Kópavogsbær kippir stoðum undan Náttúrufræðistofu Kópavogs Tómas Grétar Gunnarsson, Kalina Kapralova, Edda Elísabet Magnúsdóttir og Sölvi Rúnar Vignisson skrifa 8. maí 2023 18:00 Það er kunnara en frá þurfi að greina að mannkyn glímir nú við stærri áskoranir en áður hefur þekkst. Þetta eru loftslagsbreytingar og önnur umhverfisáhrif af mannavöldum sem valda umfangsmikilli hnignun lífsins á jörðinni. Þjóðir heims sameinast nú um að ná utan um þessi mál á öllum stigum stjórnsýslu og rannsókna með þátttöku almennings á sem flestum sviðum. Engin viðfangsefni eru brýnni en að ná tökum á þessum hörmungum. Það vekur því óneitanlega athygli þegar starfsemi farsællar safna-, fræðslu- og rannsóknastofnunar sem starfar einmitt á þessu sviði er lögð niður hjá stóru og vel stæðu sveitarfélagi einhverrar ríkustu þjóðar heims. Þetta er einmitt það sem hæstráðendur hjá Kópavogsbæ hyggjast gera við Náttúrufræðistofu Kópavogs sem bærinn hefur rekið af myndarskap í langan tíma, en stofan hefði orðið 40 ára á þessu ári. Að reka samhliða safna-, fræðslu- og rannsóknastarfsemi lýsir framsýni og skilningi á viðfangsefninu og hefur verið sveitarfélaginu til mikils sóma. Það er ekki sjálfgefið að sveitarfélög reki safna-, fræðslu- og rannsóknastofnanir en þó má sjá ríkan metnað til þess um land allt. Ákvörðun Kópavogsbæjar virðist helst byggja á samkeppnissjónarmiðum en þar gætir vanmats á eðli starfsemi sem þessarar. Í fyrsta lagi er misskilningur að halda því fram að það gæti samkeppni í þessum geira, heldur er frekar um samvinnu að ræða. Það má heita heppni hjá örþjóð ef við eigum nokkra sérfræðinga í undirstöðufögum, t.d. sérsviðum læknisfræði eða lífríki ferskvatns, svo einhver dæmi séu nefnd. Á Náttúrufræðistofu Kópavogs er einmitt stór hluti íslenskra sérfræðinga í lífríki ferskvatns saman kominn og hefur stundað árangursríkar langtímarannsóknir og vöktun á mikilvægustu ferskvatnsvistkerfum á SV-hluta landsins auk fjölbreyttra annarra rannsókna, sem stofan hefur verið dugleg að afla fjármagns til. Rannsóknir sýna einmitt að langtímavöktun er líklegri til að styðja við stefnumótun og leiða til athyglisverðari uppgötvana en styttri rannsóknir. Til að slíkur ávinningur raungerist þarf stöðugleika. Í öðru lagi er rannsóknarstarf grundvöllur metnaðarfullrar safna- og fræðslustarfsemi og ein meginforsenda þess að söfn geti á hverjum tíma kynnt nýstárlegar uppgötvanir og að þekking sérfræðinga sé uppfærð. Söfn sem ekki eru beintengd við rannsóknir miðla eingöngu niðurstöðum annarra og heilla síður kröfuharða gesti. Rannsóknir sem stundaðar eru fyrir opinbert fé eru eins og vatn. Þær eru almannagæði. Niðurstöður rannsókna eiga að vera aðgengilegar og nauðsynlegt er að þeim sé miðlað á skilvirkan hátt svo að rannsóknir nýtist til að byggja upp styrkari og betri samfélög. Til dæmis er mikilvægt að börn og unglingar sem alast upp á tímum viðsjárverðra breytinga í náttúrunni hafi aðgang að fræðslu og miðlun rannsókna af bestu gerð. Höfum í huga að gestir Náttúrufræðistofu Kópavogs hafa ekki síst verið skólabörn og safnið hefur á frábæran hátt stutt við náttúrufræðimenntun barna og unglinga í Kópavogi. Eitt af þeim verkefnum sem safnið stóð fyrir var verkefnið Leggjum línurnar en til þess hlaut safnið styrk úr Loftslagssjóði 2021 og vann í framhaldinu með nemendum í 10. bekk í öllum skólum í Kópavogi og náði því til um 400 unglinga með mikilvæga fræðslu um eitt brýnasta málefni samtímans, loftslagsvána. Safna-, fræðslu- og rannsóknarstarf má ekki verða grunnhyggnum markaðs- og samkeppnishugmyndum að bráð heldur eitthvað sem við stöndum vörð um saman til þess að takast á við breytta tíma. Við hörmum þennan viðsnúning í afstöðu Kópavogsbæjar til safna-,fræðslu- og rannsóknarstarfs og teljum að frekar hefði átt að leita leiða til að styrkja rekstrargrunn og mikilvægt rannsóknarstarf Náttúrufræðistofu Kópavogs í staðinn fyrir að vega að því. Þá virðist eiga að fórna því fræðslutóli sem markviss grunnsýning er, fyrir „pop up“ sýningar. Þetta er röng forgangsröðun. Tómas Grétar Gunnarsson, fyrir hönd stjórnar BIODICE, Kalina Kapralova, fyrir hönd stjórnar Líffræðifélags Íslands, Edda Elísabet Magnúsdóttir, fyrir hönd stjórnar Vistfræðifélags Íslands og Sölvi Rúnar Vignisson, fyrir hönd stjórnar Hins íslenska náttúrufræðifélags Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Söfn Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er kunnara en frá þurfi að greina að mannkyn glímir nú við stærri áskoranir en áður hefur þekkst. Þetta eru loftslagsbreytingar og önnur umhverfisáhrif af mannavöldum sem valda umfangsmikilli hnignun lífsins á jörðinni. Þjóðir heims sameinast nú um að ná utan um þessi mál á öllum stigum stjórnsýslu og rannsókna með þátttöku almennings á sem flestum sviðum. Engin viðfangsefni eru brýnni en að ná tökum á þessum hörmungum. Það vekur því óneitanlega athygli þegar starfsemi farsællar safna-, fræðslu- og rannsóknastofnunar sem starfar einmitt á þessu sviði er lögð niður hjá stóru og vel stæðu sveitarfélagi einhverrar ríkustu þjóðar heims. Þetta er einmitt það sem hæstráðendur hjá Kópavogsbæ hyggjast gera við Náttúrufræðistofu Kópavogs sem bærinn hefur rekið af myndarskap í langan tíma, en stofan hefði orðið 40 ára á þessu ári. Að reka samhliða safna-, fræðslu- og rannsóknastarfsemi lýsir framsýni og skilningi á viðfangsefninu og hefur verið sveitarfélaginu til mikils sóma. Það er ekki sjálfgefið að sveitarfélög reki safna-, fræðslu- og rannsóknastofnanir en þó má sjá ríkan metnað til þess um land allt. Ákvörðun Kópavogsbæjar virðist helst byggja á samkeppnissjónarmiðum en þar gætir vanmats á eðli starfsemi sem þessarar. Í fyrsta lagi er misskilningur að halda því fram að það gæti samkeppni í þessum geira, heldur er frekar um samvinnu að ræða. Það má heita heppni hjá örþjóð ef við eigum nokkra sérfræðinga í undirstöðufögum, t.d. sérsviðum læknisfræði eða lífríki ferskvatns, svo einhver dæmi séu nefnd. Á Náttúrufræðistofu Kópavogs er einmitt stór hluti íslenskra sérfræðinga í lífríki ferskvatns saman kominn og hefur stundað árangursríkar langtímarannsóknir og vöktun á mikilvægustu ferskvatnsvistkerfum á SV-hluta landsins auk fjölbreyttra annarra rannsókna, sem stofan hefur verið dugleg að afla fjármagns til. Rannsóknir sýna einmitt að langtímavöktun er líklegri til að styðja við stefnumótun og leiða til athyglisverðari uppgötvana en styttri rannsóknir. Til að slíkur ávinningur raungerist þarf stöðugleika. Í öðru lagi er rannsóknarstarf grundvöllur metnaðarfullrar safna- og fræðslustarfsemi og ein meginforsenda þess að söfn geti á hverjum tíma kynnt nýstárlegar uppgötvanir og að þekking sérfræðinga sé uppfærð. Söfn sem ekki eru beintengd við rannsóknir miðla eingöngu niðurstöðum annarra og heilla síður kröfuharða gesti. Rannsóknir sem stundaðar eru fyrir opinbert fé eru eins og vatn. Þær eru almannagæði. Niðurstöður rannsókna eiga að vera aðgengilegar og nauðsynlegt er að þeim sé miðlað á skilvirkan hátt svo að rannsóknir nýtist til að byggja upp styrkari og betri samfélög. Til dæmis er mikilvægt að börn og unglingar sem alast upp á tímum viðsjárverðra breytinga í náttúrunni hafi aðgang að fræðslu og miðlun rannsókna af bestu gerð. Höfum í huga að gestir Náttúrufræðistofu Kópavogs hafa ekki síst verið skólabörn og safnið hefur á frábæran hátt stutt við náttúrufræðimenntun barna og unglinga í Kópavogi. Eitt af þeim verkefnum sem safnið stóð fyrir var verkefnið Leggjum línurnar en til þess hlaut safnið styrk úr Loftslagssjóði 2021 og vann í framhaldinu með nemendum í 10. bekk í öllum skólum í Kópavogi og náði því til um 400 unglinga með mikilvæga fræðslu um eitt brýnasta málefni samtímans, loftslagsvána. Safna-, fræðslu- og rannsóknarstarf má ekki verða grunnhyggnum markaðs- og samkeppnishugmyndum að bráð heldur eitthvað sem við stöndum vörð um saman til þess að takast á við breytta tíma. Við hörmum þennan viðsnúning í afstöðu Kópavogsbæjar til safna-,fræðslu- og rannsóknarstarfs og teljum að frekar hefði átt að leita leiða til að styrkja rekstrargrunn og mikilvægt rannsóknarstarf Náttúrufræðistofu Kópavogs í staðinn fyrir að vega að því. Þá virðist eiga að fórna því fræðslutóli sem markviss grunnsýning er, fyrir „pop up“ sýningar. Þetta er röng forgangsröðun. Tómas Grétar Gunnarsson, fyrir hönd stjórnar BIODICE, Kalina Kapralova, fyrir hönd stjórnar Líffræðifélags Íslands, Edda Elísabet Magnúsdóttir, fyrir hönd stjórnar Vistfræðifélags Íslands og Sölvi Rúnar Vignisson, fyrir hönd stjórnar Hins íslenska náttúrufræðifélags
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun