanna þar sem þeir eru beðnir um að opna skjal, ýta á hlekk eða skrá sig inn upp á nýtt í sín eigin kerfi. Um er að ræða mjög hnitmiðaðar veiðar, árás, oft á góðri íslensku sem er líklega eina neikvæða hliðin á miklum fjárfestingum okkar Íslendinga í máltækni. Vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í dag og á morgun er mikilvægt að vera enn meira á varðbergi en áður. Hópar sem stunda glæpi á netinu beina nú sjónum sínum í meira mæli að Íslandi, sér í lagi starfsfólki fjölbreyttra fyrirtækja og stofnana. Fjölmörg dæmi eru til um netárásir sem ollu miklu tjóni, kostuðu stórfé og byrjuðu sem einfaldur tölvupóstur á starfsmann fyrirtækis. Dæmi um slíkt er svar Norður-Kóreu við grínmynd frá Sony sem hæddist að landinu. Í kjölfarið voru vefpóstar á vegum hakkara þaðan sendir á starfsmenn fyrirtækisins. Voru þeir látnir líta út eins og þeir væru frá Apple og báðu um endurnýjun á skráningu. Einn starfsmaður Sony féll fyrir póstinum og afleiðingarnar voru 100 TB gagnastuldur og tap sem nam um 100 milljónum dollara. CERT-IS, netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, sendi frá sér mikilvægar ábendingar til að minna okkur á að tölvupóstur er ekki endilega það sem hann lítur út fyrir að vera: Horfum gagnrýnum augum á tölvupósta sem okkur berast, sérstaklega ef þið kannist ekki við sendandann eða ef það er verið að biðja um að skipta um lykilorð. Skoðum vel alla hlekki og athugum hvort þeir séu að vísa á rétta staði. Það á bæði við um hlekki í tölvupóstum sem og sendanda tölvupósta. Stundum er munurinn mjög lítill, stafsetningarvilla eða staf er skipt út fyrir tölustaf til að blekkja notendur. Ef póstur berst frá aðila sem þið þekkið en orðalag er óvenjulegt eða óskað er eftir að þið heimsækið tilteknar síður, setjið upp forrit o.þ.h er alltaf best að tala við sendandann, öðruvísi en að svara póstinum, og staðfesta að hann sé raunverulega frá viðkomandi. Ef þú ert í vafa um lögmæti póstsins, er alltaf best að fá álit frá öðrum og fylgja leiðbeiningum frá þinni öryggisdeild um hvernig eigi að bregðast við. Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar geti brotist inn á reikninga, allt frá tölvupósti til samfélagsmiðla er að nota fjölþátta auðkenningu. Fjölþátta auðkenning er góð fyrsta vörn fyrir alla aðganga sem hana styðja. Að verjast netárásum er að stórum hluta hlutverk hvers og eins. Við skulum vera vakandi gagnvart netárásum alla daga. Í þessu eins og öðru veltir oft lítil þúfa stóru hlassi. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Netöryggi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ertu viss að tölvupósturinn sem þú fékkst sé frá þeim sem virðist hafa sent hann? Þriðjungur af öllum gagnalekum byrja sem venjulegur tölvupóstur til starfsmanna þar sem þeir eru beðnir um að opna skjal, ýta á hlekk eða skrá sig inn upp á nýtt í sín eigin kerfi. Um er að ræða mjög hnitmiðaðar veiðar, árás, oft á góðri íslensku sem er líklega eina neikvæða hliðin á miklum fjárfestingum okkar Íslendinga í máltækni. Vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í dag og á morgun er mikilvægt að vera enn meira á varðbergi en áður. Hópar sem stunda glæpi á netinu beina nú sjónum sínum í meira mæli að Íslandi, sér í lagi starfsfólki fjölbreyttra fyrirtækja og stofnana. Fjölmörg dæmi eru til um netárásir sem ollu miklu tjóni, kostuðu stórfé og byrjuðu sem einfaldur tölvupóstur á starfsmann fyrirtækis. Dæmi um slíkt er svar Norður-Kóreu við grínmynd frá Sony sem hæddist að landinu. Í kjölfarið voru vefpóstar á vegum hakkara þaðan sendir á starfsmenn fyrirtækisins. Voru þeir látnir líta út eins og þeir væru frá Apple og báðu um endurnýjun á skráningu. Einn starfsmaður Sony féll fyrir póstinum og afleiðingarnar voru 100 TB gagnastuldur og tap sem nam um 100 milljónum dollara. CERT-IS, netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, sendi frá sér mikilvægar ábendingar til að minna okkur á að tölvupóstur er ekki endilega það sem hann lítur út fyrir að vera: Horfum gagnrýnum augum á tölvupósta sem okkur berast, sérstaklega ef þið kannist ekki við sendandann eða ef það er verið að biðja um að skipta um lykilorð. Skoðum vel alla hlekki og athugum hvort þeir séu að vísa á rétta staði. Það á bæði við um hlekki í tölvupóstum sem og sendanda tölvupósta. Stundum er munurinn mjög lítill, stafsetningarvilla eða staf er skipt út fyrir tölustaf til að blekkja notendur. Ef póstur berst frá aðila sem þið þekkið en orðalag er óvenjulegt eða óskað er eftir að þið heimsækið tilteknar síður, setjið upp forrit o.þ.h er alltaf best að tala við sendandann, öðruvísi en að svara póstinum, og staðfesta að hann sé raunverulega frá viðkomandi. Ef þú ert í vafa um lögmæti póstsins, er alltaf best að fá álit frá öðrum og fylgja leiðbeiningum frá þinni öryggisdeild um hvernig eigi að bregðast við. Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar geti brotist inn á reikninga, allt frá tölvupósti til samfélagsmiðla er að nota fjölþátta auðkenningu. Fjölþátta auðkenning er góð fyrsta vörn fyrir alla aðganga sem hana styðja. Að verjast netárásum er að stórum hluta hlutverk hvers og eins. Við skulum vera vakandi gagnvart netárásum alla daga. Í þessu eins og öðru veltir oft lítil þúfa stóru hlassi. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun