Serbneskur ráðherra hættir í kjölfar fjöldamorðanna Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2023 20:54 Fjöldamorðin í Serbíu í vikunni hafa skekið serbnesku þjóðina. AP Ráðherra menntamála í Serbíu, Branko Ruzic, tilkynnti í dag um afsögn sína. Afsögnin kemur í kjölfar tveggja fjöldamorða sem hafa skekið serbnesku þjóðina, en í þeim létust alls sautján manns. Ruzic er fyrsti ráðherrann eða embættismaðurinn til að segja af sér í kjölfar árásanna. AP segir frá því að ríkisstjórn Serbíu hafi sömuleiðis beint því til landsmanna að skila inn öllum ólöglegum og óskráðum skotvopnum, handsprengjum og skotfærum og koma þeim í hendur lögreglu. Sé það gert nú eigi viðkomandi ekki á hættu að verða ákærður vegna brota á vopnalögum, en hundsi fólk orð yfirvalda eiga brotlegir á hættu að verða ákærðir og dæmdir í fangelsi. Síðastliðinn miðvikudag bárust fréttir af því að þrettán ára drengur hefði skotið átta nemendur og öryggisvörð til bana í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. Á föstudag var svo sagt frá því að karlmaður um tvítugt hefði skotið úr vélbyssu úr bíl sem var á ferð. Hann hafði þá nýverið lent í deilum í lögreglumann í þorpinu Dubona, suðaustur af Belgrad. Vitað er að gríðarlegt magn skotvopna er að finna í Serbíu og skipar annað sætið í Evrópu á lista yfir skráð vopn miðað við höfðatölu. Nágrannar Serba, Svartfellingar, skipa efsta sætið á þeim lista. Serbía Tengdar fréttir Átta látnir í annarri skotárásinni í Serbíu á tveimur dögum Átta eru látnir og tíu særðir eftir skotárás í Serbíu í gærkvöldi. Þetta er önnur skotárásin í landinu á jafnmörgum dögum en í fyrradag létust átta nemendur og öryggisvörður í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. 5. maí 2023 07:05 Var með lista yfir nemendur sem hann vildi skjóta Fjórtán ára gamall drengur, sem skaut níu til bana í grunnskóla í miðborg Belgrad í Serbíu í morgun, skipulagði árásina í heilan mánuð að sögn lögreglu. Þá var drengurinn með lista af nemendum sem hann vildi beina spjótum sínum að og búinn að ákveða hvaða skólastofum hann myndi byrja á. 3. maí 2023 14:04 Níu látnir og sjö særðir eftir skotárás í skóla í Belgrad Fjórtán ára drengur skaut á kennara sinn, samnemendur og öryggisverði í Vladislav Ribnikar-grunnskólanum í Belgrad í Serbíu í morgun. Níu eru látnir, átta nemendur og öryggisvörður. 3. maí 2023 09:25 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Sjá meira
AP segir frá því að ríkisstjórn Serbíu hafi sömuleiðis beint því til landsmanna að skila inn öllum ólöglegum og óskráðum skotvopnum, handsprengjum og skotfærum og koma þeim í hendur lögreglu. Sé það gert nú eigi viðkomandi ekki á hættu að verða ákærður vegna brota á vopnalögum, en hundsi fólk orð yfirvalda eiga brotlegir á hættu að verða ákærðir og dæmdir í fangelsi. Síðastliðinn miðvikudag bárust fréttir af því að þrettán ára drengur hefði skotið átta nemendur og öryggisvörð til bana í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. Á föstudag var svo sagt frá því að karlmaður um tvítugt hefði skotið úr vélbyssu úr bíl sem var á ferð. Hann hafði þá nýverið lent í deilum í lögreglumann í þorpinu Dubona, suðaustur af Belgrad. Vitað er að gríðarlegt magn skotvopna er að finna í Serbíu og skipar annað sætið í Evrópu á lista yfir skráð vopn miðað við höfðatölu. Nágrannar Serba, Svartfellingar, skipa efsta sætið á þeim lista.
Serbía Tengdar fréttir Átta látnir í annarri skotárásinni í Serbíu á tveimur dögum Átta eru látnir og tíu særðir eftir skotárás í Serbíu í gærkvöldi. Þetta er önnur skotárásin í landinu á jafnmörgum dögum en í fyrradag létust átta nemendur og öryggisvörður í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. 5. maí 2023 07:05 Var með lista yfir nemendur sem hann vildi skjóta Fjórtán ára gamall drengur, sem skaut níu til bana í grunnskóla í miðborg Belgrad í Serbíu í morgun, skipulagði árásina í heilan mánuð að sögn lögreglu. Þá var drengurinn með lista af nemendum sem hann vildi beina spjótum sínum að og búinn að ákveða hvaða skólastofum hann myndi byrja á. 3. maí 2023 14:04 Níu látnir og sjö særðir eftir skotárás í skóla í Belgrad Fjórtán ára drengur skaut á kennara sinn, samnemendur og öryggisverði í Vladislav Ribnikar-grunnskólanum í Belgrad í Serbíu í morgun. Níu eru látnir, átta nemendur og öryggisvörður. 3. maí 2023 09:25 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Sjá meira
Átta látnir í annarri skotárásinni í Serbíu á tveimur dögum Átta eru látnir og tíu særðir eftir skotárás í Serbíu í gærkvöldi. Þetta er önnur skotárásin í landinu á jafnmörgum dögum en í fyrradag létust átta nemendur og öryggisvörður í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. 5. maí 2023 07:05
Var með lista yfir nemendur sem hann vildi skjóta Fjórtán ára gamall drengur, sem skaut níu til bana í grunnskóla í miðborg Belgrad í Serbíu í morgun, skipulagði árásina í heilan mánuð að sögn lögreglu. Þá var drengurinn með lista af nemendum sem hann vildi beina spjótum sínum að og búinn að ákveða hvaða skólastofum hann myndi byrja á. 3. maí 2023 14:04
Níu látnir og sjö særðir eftir skotárás í skóla í Belgrad Fjórtán ára drengur skaut á kennara sinn, samnemendur og öryggisverði í Vladislav Ribnikar-grunnskólanum í Belgrad í Serbíu í morgun. Níu eru látnir, átta nemendur og öryggisvörður. 3. maí 2023 09:25